Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 34
34
Eins og allir í sjávarútveginum
vita verður stórsýningin Sjávar-
útvegur 2016 / Icelandic Fis-
hing EXPO 2016 haldin dagana
28.til 30. september í Laugar-
dalshöll í Reykjavík. Ólafur M.
Jóhannesson, framkvæmda-
stjóri sýningarinnar var brattur
þegar Ægir ræddi við hann fyrir
skömmu.
„Þetta er búið að vera ströng
törn með vaxandi þunga und-
anfarin tvö ár en nú er staðan
orðin sú að við erum búin að
selja nær öll sýningarrými og
ljóst að í augsýn er glæsileg
sjávarútvegssýning í báðum
sýningarsölum Laugardalshall-
ar auk þess sem alls kyns tæki,
bátar, lyftarar og nýjustu tog-
hlerar verða til sýnis á útisvæð-
inu. Nú erum við að fínpússa
sýninguna og erum í önnum
við að svara fyrirspurnum sem
berast um hana, bæði frá inn-
lendum og erlendum aðilum.
Þetta er sannarlega ánægjulegt
verkefni,“ segir Ólafur í samtali
við Ægi.
Yfir 100 básar seldir
Undirbúningur sýningarinnar
hefur staðið yfir í næstum tvö ár
og hefur umfang hennar vaxið
dag frá degi. „Mitt fyrirtæki Rit-
sýn sf. hefur staðið fyrir ráð-
stefnum og sýningum af fjöl-
breyttum toga í tæp 20 ár, m.a.
fyrir hótel- og mötuneytisgeir-
ann. Þróunin hefur verið sú að
mörg fyrirtæki og stofnanir
hafa leitað til okkar með hug-
myndir að nýjum sýningum og
ráðstefnum og þannig kviknaði
í raun þessi hugmynd um stóra,
íslenska sjávarútvegssýningu
sem nú er að verða að veru-
leika.“
Ólafur segir að Laugardals-
höllin hafi orðið fyrir valinu af
ýmsum ástæðum.
„Hún er eina íþróttamiðstöð-
in sem er líka einnig sérhönnuð
sem sýningarhúsnæði og gefur
fjölbreytta möguleika á að stýra
þar lýsingu, hljóðvist og loft-
ræstingu. Allt skiptir þetta
miklu máli fyrir sýnendur og
ekki síður fyrir gesti sem líður
betur í slíku húsnæði, sérstak-
lega þegar margt er um mann-
inn. Þá eru næg bílastæði í
kringum Höllina, sem auðvitað
er afar mikilvægt, svo og gott
útisvæði þar sem við verðum
með mjög áhugaverð tæki og
báta til sýnis fyrir sjávarútveg-
inn.“
Öflug kynning
„Við höfum lagt afar mikið upp
úr að kynna sýninguna vel,
bæði hér heima og erlendis.
Framkvæmdastjórnin samdi við
Athygli ehf., eitt öflugasta al-
mannatengslafyrirtæki lands-
ins, um að stýra öllu kynningar-
og markaðsstarfi í aðdraganda
sýningarinnar. Með samstarfinu
við Athygli er tryggt að sýning-
in verður afar vel kynnt, bæði í
fagmiðlum greinarinnar og al-
mennum fjölmiðlum. Auk
markvissrar kynningar hér
heima verður lögð áhersla á
kynningu erlendis. M.a. vorum
við með fulltrúa á sjávarútvegs-
sýningunni í Brussel nú í vor og
í kjölfar hennar höfum við feng-
ið fjölmargar fyrirspurnir. Af
þeim að dæma er mikill áhugi
erlendis á íslenskum sjávarút-
vegi, bæði greininni sem slíkri
en ekki síður þeim íslensku fyr-
irtækjum sem hafa sérhæft sig í
framleiðslu búnaðar og veita
margháttaða þjónustu við sjáv-
arútveg, hvort sem það er hér
heima eða erlendis. Þessu verð-
ur öllu komið á framfæri á sýn-
ingunni.“
Allt að seljast upp
„Nú hafa ríflega 100 fyrirtæki er
þjóna sjávarútveginum, af öll-
um stærðum og gerðum, tekið
frá sýningarbása. Við erum ein-
staklega ánægð með þann
mikla áhuga sem sýningin hef-
ur fengið og sýnir sterka stöðu
íslensks sjávarútvegs sem er í
raun orðinn hátækniatvinnu-
grein. Þannig verður sýningin
Sjávarútvegur 2016 afar fjöl-
breytt og allt það nýjasta til
sýnis á sýningarbásunum, allt
frá nýjum hátækni fiskvinnslu-
vélum til smærri nýjunga fyrir
fiskiskip og fiskvinnslur. Allt það
nýjasta í bátasmíðinni verður
sýnt og ekki má gleyma sigl-
ingatækjum, báta- og skipavél-
um, nýjustu toghlerum, örygg-
isbúnaði og svo má lengi telja.
Má fullyrða að þessi sýning
muni teljast ómissandi fyrir alla
þá er stunda sjóinn og vinna
sjávarafurðir og raunar alla er
hafa áhuga á þessum undir-
stöðuatvinnuvegi okkar Íslend-
inga.“
Vegleg opnunarhátíð
Á veglegri opnunarhátíð sýn-
ingarinnar miðvikudaginn 28.
september verða veittar viður-
kenningar til aðila er þykja hafa
staðið sig vel innan sjávarút-
vegsgeirans. Eftirfarandi sam-
tök innan sjávarútvegsins, sem
jafnframt eru stuðningsaðilar
sýningarinnar, munu veita við-
urkenningarnar: Sjómannasam-
band Íslands, Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi, Landssamband
smábátaeigenda, VM, félag vél-
stjóra- og málmtæknimanna,
SFÚ, samtök fiskframleiðenda
og útflytjenda og Íslenski sjáv-
arklasinn. „Við kunnum ákaf-
lega vel að meta stuðning þess-
ara samtaka við sýninguna sem
sýnir þá breidd sem hún spann-
ar,“ segir Ólafur.
Stórsýningin Sjávarútvegur 2016
Nánast öll sýningar-
rými seld!
Það verður líf og fjör í Laugardalnum í Reykjavík þegar stórsýningin
Sjávarútvegur 2016 / Icelandic Fishing EXPO 2016, verður haldin dag-
ana 28.til 30. september.
F
réttir