Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 30
30 „Strandveiðin gekk mjög vel hjá mér í maí og allflestir eru bara mjög ánægðir með gang- inn í veiðunum í maí. Það hefur gengið vel að ná því sem við megum, þó við höfum þurft að sækja nokkra róðra 70 sjómílur fram og til baka. Þá vorum við djúpt út af Arnarfirði. Þangað er langt að sækja héðan, en þar var góður fiskur og við fengum skammtinn yfirleitt á tveimur til þremur klukkutímum. Á sama tíma fór svo að fást fiskur við landið, við Ritin. Þar var fiskiríið gott,“ segir Sigurður Hjartarson, sem gerir út og rær á bátnum Hirti Stapa frá Bol- ungarvík. „Í fyrra urðum við að róa nánast allan mánuðinn vestur á til að fá einhvern árangur. Þá var enginn fiskur hérna nær. Nú er miklu betra ástand í sjónum við landið. Undanfarið hefur verið lítið af síli, og við sáum áð- ur lítið af æti, en nú er allt vað- andi í síli hérna. Þá er mikið af svartfugli og átu á Ritarsvæðinu og hérna út af Djúpinu. Miklu betra ástand en var í fyrra. Það er til dæmis fiskur inni á Aðal- vík, þar sem hvorki hefur þýtt að kasta snurvoð eða veiða á færi undanfarin ár. Þá hefur ver- ið fuglager um alla vík og allt annað ástand en var fyrir ári. Hafið viðist vera í mjög góðu standi. Maður sér jafnvel súlur sem koma sunnan að í æti, sem er ekki mjög algengt því yfir- leitt heldur hún sig við Vest- mannaeyjar og Eldey,“ segir Sigurður. Seinnipart tímabilsins sóttu bátarnir styttra og fengu góðan afla. „Skakslóðin sem við vorum mikið á er svona frá 7 mílum út af Rit, út í 20 til 25 mílur. Þessir hraðskreiðu bátar eru meira ut- ar, svona 17 til 20 mílur frá landi. Hinir verða að fara eftir því hver ganghraði bátanna er, því við höfum ekki nema 14 tíma úti á sjó á dag. Það hefur samt gengið vel hjá öllum, bæði þeim gangmiklu og hin- um sem hægar fara.“ Lágt verð á fiskmörkuðum Verðið hefur verið lágt á fisk- mörkuðunum og segir Sigurður að fiskverkendur segi það stafa af því þeir komi ekki lengur frá sér hausum og lifur á skikkan- legu verði. Rússamarkaður er lokaður og Nígeríumarkaður lé- legur. Þetta hefur allt áhrif. „Eftir stærð fisksins vorum við að fá allt niður í 180 krónur á kíló á mörkuðunum og upp í 250 til 260 krónur síðustu dag- ana sem við vorum að veiðum. Einhver var að tala um að með- alverðið hjá sér hefði verið um 220 krónur í þessum mánuði. Það hittist reyndar stundum á daga þegar ekki hefur gefið á sjó lengi og við getum farið út og verið snemma í landi og komið fiskinum á bíla suður. Þá hafa menn náð að fá upp í 320 til 330 krónur á kílóið, en það er bara einn dagur í viku. Markað- urinn virðist ekki þola mikið magn inn í einu,“ segir Sigurð- ur. Hvað telur þú að mætti bæta í strandveiðikerfinu? „Strandveiðikerfið er að mörgu leyti gott kerfi og gerir byggðum mjög gott, en ég ítreka kröfu okkar í Landssam- bandi smábátaeigenda að það verði bætt afla inn í kerfið sem svarar 1.600 tonnum. Áður höf- um við farið fram á 2.000 tonna aukningu, en nú þegar er búið að bæti 400 tonnum við.“ Miklu betra ástand í sjónum Sigurður Hjartarson í Bolungarvík segir allt annað ástand á miðunum vestra en í fyrra. „Hafið viðist vera í mjög góðu standi. Maður sér jafnvel súlur sem koma sunnan að í æti, sem er ekki mjög algengt því yfirleitt heldur hún sig við Vestmannaeyjar og Eldey,“ segir Sigurður. S jóm en n sk a n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.