Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Danski læknaprófess- orinn og heiðursfélagi Læknafélags Íslands, Povl Riis, lést í Kaup- mannahöfn 2. janúar sl. Hann var nýlega orðinn 91 árs, var fæddur 28. desember 1925. Povl Riis var sér- fræðingur í melting- arsjúkdómum og um árabil yfirlæknir og prófessor á Gentofte- og síðar Herlev-sjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn. Fyrir utan starf við sér- fræðigrein sína sinnti Povl Riis margs konar verkefnum á sviði læknisfræðilegra rannsókna og siðfræði á því sviði. Hann var aðal- ritstjóri danska læknablaðsins um árabil, sat í ritstjórn norræna læknablaðsins Nordisk Medicin, var formaður vísindasiðanefndar Dan- merkur og sat í svonefndum Van- couver-hópi sem er alþjóðlegur vett- vangur ritstjóra læknatímarita. Kringum 1970 fór Povl Riis fyrir hópi danskra starfsbræðra sinna sem héldu námskeið fyrir íslenska lækna í samvinnu við Læknafélag Íslands. Áttu danska lækna- félagið og það íslenska upp frá því í náinni samvinnu um margs konar fræðslustarf og námskeiðahald. Þá átti hann þátt í að koma á samstarfi ís- lenska Læknablaðsins og útgáfufélags danska læknafélags- ins og var Læknablað- ið um nokkurra ára skeið prentað hjá danska forlaginu. Einnig átti Povl Riis sinn þátt í að Danir styrktu uppbyggingu húss Bjarna Pálssonar landlæknis á Sel- tjarnarnesi. Povl var kjörinn heið- ursfélagi Læknafélags Íslands árið 1978 og var sæmdur fálkaorðunni árið 2012. Kona hans, Else, sem var kennari, lést árið 1997 og eignuðust þau fjög- ur börn. Povl Riis verður jarðsung- inn frá Skovshoved-kirkju í Kaup- mannahöfn föstudaginn 13. janúar nk. Andlát Povl Riis Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Skotið var á lögreglumenn úr línubyssu í mót- mælunum á Austurvelli í byrjun árs 2009, í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þetta kemur fram í grein lögreglumannsins Runólfs Þórhallssonar, en hún birtist í nýjasta hefti Lögreglublaðsins. Runólfur rifjar upp hvernig mótmælin komu við þá lögreglumenn sem stóðu vörð. „Við lögreglumenn sem vorum á Austur- velli sáum fullt af fyrirmyndarborgurum sem vildu mótmæla friðsamlega. Fámennan hóp sem kom í öðrum erindagjörðum jafnvel grímuklæddan.“ Góðkunningjar lögreglu hafi síðan mætt enda hafi þeir séð þarna tækifæri. Grjót, flugeldar og línubyssa Runólfur segir ýmsu hafa verið beitt gegn lögreglunni, en mótmælendur köstuðu hlutum að lögreglumönnum og í Alþingishúsið. „Talsverð umræða varð um þær send- ingar sem innihéldu mannlegan úrgang, marg- ir töldu þar botninum náð. En fleira flaug um loftið. Þetta var skömmu eftir áramót og litlum púðursprengjum, unnum úr flugeldum og tívolíbombum, var varpað að lögreglunni,“ segir í greininni og kemur þar fram að það hafi tekið andlega á lögreglumenn, en grjóti var einnig kastað að lögreglu. „Fyrir utan grjótkastið var einnig skotið á lögreglumenn úr línubyssu sem hafði senni- lega verið stolið úr einhverjum bátnum við höfnina. Línuhylkið lenti á steinveggnum á norðurhlið nýju byggingarinnar en þar fóru mestu átökin fram. Þetta voru alvöru óeirðir.“ Runólfur lýsir síðan framgöngu ungs fólks í garði Alþingis þar sem lögreglumenn reyndu að reka fólk frá byggingunni. Ungt fólk skælbrosandi „Smátt og smátt fjölgaði í liði lögreglu- manna og náðist að lokum að mynda línu á ská yfir garðinn. Þá loksins náði maður aðeins að kasta mæðinni og líta yfir hópinn. Kom í ljós að meirihlutinn var ungt fólk, kannski 15 til 19 ára. Vel klætt ungt fólk, þó ekki afmyndað af bræði í framan, heldur velflest skælbrosandi. Ekki með verðtryggt húsnæðislán á bakinu. Sennilega að skrópa í málfræði í MR. Ekki það að það sé skilyrði fyrir þátttöku í óeirðum að vera með verðtryggt lán. Það er ekki held- ur skilyrði fyrir þátttöku að vita hverju maður er að mótmæla,“ segir Runólfur. „Smám saman fjölgaði þó fólkinu sem var afmyndað af bræði í framan. Það svona létti á spennunni. Það var umhverfi sem maður átti von á, var þjálfaður til að takast á við og vissi hvernig átti að höndla. Hin upplifunin var óskiljanleg og súrrealísk.“ „Það er illskiljanlegt hvernig fólk fær sig til að kasta kurteisi og mannasiðum út um gluggann þegar það sér lögreglumenn í óeirðabúningi og kasta í staðinn hverju sem er í átt að manneskju af holdi og blóði og sam- borgara sínum. En um þetta hafa fé- lagsfræðingar skrifað bækur og ritgerðir. Illa innréttaðar manneskjur í hóp geta verið til- búnar að varpa persónulegri ábyrgð á gjörð- um sínum yfir á hópinn. Fræðiheitið er múg- æsing. En afleiðingarnar í óeirðum hafa heiti líka; ofbeldi og skemmdarverk,“ segir í grein Runólfs. Skutu að lögreglunni úr línubyssu  Lögreglumaður rifjar upp mótmælin árið 2009  Ógnað með flugeldum og línubyssu  Ungt fólk tók þátt á öðrum forsendum en aðrir  Góðkunningjar lögreglunnar sáu tækifæri í mótmælunum Morgunblaðið/Júlíus Mótmæli Þúsundir manna kröfðust þess að ríkisstjórnin viki í kjölfar bankahrunsins 2008. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.