Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 6
6 Í garð gengur sjómannadagshelgin með tilheyrandi hátíðarhöldum í sjávarplássum víða um land. Sjötíu og átta ár eru nú liðin frá því sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur hér á landi en þá var fagnað í Reykjavík og á Ísafirði. Allar götur síðan hefur þessi fyrsta helgi í júní verið helguð íslenskum sjómönnum, þeirra störfum og umræðu um þeirra brýnustu hagsmunamál. Í Morgunblaðinu í júní árið 1938 segir frá fyrstu hátíðarhöldum sjómannadagsins þegar Reykvíkingar þyrptust þúsundum saman út á götur og tóku þátt í skrúðgöngu sem í frásögninni er talin sú virðulegsta og mesta sem þá hafði sést hér á landi. Því að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðinni fyrir þessum tæpu 80 árum má hæglega líkja við þann mannfjölda sem nú fagnar á Menningar- nótt í Reykjavík, þeirri hátíð nútímans sem flestir taka þátt í. Í umfjöllun blaðsins um fyrsta sjómannadaginn segir: „Skúli Guð- mundsson atvinnumálaráðherra steig nú í ræðustólinn. Skýrði hann svo frá, að suður í Fossvogskirkjugarði væri leiði óþekts sjómanns. Einmitt í þenna mund væri blómsveigur lagður á leiði hans. Bað hann mannfjöldann að votta aðstandendum hinna föllnu hetja sjávarins hina fylstu samúð sína, um leið og þeirra væri minnst með lotningu. Nú var gefið merki á trumbu, sem heyrðist út yfir mannfjöldann, fánarnir allir feldir, svo þeir drupu niður hlið við hlið, en viðstaddir karlmenn tóku ofan. Og hin mikla mannþyrping stóð þannig þögul og hreyfingarlaus hina tilteknu stund. Þessi stutta og látlausa at- höfn í birtu júnísólarinnar var svipmikil og hrífandi. Síðan var aftur gefið merki,og hóf Söngsveit sjómanna lagið; „Þrútið var loft“. Var vel til fallið að velja þetta kvæði til söngs, kvæð- ið um þjóðhetjuna, hetju framfaranna. Fyrirrennara hins nýja Ís- lands, þegar minst var þeirra manna, er látið hafa líf sitt í baráttunni fyrir bættum högum þjóðar vorrar.“ Í síðustu setningunni felst einmitt kjarni málsins. Sjómannsstarf- ið er kjölfestan í grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, fjarri því að vera hættulítið starf eins og sagan sýnir okkur. Skýringin á þeim mikla mannfjölda sem tók þátt í sjómannadagshátíðinni árið 1938 er vafalítið sú að í hugum Íslendinga lék enginn vafi á því að hagsæld landsins og þjóðarinnar fólst í því hvernig sjósókninni reiddi af. Og þannig hefur það alltaf verið. Tölulegar staðreyndir sýna mikilvægi sjávarútvegsins á Íslandi enn þann dag í dag. Þetta er ekki spurning um að gamall hugsunarháttur í atvinnumálum víki fyrir nýjabrum- inu - eins og sumir vilja vera láta. Við veiðum fisk, vinnum og seljum vegna þess að þetta er okkar auðlind og einmitt þetta er það sem við kunnum hvað best. Sem útilokar auðvitað ekki vöxt annarra at- vinnugreina, fjarri því. Þeim ber að fagna en hafa jafnframt í huga að enn er sjávarútvegurinn mikilvægt tæki í baráttunni fyrir bætt- um hag þjóðarinnar, líkt og Skúli Magnússon, atvinnumálaráðherra sagði árið 1938. Kappróðrar, hoppukastalar og kandíflos koma vissulega upp í hugann þegar sjómannadaginn ber á góma. Hitt skiptir þó meira máli að dagurinn er til að vekja athygli á öryggismálum, aðbúnaði og starfskjörum íslenskra sjómanna og ekki síður að gefa sjómönn- um tækifæri til að gleðjast saman, með sínum nánustu og öðrum landsmönnum. Ægir óskar íslenskum sjómönnum til hamingju með daginn. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Gildi sjómannadagsins R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5900 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.