Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Tilboðsverð aðeins 5.290.000. Sími 588 5300 – netbilar.is Sjö manna Dodge Grand Caravan Nýr og tilbúin til afhendingar Dodge Grand Caravan SXT F LEX Árgerð 2014 Verð aðeins 3 .390 Ný innfluttur to pp standi ekin 163.þ.km ný yfirfarin frá A-Ö. Sæti fa lla ofan í gólf. Útborgun frá 339.þ.kr. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Alvarleg ógn steðjar að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins vegna fyrir- hugaðrar lagningar tveggja nýrra háspennulína. Þetta fullyrða Hraunavinir og Náttúruverndar- samtök Suðvesturlands. Áformaðar háspennulínur eru í, um og innan við, tveggja kílómetra fjarlægð frá vatnsbólunum í Vatnsendakrikum og Kaldárbotnum og um fjögurra kílómetra fjarlægð frá Gvendar- brunnum. „Auðvitað leggur maður ekki svæðin þar sem vatn rennur í vatns- bólin okkar í hættu,“ sagði Ragn- hildur Jónsdóttir, sem situr í stjórn Hraunavina, í samtali við Morgun- blaðið. Á þriðjudaginn rennur út frestur til að senda athugasemdir til Hafnafjarðarbæjar sem fer fram á breytingar á aðalskipulagi til að ryðja framkvæmdinni braut. Lítið má út af bera Samtökin tvenn sendu bréf á alla kjörna fulltrúa viðkomandi sveitar- félaga. Í bréfinu segir að ljóst sé að öll olía og önnur mengandi efni sem berist til grunnvatns sunnan við brunnsvæðin munu berast í vatns- bólin fyrr eða síðar. „Ef einn af þessum stóru trukkum sem flytja möstrin fer á hliðina eða út af, þá lekur í gegn og það fer í vatnsbólin vegna þess að hraunið er svo gljúpt,“ sagði Ragnhildur. Brostnar forsendur Einnig er fullyrt að engin þörf sé á framkvæmdunum. Þegar fram- kvæmdin var kynnt í upphafi hafi verið gert ráð fyrir stórum álverum á Keilisnesi og í Helguvík auk stækkunar álversins í Straumsvík. Ekki hafi orðið af þessum áformum en þau voru forsenda þarfagrein- ingar um úrbætur á dreifikerfi raf- orku til Suðurnesja. Framkvæmd- irnar yrðu því sóun á almannafé og líklegt að almennir neytendur þyrftu að bera kostnaðinn með hækkun á rafmagnsverði. Landsnet hefur unnið að undir- búningi Suðvesturlínu um árabil. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að nú- verandi flutningskerfi raforku á Suðvesturlandi sé fullnýtt og á það verði ekki meira lagt til að anna spurn eftir raforku til skemmri tíma, hvað þá þegar til lengri tíma er litið. Þörf sé á annarri tengingu fyrir Suð- urnesin óháð sérstökum áformum um atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Telja ógn steðja að vatnsbólum  Umhverfissamtök leggjast hart gegn lagningu háspennulína yfir viðkvæman hluta vatnsverndar- svæða  Segja mengunarhættuna mikla  Telja enga þörf á framkvæmdum í ljósi forsendubrests Línulagnir yfir vatnsverndarsvæði Grunnkort/Loftmyndir ehf. Gvendarbrunnar og jaðar HAFNARFJÖRÐUR GARÐABÆR KÓPAVOGUR Fossvallaklif Vatnsendakrikar Kaldárbotnar Myllulækur Vatnsverndarsvæði Brunnsvæði Háspennulínur Mygludalir Máli sínu til stuðnings benda Hraunavinir á reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns, þar sem. segir m.a. um grannsvæði við vatns- ból: „Ekki skal leyfa nýjar byggingar, sumarbústaði eða þess háttar á svæðinu. Vega- lagnir, áburðarnotkun og önn- ur starfsemi innan svæðisins skal vera undir ströngu eft- irliti.“ Þá er einnig bent á að skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta eldhraun sérstakrar verndar og ekki má raska þeim nema brýna nauð- syn beri til. Línurnar eru hluti af stærri framkvæmd Landsnets sem ber nafnið Suðvesturlínur og kvað Héraðsdómur Reykjaness nýverið upp dóm um að um- hverfismat Suðvesturlínu væri haldið slíkum annmörkum að óheimilt hafi verið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á grundvelli þess, segir í bréfinu. Vísa til laga og dóms MÁLFLUTNINGURINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.