Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 12
12
Guðmundur Gauti Sveinsson
segir á vef sínum frá skipinu
Bjarka SI, sem átti sér merka
sögu. „Í dag sjáum við tvær
myndir frá Héraðsskjalasafni
Fjallabyggðar af línuskipinu
Bjarka SI 33. Skipið var smíðað í
Þýskalandi árið 1911 og kom
upphaflega undir nafninu Sieg-
fried til Íslands árið 1925 og var
það frá Cuxhaven. Skipið var
141 brl.,“ segir Gauti á síðu
sinni http://skoger.123.is/
Fyrsti eigandi þess á Íslandi
var Bjarni Ólafsson á Akranesi,
frá 9. júlí 1926 og bar skipuð þá
nafnið Ólafur Bjarnason MB 57.
Skipið var selt 7. október 1929
Fiskveiðihlutafélaginu Ármanni
í Reykjavík og bar þá einkennis-
stafina RE 4.
Skipið var síðan selt þann
25. júlí árið 1932 Samvinnuút-
gerð Siglufjarðar og hét þá
Bjarki SI 33. Í lok árs 1933 eign-
aðist Eyþór Hallsson á Siglufirði
skipið, sem síðan seldi það
Steindóri Hjaltalín á Siglufirði
árið 1939. Árið 1944 var skipið
lengt og mældist þá 176
brúttólestir Árið 1946 var það
selt til Akureyrar og fékk þá
nafnið Bjarki EA 764.
Skipið gert upptækt
Í bókinni „Á vaktinni“ segir
Hannes J. Hafstein frá því þegar
að hann fékk pláss á Bjarka SI á
síldarvertíðinni árið 1944. Í bók-
inni segir: „Ég vissi ekki fyrr en
síðar að þetta var svo sannar-
lega skip með fortíð. Það var
smíðað í Þýskalandi árið 1911
og gert út til línuveiða í Norður-
sjónum. Þar kom að talið var að
hægt væri að stunda ábatasam-
ari útgerð en að draga stútunga
úr Norðursjó og í byrjun mars-
mánaðar 1925 var skipið komið
alla leið til Íslands og lá við fest-
ar í Vogavíkinni. Þrír menn reru
á skipsbátnum í land og hélt
einn þeirra, sem var Íslending-
ur, rakleiðis til Reykjavíkur. Þeg-
ar hinir tveir ætluðu aftur til
skips gripu veðurguðirnir í
taumana og hindruðu för út í
skipið. Yfirvaldinu suður með
sjó þótti ferðir skips og manna
grunsamlegar, lét handtaka
þýsku strandaglópana og ósk-
aði eftir að stjórnvöld könnuðu
frekar ferðir skipsins. Varðskipið
Fylla var sent á vettvang og
þegar varðskipsmenn opnuðu
lestar skipsins blasti við þeim
heill farmur af spírabrúsum og
eðalvíni á flöskum.“
Til að gera langa sögu stutta
þá voru í skipinu 17 þúsund lítr-
ar af áfengi og var skipið með
öllum farmi gert upptækt. Skip-
verjar voru dæmdir í sektir og til
tukthúsvistar. Ríkissjóður seldi
skipið síðar Bjarna Ólafssyni á
Akranesi og fékk það þá íslenskt
nafn, Ólafur Bjarnason MB 57.
Bjarki EA 764 var seldur til
niðurrifs og tekinn af skrá árið
1956.
Saga Bjarka SI 764
Með fulla lest af spíra-
brúsum og eðalvínum!
Hásetarnir á Bjarka SI blóðga þorsk á dekkinu.
Bjarki SI í veiðiferð.
G
öm
u
l fisk
isk
ip