Morgunblaðið - 09.01.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Neytendamálin mættu hafa meira vægi í umræðunni. Verk- efnin á þessum vettvangi eru endalaus og með einföldun má segja að þau snúist í grunninn um að fólk fái upplýsingar um vörur og þjónustu og geti þann- ig tekið upplýstar ákvarðanir og að tryggja ákveðna neyt- endavernd,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neyt- endasamtakanna á Akureyri. „Það hefur víða náðst árangur en þá tekur bara eitthvað annað við. Einu sinni voru Neytenda- samtökin að berjast fyrir ein- hverju jafn sjálfsögðu og að matvörur væru með innihalds- lýsingu og að ekki væri verið að selja neytendum óætar kart- öflur. Merkingar eru orðnar betri, þótt enn vanti vissulega upp á, og kartöflurnar í allt öðrum gæðaflokki. Núna erum við kannski uppteknari af því að upplýsa um uppruna mat- væla og hvaða efni þetta eigin- lega eru sem vissulega eru á innihaldslýsingunni. Eftir hrun var ýmislegt gert til að bæta neytendavernd á fjármálamark- aði og það mjakast í rétta átt vonandi. Það gengur samt of hægt og til dæmis finnst mér skrítið hvað við virðumst eiga erfitt með að setja hömlur á smálánafyrirtækin sem bjóða auðvitað bara okurlán.“ Afskipt í stjórnkerfinu Neytendasamtökin opna á næstu dögum skrifstofu á Ak- ureyri og hafa ráðið Brynhildi til að veita starfseminni þar for- stöðu. Þarna er hún í raun að taka við gamla starfinu sínu, sem hún gegndi um nokkurra ára skeið og fram til ársins 2013 að hún var kjörinn til setu á Alþingi fyrir Bjarta framtíð. Verkefnin í neytendastarfinu á næstunni segir hún verða fjöl- breytt. Sitt verði meðal annars að sjá um Neytendablaðið, og sinna ýmsum öðrum verkefnum. „Þingmennskan var lær- dómsrík og þar sá ég meðal annars hvað neytendamál al- mennt eru afskipt í stjórnkerf- inu. Á mörgum sviðum eru reyndar lög og reglur sem tryggja réttindi neytenda þótt alltaf þurfi að gera betur en vandamálið er oft ekki síður skortur á eftirfylgni með lög- unum. Við verðum til dæmis að geta treyst því að eftirlitið gómi þá sem ekki fylgja lögum og reglum,“ segir Brynhildur. „Brúneggjamálið er eflaust nýj- asta dæmið um slíkt. Og í því sambandi má minna á að Neyt- endasamtökin höfðu í áratug kallað eftir því að þessi vist- væna merking yrði aflögð en á það var ekki hlustað. Stjórnvöld ættu auðvitað að leggja við hlustir þegar Neytendasamtökin hefja upp raust sína og tryggja að samtökin eigi alltaf fulltrúa við borðið þegar málefni neyt- enda eru annars vegar. Þá finnst mér alveg merkilegt hvað samtökin hafa í gegnum tíðina fengið lága styrki frá ríkinu. Vissulega reka samtökin sig að mestu á félagsgjöldum og þann- ig á það að vera en stuðningur ríkisins skiptir máli.“ Umhverfis- og neytenda- mál fléttast saman Þótt stofnanir og samtök gegni mikilvægu hlutverki í neytendamálum segir Brynhild- ur að neytendur þurfi að halda vöku sinni og gera athugasemd- ir ef svo ber undir. „Já, vænt- anlega er ég nokkuð kröfu- harður neytandi sem spyr og lætu sér ekki standa á sama. Ég er frekar upptekin af verð- merkingum, það er svo mikið grundvallaratriði að þær séu í lagi. Ég horfi mikið í mæliein- ingaverðið sem segir til um verð á kíló, lítra eða stykkja- verð. Það pirrar mig ef þessar upplýsingar sem seljendum er skylt að veita liggja ekki fyrir. Raunar lagði ég fram mál á Al- þingi um að mælieiningarverð ætti að sýna á gulum grunni eins og gert er í Svíþjóð. Það náði ekki fram að ganga en var þó tilraun í að koma málinu á dagskrá. En svo gildir líka fyrir almenna neytendur að standa alltaf á sínum rétti og spyrja spurninga en líka hafa orð á því þegar vel er gert.“ Umhverfismál eru í deiglu dagsins svo sem það að ganga sparlega að öllu svo jafnvægi náttúrunnar raskist ekki. Í því sambandi nefnir Brynhildur að Neytendasamtökin hafi í gegn- um tíðina vakið athygli á þeim umhverfisáhrifum sem neyslan veldur enda fléttast umhverfis- og neytendamál saman og áhrif- in koma víða fram. „Við berum ábyrgð sem neytendur og mörg umhverfisváin er vegna ágangs okkar á jörðina. Neytendur þurfa að vera upplýstir um þessi áhrif. Það er svo margt sem við getum gert og það furðar mig hvað við erum kom- in stutt á mörgum sviðum. Að við séum til dæmis árið 2017 að urða lífrænan úrgang í stað þess að senda hann allan í moltugerð er út í hött.“ Brynhildur Pétursdóttir af Alþingi og aftur í neytendamálin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heima „Ég er nokkuð kröfuharður neytandi,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir. Með henni á myndinni er kötturinn Snúður. Neytendur haldi vöku sinni  Brynhildur Pétursdóttir er fædd árið 1969. Er menntuð í innanhússhönnun, tungu- málum, verkefnastjórnun og leiðsögn.  Leiðsögumaður í mörg sum- ur. Starfaði hjá Neytenda- samtökunum um árabil, m.a. sem ritstjóri Neytendablaðs- ins. Safnstjóri Nonnahúss 2002-2008. Alþingismaður 2013-2016. Hver er hún? Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ríflega sextugur karlmaður á Austur- landi hefur verið dæmdur til að greiða 160 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir ólöglega framleiðslu á áfengi og 710 þús- und krónur í sakarkostnað. Ákærða var gefið að sök að hafa fram- leitt 95 lítra af áfengi, með 13-15% áfeng- isinnihaldi, sem fannst við húsleit lög- reglu hjá honum. Ætlaði að búa til ávaxtasafa Ákærði kvaðst hafa tínt ber sumarið 2014 og síðan saftað þau og sett á kúta um haustið, annaðhvort í september eða október. Af trassaskap hefði dregist að útvega flöskur og flytja vökvann yfir á þær. Saftgerðin hefði farið fram eftir gamalli uppskrift og kvaðst ákærði ekki vita betur en að um hefðbundna upp- skrift og framleiðsluaðferð við saftgerð væri að ræða, en þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hann bjó sjálfur til saft. Hann hefði blandað saman vatni, berjum og sykri og lagt blönduna í ílát þau sem fundust við húsleitina. Ákærði neitaði að hafa bætt við vökvann íblöndunarefnum sem ætluð væru til áfengisframleiðslu. Hann kvaðst ekki þekkja neitt til áfengisframleiðslu og hafnaði því alfarið að til hefði staðið að búa til áfengan vökva, heldur berjasaft sem ætluð væri jafnt börnum sem fullorðnum. Áfengi í öllum sýnum Í matsgerð Rannsóknastofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði kemur fram að fjögur vökvasýni sem borist hafi til rannsóknar frá lögreglunni hafi öll innihaldið áfengi. Er öllum sýnunum lýst sem rauð- brúnum, gerjandi vökva og eitt sýnið sagt að öllum líkindum innihalda berja- hrat. Magn etanóls m.v. rúmmál hafi reynst 14% í fyrsta sýninu, 15% í öðru sýninu, 14% í þriðja sýninu og 13% í fjórða sýninu. Dýrasti ávaxtasafi landsins?  „Safi“ á Austurlandi reyndist áfengur og safagerð því brot á áfengislögum Drykkur Áfengi eða berjasafi? Morgunblaðið/Skapti Allir íbúar á Akureyri, Hrísey og Grímsey fá sent dagatal fyr- ir árið 2017 en það eru for- varna- og félags- málaráðgjafar Akureyrarbæjar sem standa að út- gáfunni. Mark- mið dagatalsins er að hvetja fjöl- skyldur til uppbyggilegrar sam- veru og búa til samtal um menn- ingu fjölskyldna. Einnig að vekja athygli á að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. „Við berum öll ábyrgð sem samfélag,“ segir m.a. í tilkynningu. Akureyringar fá dagatal frá bænum Dagatal Hvernig verður árið 2017? Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Meðgöngusykursýki hefur marg- faldast á Íslandi frá aldamótum. Ekkert lát virðist vera á þróuninni, en sjúkdómnum geta fylgt ýmsir kvillar, bæði fyrir móður og barn. Þó að stuðningur á meðgöngu sé góður er óljóst hvernig eftirfylgni fæð- ingar er háttað hér á landi. Bryndís Ásta Bragadóttir ljós- móðir er að skrifa meistararitgerð um meðgöngusykursýki og eftir- fylgni eftir fæðingu. Til að gera sér grein fyrir umfangi þessa sjúkdóms hefur hún aflað upplýsinga um tíðni hans frá heilbrigðisstofnunum. Í ljós kom að tíðnin hefur margfaldast frá árinu 2002, úr 2,4% kvenna upp í 9,6% árið 2015 og tölur frá fyrstu sex mánuðum síðasta árs gefa til kynna að tíðnin fari yfir 10%. Greinist kona með meðgöngu- sykursýki er hún í hættu á að grein- ast með sykursýki síðar á lífsleiðinni en talið er að allt að 50% kvenna sem greinst hafa með meðgöngusykur- sýki fái sykursýki af tegund tvö inn- an tíu ára ef ekkert er gert. Sjúk- dómurinn er algengari hjá konum, sem eiga ættingja með sykursýki og eru í ofþyngd. Eftirfylgni ábótavant „Konur sem greinast með sykur- sýki eru flestar komnar með skaða á æðakerfi þegar þær greinast og þess vegna er svo mikilvægt að nýta með- göngusykursýki sem skimun,“ sagði Bryndís Ásta í samtali við Morgun- blaðið. Samkvæmt ráðleggingum al- þjóðastofnana er lagt upp með að konur mæti árlega til heimilislæknis en óljóst er hvernig því er háttað í ís- lensku heilbrigðiskerfi „Ég þekki dæmi um að konur hafi þurft að leggja hart að heilsugæsl- unni til að fá mælingu á blóðsykri ár- lega. Þær eru spurðar hvort þær séu með einhver einkenni en markmiðið er að grípa inn í áður en einkenni koma fram,“ sagði Bryndís. Margfaldast frá aldamótunum  Meðgöngusykursýki æ algengari Sjúkdómur Öri vöxturinn er áhyggjuefni og krefst athugana. Meðgöngusykursýki » Greiningarskilmerkjum í mælingu var breytt árið 2012 en það skýrir ekki öran vöxt fyrir og eftir breytinguna. » Getur haft alvarlegar afleið- ingar, til dæmis vansköpun og þróun hjartasjúkdóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.