Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 23
23 að með lengingunni hafi skipið loksins komist í þá stærð og mynd sem því var ætlað í upp- hafi, þegar það var smíðað í Noregi fyrir Hríseyinga. Sam- kvæmt þáverandi reglum vant- aði úreldingu á móti rúmmáli nýja skipsins eins og það var teiknað. Því var farið út í að stytta það á teikniborðinu og út úr skipasmíðastöðinni kom það mun styttra en upphaflega var ætlað. Aldarfjórungi seinna náði skipið svo fullri stærð á ný. Hilmar er ánægður með breytingarnar. „Þetta er mikil bót fyrir mannskapinn, vinnu- aðstaðan er betri, skipið veltur minna og er mun stöðugra á sjó. Lestin stækkaði um helm- ing þannig að við þurfum ekki alltaf að vera að fara í land til millilöndunar. Við vorum áður með fullfermi um 8.500 kassa en nú erum við að koma upp undir 20.000 kössum í skipið. Útgerðin verður því hagkvæm- ari og þetta gerir það mun ein- faldara að vera með tvær áhafn- ir og löndunardagar eru ákveðnir ár fram í tímann. Þannig geta menn skipulagt sín frí af öryggi með góðum fyrir- vara. Það er reynt að stoppa ekki lengur en einn og hálfan dag í landi og stundum aðeins einn dag, áður en skipið fer út með nýja áhöfn. Með þessum hætti eru menn alltaf á launum, í raun hálfum launum hvort sem þeir eru í landi eða á sjó. Þá er reynt að skipuleggja veiðiferðirnar þannig að ekki verði miklar sveiflur í aflaverðmætum milli veiðiferða. Það er þá helst að makrílvertíðin geti skipt þarna máli. Hún stendur kannski í einn og hálfan mánuð. Þannig getur önnur áhöfnin lent í mán- uð á makríl og fær þar með lægra aflaverðmæti en hin, en svo jafnast það út á næsta ári. Þetta kemur vel vel út fyrir alla.“ Kostir og gallar kvótakerfisins Hilmar hefur verið skipstjóri frá því fyrir kvótakerfi og þekkir því vel kosti þess og galla. Hvað finnst honum um kerfið eftir að hafa unnið í því frá upphafi árið 1984? „Í raun og veru hefur það ekki skilað því sem við sjómenn höfðum væntingar til. Þegar kvótakerfið kom var þetta ákveðið magn sem hvert skip mátti fiska og þá héldu sjó- menn náttúrulega að menn færu að haga sér svolítið skyn- samlega við veiðarnar. Það hef- ur farið á hinn veginn. Pressan úr landi á skipstjórann virðist vera alveg gífurleg, sérstaklega á ísfisktogurunum. Menn eru oft að böðlast á þessu í vitlaus- um veðrum til að reyna að skila þeim fiski til vinnslu í landi sem kallað er eftir. En að öðru leyti held ég að kerfið hafi sannað sig sem slíkt með betri meðferð á fiski. Það var engin hemja eins og þetta var fyrir kerfið, þegar menn fisk- uðu og fiskuðu án tillits til þess hve miklu vinnslan í landi ann- að. Þá var miklu af fiski, eins og til dæmis grálúðu, keyrt í gú- anó. Nú er þetta dýrasti fiskurinn sem við veiðum. Kílóverð á grá- lúðuhausum er jafn hátt og kílóverð af þorski. Svo er farið að hirða miklu meira en áður. Við hirðum auðvitað alla grá- lúðuhausa og sporða og mest alla hausa af þorskinum sem við fáum. Svo erum við að hirða stóran hluta af karfahausunum og um tíma hirtum við einnig ufsa- og ýsuhausa. Það er skylda að hirða 30% af þorsk- hausum samkvæmt reglugerð, sem byggist á rúmmáli lest- anna. Hvað menn hirða svo um- fram það fer mikið eftir mörk- uðum fyrir hausana og verðinu sem fæst fyrir þá. Markaðurinn er mjög erfiður núna vegna lok- unar markaðar fyrir herta hausa í Nígeríu. Í síðasta túr vorum við þó að frysta hausa, en þeir eiga að fara til Spánar. Þar verða þeir þýddir upp og seljast ferskir á markaði. Það hefur verið þann- ig í gegnum tíðina að lokist einn markaður opnast annar.“ Hefst ekkert með öskrum og látum Hilmar er búinn að vinna með mörgum góðum mönnum á sjó, en kýs að nefna ekki neinn sérstakan. Hann segist vera Strandgötu 1 Neskaupstað Sími:4700 800 Fax:4700 801 • Veiðarfæraþjónusta • Gúmmíbátaþjónusta • Fiskeldisþjónusta Stöðug þróun veiðarfæra í samvinnu við sjómenn og útgerðir. Fjarðanet er aðili að Hampidjan Group Neskaupstaður / Fjáskrúðsfjörður / Akureyri / Ísafjörður www.fjardanet.is fjardanet@fjardanet.is Víðtæk þekking og reynsla í uppsetningu og gerð veiðarfæra Alhliða veiðarfæraþjónusta í höndum fagmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.