Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 18
18 „Þó ég sé hættur að vinna er ég ekki hræddur um að hafa ekki nóg fyrir stafni. Maður hefur þetta góða hobbý sem er golfið og svo er ég að byggja. Ég hef alltaf verið að byggja í gegnum árin. Þetta er þriðja einbýlishúsið sem ég byggi, að mestu leyti við hjónin sjálf með aðstoð barnanna. Strákurinn hjálpaði okkur við að klæða loft- ið og setja niður gólfefni og ein dóttir okkar er rafvirki og sér um það, en við höfum unnið í þessu sjálf frá fyrstu spýtu. Það tók okkur sjö ár að flytja inn í það og nú er frágangurinn að utan að fullu, pallasmíð og innkeyrsla. Það er ekki neinu að kvíða.“ Ætla mætti að verið væri að spjalla við húsasmið, en svo er ekki. Viðmælandinn er einn kunnasti skipstjóri landsins, Hilmar Eyberg Helgason, sem nú er að ljúka við fráganginn við húsið sitt í Grindavík. Hann hefur verið með frystistogarann Hrafn Sveinbjarnarson í nærri þrjá áratugi, en hefur nú farið í sína síðustu veiðiferð með hann. Í land meðan maður hefur heilsu „Þetta er spurning um að koma sér í land meðan maður hefur heilsu. Eitt af barnabörnunum orðaði það svo að ég ætti að koma mér í land og nýta lífeyr- issjóðinn áður en ég færi í göngugrind. Ég held að margir sjómenn flaski á því að vera of lengi á sjó. Þetta er slítandi vinna en það kemur ekki í ljós fyrr en menn fara að slaka á í landi. Þá hefur maður séð menn fara alveg í kör á stuttum tíma, sérstaklega ef menn hafa ekkert fyrir stafni. Ég er reyndar búinn að vera að trappa mig niður síð- ustu sex árin síðan ég fór í hjartaaðgerð. Þá hef ég bara ró- ið einn mánuð og frí einn. Mað- ur er því búinn að undirbúa sig nokkuð vel undir þetta.“ Kaupandinn ræður veiði- ferðinni Hilmar Eyberg Helgason, skipstjóri í Grindavík hefur stýrt sinni síðustu veiðiferð eftir 26 ára sjómannsferil Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK í Grindavíkurhöfn eftir lengingu á síðasta ári. Skipið er nú orðið af þeirri lengd sem það var upphaflega hannað. Æ g isv iðta l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.