Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 22
22 Hilmar Eyberg Helgason fæddist 1949 og er borinn og barn- fæddur Grindvíkingur. Hann er sonur hjónanna Helga Aðal- geirssonar skipstjóra og Guðmundu Svanborgar Jónsdóttur húsfreyju. Hilmar byrjaði barnungur að salta síld og vinna í frystihúsi. Hann byrjaði á Hafrenningi með Sigurpáli föðurbróð- ir sínum og seinna var hann með föður sínum á Sigfúsi Berg- mann, Þorbirni II og Gísla Lóðs. Hilmar var síðan á ýmsum bátum á flestum veiðiskap þar til bakið gaf sig. Læknirinn sagði að eina leiðin fyrir hann væri að fara í Stýrimannaskólann, fá sér kaskeiti og og fara í fragtina. Hilmar gerði það og var í siglingum í 10 ár. Hann var orðinn fyrsti stýrimaður hjá Sambandinu, þegar hann sneri á ný í fisk- veiðarnar. Þá reyndi hann fyrir sér í útgerð rækjubáts en bátur- inn brann undan honum og sjö ára syni hans inni á Eyjafirði. Eftir nokkurn tíma á rækju lá leið Hilmars á togarann Júlíus Hafstein frá Húsavík þar sem hann vann sig upp úr háseta og kokki í brúna og þar með hófst farsæll ferill Hilmars sem togara- skipstjóri. Árið 1988 tók Hilmar við fyrsta togara Þorbjarnar í Grindavík, Gnúp GK. Þar var saltað um borð og var Gnúpurinn fyrsti togarinn sem tók flatningsvél um borð. Fljótlega lá leið Hilmars yfir á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson GK, sem hann var með í um aldarfjórðung við góðan orðstír. Með „pöntunarlista“ á sjóinn Hilmar segist hafa þurft að fara austur fyrir land til að sækja fisk af tiltekinni stærð fyrir ákveðna kaupendur. Má draga þá álykt- un af því að það sé ekki skip- stjórinn sem ræður hvernig veiðiferðin er skipulögð, heldur kaupandinn? „Það er eiginlega alfarið kaupandinn sem ræður ferð- inni. Oft er búið að panta stóran hluta af farminum áður en við förum út á sjó, þannig að við er- um að veiða upp í pantanir. Við á Hrafni Sveinbjarnarsyni höf- um til dæmis lengi verið með fastan kaupanda, sem er Fish and Chicken en hann er með fisk og franskar á Lundúna- svæðinu. Hann hefur keypt mikið af okkur og vill milli- stærðarfisk með roði og bein- um, en 100% gæði. Maður þarf því að passa sig svolítið á vinnslunni fyrir hann. Það koma líka oft pantanir í ákveðna stærðarflokka. Það getur hægt á vinnslunni hjá okkur að þurfa að vera að flokka með þeim hætti, en við erum auðvitað með tölvuflokkara sem sér um það. Eftir breytingarnar á skip- inu erum við með fleiri geymslukör, þannig að við get- um forflokkað á leiðinni og geymt ákveðnar stærðir í ís- krapa.“ Það hlýtur að vera heilmikið púsluspil fyrir skipstjórann þeg- ar lagt er úr höfn með pöntun- arlista upp á ákveðnar fiskteg- undir, ákveðnar stærðir og ákveðið vinnslustig? „Já, það þarf að hugsa þetta allt saman mjög vel. Eins og staðan er núna er skipið langt komið með þorskinn og ýsan er eiginlega búin. Helstu tegund- irnar sem eru eftir eru ufsi og grálúða. Þá þarf að velja svæði þar sem hægt er að ná í báðar tegundir, en einnig er stílað upp á að geta tekið um 100 tonn af þorski í hverjum túr, sem er þá hálfgerður meðafli.“ Með „nýtt“ skip Hilmar er búinn að vera með frystitogarann Hrafn Svein- bjarnarson í rúman aldarfjórð- ung eða 26 ár, en segja má að á síðasta ári hafi hann engu að síður verið kominn með „nýtt“ skip í hendur. Togarinn var lengdur um 15 metra, sem bætti alla aðstöðu um borð, bæði fyrir mannskap og með- ferð á fiski auk þess sem burð- argetan tvöfaldaðist. Segja má Stundaði sjóinn í rúma hálfa öld Stórt ufahol að koma inn á dekkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.