Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú vilt fá einhvers konar tryggingu
fyrir því að einhver samvinna muni ganga
upp. Hverju ertu bættari með því? Sýndu
sjálfum þér og náunganum þolinmæði.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er óþarfi að taka alla skapaða hluti
bókstaflega því það kallar bara á álag og ör-
væntingu. Vinur kemur þegar þú þarft ein-
mitt á honum að halda.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Stjörnurnar vilja endilega minna þig
á hvað þú vildir verða þegar þú yrðir stór.
Ekki vera sífellt að plokka af þér plásturinn og
kíkja á sárið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Af einhverri ástæðu langar þig að
gera eitthvað öðruvísi í dag, eitthvað sem er
frábrugðið þínum hversdagslegu venjum.
Ekki fara á taugum, veldu bara annan.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert viðkvæmur þessa dagana; jafn
brothættur og nýfætt barn og ekki fjarri guð-
dómnum. Fólk finnur enn sterkar fyrir tryggð
þinni þegar það eru hindranir á vegi ást-
arinnar, eins og nú.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það þýðir lítið að stinga við fótum
þegar allt er á fleygiferð í kringum þig. Papp-
írsvinna fer forgörðum og svo mætti lengi
telja.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlustaðu vel á þinn innri mann, þegar þú
veltir fyrir þér verkefnum dagsins. Blekkingin
gæti þó orsakast af mistúlkun af þinni hálfu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er hyggilegt að hafa augun
opin fyrir nýjum tækifærum. Mundu að á
byrjunarstigi getur hvert smáatriði haft þýð-
ingu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ný ást mun að líkindum kvikna í
lífi þínu á næstu dögum þó ekkert sé öruggt í
heimi hér. Ekki taka það ýkja nærri þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert svoddan bjartsýnismaður,
að þú sérð lífið í framtíðinni innihalda það
sem þig langar í, og án allra leiðinda. Auk
þessa eru aðrir tilbúnir til að veita þér þá að-
stoð sem þú þarfnast.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér hefur gengið vel í öllum fram-
kvæmdum undanfarið og engin fyrirsjáanleg
hindrun í vegi. En ástæðulaust er að prófa
þau á hverjum degi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu ekkert að velta þér upp úr því
hvort samstarfsmenn þínir eru karlar eða
konur. Til allrar hamingju eru áætlanir um
aukna fjáröflun einnig að ganga eftir.
ÍVísnahorni á föstudag var stakaeftir Gústa Mar. og var tilefnið
fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Prestur
barði Hallgrím.“ Bjarki Karlsson
brá á leik á Leir: „Við Matti Jokk
slógum í þessa saman: (Matti sá um
ofstuðlunina)
Atburð sé ég anda mínum nær,
enda gerðist hann í fyrragær;
Inn í háan kirkuturn ég treð,
töturmaður stynur þar á beð.
Maðkur og ei maður sýnist sá.
Sár og kaun og benjar holdið þjá,
Blinda hvarma baða sollin tár,
bylja lætur högg þar klerkur flár.
Til hvers viltu, prestur, pynta hart
píslarmynd sem anda dregur vart,
sem aðframkominn hásum hrygluróm
hóstar, löngu rændur klukknahljóm?
Sóknarklerkur, Sigurður minn kær!
Svei þér meðferð sú er skáldið fær!
Landins niðjar lengi munu klerk
lasta fyrir drottins níðingsverk.“
Undirskriftin : „Bjarki og Matti.
P.s. Við Matti biðjum síra Sigurð
forláts á kerskninni. En óneitan-
lega stóð hann vel til höggsins.“
Hagyrðingar velta stjórnarmyndun
fyrir sér. Ólafur Stefánsson reið á
vaðið og talar um „óæri“:
Árið byrjar ekki vel,
ógæftir og flensa,
en sýnu verra samt ég tel,
að semja’um Stjórn við Bensa.
Bjarki Karlsson bætti við:
Árið boðar okkar hag,
eygist hvorki stopp né
stans á okkar styrka hag
þó stjórnað sé með – Bensa.
Ármann Þorgrímsson:
Þó tapast hafi topp vé
og traust á Framtíð stopp sé,
kannski engan kopp né
kamar þurfi Proppé.
En áður hafði FriðrikStein-
grímsson skrifað: „Ketill Skrækur
sagði við Skugga-Svein: „Ég verð
þér fylgispakur og held kjafti.“
Flokkur bjartrar framtíðar
í fáu held sér beiti,
fer í vasa viðreisnar
vel að þessu leyti.“
Ármann Þorgrímsson veltir fyrir
sér örþrifaráðinu, – „á leið í mynda-
töku…“:
Allt fer þetta á einhvern veg,
örlög mun ei flýja
en kennitölu kannski ég
kaupa ætti nýja.
Vel fer á því að rifja upp stöku
eftir Matthías Jochumsson í lokin:
Hver, sem á himneska auðinn,
frá honum stelur ei dauðinn;
þó eigi hann ekki á sig kjólinn
er hann samt ríkari en sólin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Matta Jokk og hagyrðingum
Í klípu
AÐ BRJÓTAST Í GEGNUM GLERÞAKIÐ
VAR NÁKVÆMLEGA EINS OG HÚN HAFÐI
ÍMYNDAÐ SÉR ÞAÐ – OG ÞESS VEGNA
GEKK HÚN ALDREI Í PILSI.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SKO, UM LEIÐ OG
EINMENNINGSHERBERGI LOSNAR,
MUNT ÞÚ FÁ ÞAÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gera skrítna
hluti saman.
FYRIRGEFÐU
EF ÉG ER OF
ÞREYTANDI
EKKI BULLA,
ÞÚ ERT ALVEG
MÁTULEGA
ÞREYTANDI
HELGA, ÞETTA
HLÝTUR AÐ VERA SÚ
ALVERSTA MÁLTÍÐ
SEM NOKKUR HEFUR
REITT FRAM Í SÖGU
MANNKYNS!
HVERS
VEGNA ERTU
ÞÁ AÐ BORÐA
HANA?
ÉG VILDI EKKI SÆRA
TILFINNINGAR
ÞÍNAR!
Í bókinni Baugabrot frá árinu 1957eru stuttir kaflar teknir úr ýmsum
ritum Sigurðar Nordals prófessors,
sem lungann úr 20. öldinni var allt-
umlykjandi í íslenskum bókmennt-
um. Var kallaður „meistari íslenskrar
menningar“ og sæmdarheitin voru
víst fleiri. „Okkur meðalmennina
sundlar að vonum við að horfa á feril
margra hálftruflaðra gáfnaljósa eða
stórhvela atvinnulífs og stjórnmála,“
segir í einum kafla bókarinnar. Svona
komast aðeins snillingar að orði og
það var Nordal svo sannarlega, hvort
sem hann skrifar um fornsögurnar,
stórskáld eða heimspeki.
x x x
Margir henda gaman að íslenskumþjóðsögum, telja þær vera
þvælu og sjálfsagt eru þær það að
stórum hluta. Sigurður Nordal mun
þó hafa sagt að ekkert skyldi af-
skrifa, einfaldar draugasögur, hvað
þá merkilegri frásagnir, hefðu alltaf
ákveðinn boðskap og í þeim fælist
sannleikskorn. Með þau skilaboð í
huga gluggaði Víkverji í bókina Ís-
lenskar þjóðsögur sem kom út árið
2014. Þar eru á síðum Djákninn á
Myrká, Gissur í Botnum, Bakka-
bræður í Svarfaðardal, Þorgeirsboli
og Loðinbarði svo nefndar séu
nokkrar sögupersónur sem valdar
voru í þessa bók af Jóhannesi Bene-
diktssyni og föður hans, Benedikt Jó-
hannessyni, formanni Viðreisnar og
væntanlegum ráðherra að ætla verð-
ur.
x x x
Margt rifjast upp þegar gluggað erí bókina Læknir á vígvelli. Þar
segir frá Gísla H. Sigurðssyni lækni
sem varð innlyksa í Kúveit þegar
Írakar réðust inn í landið í ágúst 1990
sem aftur leiddi af sér innrás Banda-
ríkjamanna með Flóabardaga í jan-
úar 1991. Lýsingarnar svo sem á því
þegar losa skyldi Íslendinginn úr
prísundinni eru fróðlegar. Þar létu
forseti Íslands og forsætisráðherra
til sín taka og fengu til liðs við sig
ekki minni menn en Hussein Jórd-
aníukonung og Jasser Arafat, leið-
toga Palestíumanna. Það var þó Jó-
hanna Kristjónsdóttir blaðamaður
sem á endanum frelsaði Íslendinginn,
Gísla gísl eins og hann var stundum
kallaður. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að Mannssonurinn er kominn að
leita að hinu týnda og frelsa það.
(Lúk. 19:10)
LEYNIVOPN.IS
HVERNEINASTADAG
FRÁÞVÍ AÐÉG
MANEFTIRMÉR
„
ALFREÐ FINNBOGASON
LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
“