Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Fjórir eru látnir og minnst 15 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að ökumaður flutningabíls ók bíl sínum í gegnum mannþröng í Jerúsalem í gær. Roni Alsheich, lögreglustjóri ísraelsku lögregl- unnar, segir að um hryðjuverka- árás hafi verið að ræða en öku- maður flutningabifreiðarinnar hafi látið til skara skríða þegar ísr- aelskir hermenn gengu út úr rútu við götuna Armon HaNatziv sem er vinsæl göngugata nálægt gamla borgarhluta Jerúsalem. Haft er eftir ökumanni rútunn- ar, sem hermennirnir komu út úr, á BBC að ökumaður flutningabíls- ins hafi keyrt á fullri ferð á hóp hermanna og síðan bakkað yfir fórnarlömb sín. Aðrir hermenn á svæðinu skutu bílstjóra flutninga- bílsins til bana, að sögn lögreglu og fólks sem varð vitni að atburð- inum. Abdul-Latif Qanou, talsmaður Hamas-samtakanna, sem Evrópu- dómstóllinn segir að ekki megi skilgreina sem hryðjuverkasam- tök, segir að þau fagni árásinni. Kallaði hann árásina hetjudáð og hvetur aðra Palestínumenn til frekari mótspyrnu gegn Ísrael. Frá því um miðjan október hafa 35 Ísraelar verið drepnir í hnífa- og skotárásum. Þá hafa 200 Pal- estínumenn látið lífið í átökum við ísraleska hermenn og lögreglu. Fréttaritari BBC í Jerúsalem segir að árásum hafa fækkað undanfarið en árásin í gær geti leitt til frekari átaka. Ók á og bakkaði yfir fórnarlömb sín AFP Ofbeldi Flutningabifreið var ekið á hóp fólks við göngugötu í Jerúsalem.  Hryðjuverkaárás í Jerúsalem  Hamas-samtökin fagna árásinni og hvetja til frekari andstöðu gegn Ísrael  Þrjár konur og einn karlmaður létu lífið í árásinni  Að minnsta kosti fimmtán manns særðust Töluverður snjór hefur fallið í borginni Sam- michele di Bar, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að borgin er mjög sunnar- lega á Ítalíu. Nokkurn veginn þar sem hællinn byrjar, ef litið er til þess að Ítalía er nokkurn veginn í laginu eins og stígvél. Kaldar lægðir ganga nú yfir Evrópu og hafa 23 látið lífið víða í álfunni vegna kuldans, m.a. í Póllandi, Ítalíu, Búlgaríu og Rússlandi. AFP Snjór fellur í suðurhluta Evrópu Netárásum hefur farið ört fjölg- andi í Frakklandi síðastliðin þrjú ár og stafar inn- viðum samfélags- ins alvarleg ógn af slíkum árás- um, að sögn varnarmála- ráðherra lands- ins. Frakkar segjast hafa orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum í 24.000 netárásum á síðasta ári. Varnarmálaráðherra Frakk- lands, Jean-Yves Le Drian, segir fjölda slíkra árása tvöfaldast á hverju ári og að forsetakosning- unum, sem fram fara þar í landi á þessu ári, gæti stafað hætta af slík- um árásum. Netárásum fjölgar í Frakklandi  Óttast netárásir í kosningabaráttunni Jean-Yves Le Drian Sjúkraflutningamaðurinn Ya- kov Kaminetzk segir aðkom- una hafa verið hryllilega. „Þegar ég kom á vettvang sá ég nokkra vegfarendur sem höfðu verið keyrðir niður af stórum vöruflutningabíl ná- lægt Armon Hanatziv- göngugötunni. Einhverjir veg- farendanna voru meðvitundar- lausir og fastir undir bílnum,“ segir hann. Ljót aðkoma SJÚKRAFLUTNINGAR Stjórnvöld í Kostaríku hafa lýst yf- ir neyðarástandi í landinu, en öskugos frá eldfjalli í landinu hefur valdið frestunum á millilanda- flugferðum og ógnar öryggi íbúa höfuðborgarinnar. „Síðustu daga hefur eldfjallið Turrialba gosið ítrekað, með stöð- ugu öskufalli,“ segir í yfirlýsingu frá almannavörnum landsins. Neyðarástandið gildir um höfuð- borgina San Jose og aðrar borgir í nágrenninu. San Jose er um 36 kílómetra frá eldfjallinu, sem er í 3.432 metra hæð yfir sjávarmáli. Aska frá eldfjallinu hefur þannig fokið með vindi til borgarinnar og annarra bæja, meðal annars Her- edia, Cartago og Alajuela, þar sem helsti alþjóðaflugvöllur landsins er. Fólk sem er úti við er beðið um að vera með sérstök hlífðargler- augu og í fatnaði sem ver húð og öndunarfæri. Jarðfræðistofnun Kostaríku seg- ir skjálftavirkni undir eldfjallinu vera sífellt að aukast. AFP Eldfjall Aska frá eldfjallinu Turrialba fellur á nærliggjandi byggð. Lýst yfir neyðar- ástandi í Kostaríku  Stöðugt öskufall frá Turrialba

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.