Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 4

Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Sólarferðir frá kr. 49.850 m/afslætti Allt að 25.000kr. afsláttur á mann Sumarið 2017erkomið B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kirkjuráð ákveður 17. janúar nk. hvenær vígslubiskupskjör í Skál- holti fer fram, en Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, mun láta af störfum vegna aldurs á þessu ári. Ráðgert er að kjörið fari fram í maí, en þegar hefur verið ákveðið að nýr vígslubiskup verði vígður í Skálholti 10. september nk. Kjörgengi hafa allir guðfræði- kandídatar sem fullnægja skil- yrðum til að hljóta skipun sem prestar þjóðkirkjunnar. Kosningarétt hafa biskup Ís- lands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. Einnig þeir prestar sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengri tíma með starfsstöð í Skálholtsumdæmi. Prestvígðir menn í föstu starfi inn- an þjóðkirkjunnar með starfsstöð í umdæminu auk þjónandi djákna í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði hafa einnig kosningarétt auk formanna sóknarnefnda í um- dæminu. Einnig hafa kosningarétt varaformenn sóknarnefnda í Kjal- arnessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra og kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands, sem eru guðfræð- ingar. Nýr vígslubiskup í Skál- holti kjörinn á næstunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skálholt Dagsetning kjörsins verð- ur ákveðin 17. janúar nk.  Vígsla fer fram 10. september Vígslubiskupskjör » Vígslubiskup í Skálholti læt- ur af störfum á árinu og fer fram kjör nýs biskups á næstu mánuðum. » Dagsetning kjörsins verður ákveðin 17. janúar og nýr vígslubiskup verður vígður 10. september nk. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is „Þetta fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Við hefðum verið ánægð með svona 50-80 fyrirtæki en það eru þegar komnar 130 skráningar,“ sagði Ásta Kristín Sig- urjónsdóttir, klasastjóri Ís- lenska ferðaklas- ans, í samtali við Morgunblaðið. Yfirlýsing um ábyrga ferða- þjónustu verður undirrituð af for- svarsfólki 130 fyrirtækja í Há- skólanum í Reykjavík á morgun að viðstöddum forseta Ís- lands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélags- ábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við fleiri stofnanir og fyrirtæki. Ásta Kristín sagði verkefnið þarft, sérstaklega í ljósi fréttaflutn- ings um öryggi ferðamanna, en um- ræða um ábyrgð ferðaþjónustunnar tók kipp í vetur þegar rúta með um 40 kínverska ferðamenn innanborðs fór á hliðina á Þingvallavegi. Þá lést taívanskur ferðamaður í skipulagðri vélsleðaferð á Langjökli árið 2013 þegar hann missti stjórn á sleð- anum. „Þetta er orðin burð- aratvinnugrein og það eru margir sem hafa hag af því að hér springi ekki allt árið 2018 vegna þess að enginn hugsaði fram í tímann,“ sagði Ásta Kristín. Á eigin forsendum Undirbúningur hófst fyrir ári þegar Festa og Klasinn stóðu fyrir vinnustofu þar sem rædd var sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja í ferða- þjónustu og hvernig fyrirtæki gætu nýtt sér hana með markvissari hætti. „Það tókst ljómandi vel en við fundum að fyrirtæki voru sum hver óörugg með það hvernig þau ættu að setja sér markmið. Þetta er yfir- gripsmikið og flókið fyrir þá sem pæla ekki í þessu frá degi til dags,“ sagði Ásta Kristín. Mikilvægast finnst henni að fyrirtækin setji markmiðin á eigin forsendum frem- ur en að ríkið stígi inn í, þetta sé sjálfsprottið en ekki þvingað fyrir- komulag. Aðhald yfir árið Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Fyrirtækjunum býðst þjálfun á að- gengilegan hátt og verður lögð áhersla á að veita hana í öllum landshlutum á fjarfundaformi en ekkert formlegt eftirlitskerfi verður til staðar. Ferðaþjónust- an sýni sam- félagsábyrgð  130 fyrirtæki skrifa undir yfirlýs- ingu  Sjálfsprottið en ekki þvingað Morgunblaðið/Ómar Ábyrgð Erlendir ferðamenn taka myndir á klettabrún við Gullfoss. Markmið verkefnisins » Ganga vel um og virða nátt- úruna. » Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af hátt- vísi. » Virða réttindi starfsfólks. » Hafa jákvæð áhrif á nær- samfélagið. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Æðstu stofnanir Sjálfstæðisflokks- ins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið boðaðar til fundar í kvöld. Gert er ráð fyrir að kynna þar fyrir trúnaðarmönnum flokksins stjórnar- sáttmála og verkaskiptingu. Stjórn- arsamstarf flokkanna verður vænt- anlega kynnt opinberlega á morgun. „Við höfum verið að fínpússa orða- lag í stjórnarsáttmála,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í gærkvöldi þegar hann var spurður um stöðuna í viðræðum flokkanna. Hann sagði að komið væri samkomulag um skiptingu ráðu- neyta. Það yrði kynnt á þriðjudag, eins og stjórnarsáttmálinn. Komið í lokadrög Þingflokkur sjálfstæðismanna ræddi stöðuna í stjórnarmyndunar- viðræðunum á fundi sl. laugardag og þingflokkur Viðreisnar í gær. „Við fórum yfir drög að stjórnar- sáttmála. Hann er kominn í loka- drög,“ sagði Jóna Sólveig Elínar- dóttir, varaformaður Viðreisnar, síðdegis í gær. Hún tók fram að vinnunni væri ekki lokið. Við tæki formleg framkvæmd mála. Stjórn flokksins kæmi saman og síðan ráð- gjafarráð. Ræðir við þingmenn Flokksráð Sjálfstæðisflokksins, ráðgjafarráð Viðreisnar og stjórn Bjartrar framtíðar hafa verið boðuð til fundar á sama tíma í kvöld, klukk- an 20. Þar verður stjórnarsáttmáli og skipting ráðuneyta á milli flokk- anna kynnt og væntanlega einnig hverjir setjist í ráðherrastólana. Einhver hundruð fulltrúa eiga sæti í flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins en tugir í samsvarandi stofnunum hinna flokkanna. Ný ríkisstjórn tekur síðan við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum, eftir að sú gamla hefur hvatt. Samkvæmt hefð í Sjálfstæðis- flokknum ræðir formað- urinn við hvern einstakan þingmann flokksins áður en hann kynnir þing- flokknum tillögu sína um ráðherra og verk- efni þeirra. Ákvörð- unin er þingflokks- ins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægja Farið var yfir lokadrög að stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á fundi þingmanna Viðreisnar í gær. Ný ríkisstjórn kynnt í flokkunum í kvöld  Stjórnarsáttmáli í lokadrögum  Ráðuneytin mönnuð Bjarni Benediktsson og Bene- dikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vörðust í gær frétta af efnisatriðum stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar, skipt- ingu ráðuneyta og ráðherrum. Bjarni sagði að þetta yrði ekki kynnt fyrr en á þriðjudag. Það eina sem liggur ljóst fyrir er að Bjarni verður forsætis- ráðherra. Lausafréttir um aðra ráðherra, s.s. að Bene- dikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, setjist í stól fjármálaráðherra og að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, verði heilbrigðisráðherra, hafa ekki fengist staðfestar. Ekkert gefið upp um efni STEFNA OG RÁÐHERRAR Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.