Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Neyðarbrautin er á sínum staðá Reykjavíkurflugvelli. Það er ekkert að henni og það er eng- inn vandi að lenda á henni, en það má ekki.    Samfelldurmargra ára hamagangur í litla sértrúarsöfnuð- inum sem telur að flugvöllur í Vatns- mýrinni sé þjóðar- böl hefur orðið til þess að búið er að loka einni flugbraut Reykjavíkur- flugvallar. Þar með hefur verið dregið úr nýtingu vallarins en einhverjum þeim sem berjast gegn honum líður víst betur að völlurinn geri minna gagn en áð- ur.    Borgaryfirvöld og aðrir semhamast gegn vellinum draga iðulega fram tölur um nýtingu þegar neyðarbrautin er nefnd og telja hana litlu bæta við, aðeins fáeinum prósentum.    Það kann að virðast lítilfjörlegtog nánast aukaatriði, en litl- ar prósentur skipta stundum miklu máli.    Þetta hefur komið glöggt í ljósá síðustu dögum þegar í tví- gang hefur komið upp að ekki var unnt að fljúga með sjúkling frá landsbyggðinni til Landspít- alans, því að neyðarbrautina mátti ekki nota.    Þetta er algerlega óverjandi oghlýtur að verða kippt í lið- inn. Á morgun er ætlunin að fram fari umræða um neyðar- brautina í borgarstjórn að frum- kvæði Framsóknar og flugvallar- vina. Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða afstöðu borgarstjórinn og meirihluti borgarstjórnar taka. Neyðarleg lokun STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 2 snjókoma Nuuk -15 léttskýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló -7 skýjað Kaupmannahöfn -1 þoka Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 1 þoka Brussel 4 þoka Dublin 11 skýjað Glasgow 9 alskýjað London 10 þoka París 7 þoka Amsterdam 5 þoka Hamborg 1 þoka Berlín -2 þoka Vín -5 léttskýjað Moskva -21 þoka Algarve 15 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 14 léttskýjað Róm 1 heiðskírt Aþena 0 léttskýjað Winnipeg -20 alskýjað Montreal -20 þoka New York -7 snjókoma Chicago -13 heiðskírt Orlando 6 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:07 16:04 ÍSAFJÖRÐUR 11:43 15:38 SIGLUFJÖRÐUR 11:28 15:19 DJÚPIVOGUR 10:44 15:26 Rúta fór út af veginum við Mosfells- heiði sl. laugardagskvöld. Um 40 manns voru um borð en einungis þurfti að flytja tvo á sjúkrahús vegna minni háttar meiðsla, sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ferðaþjónustufyrirtækið sendi aðra rútu á staðinn og héldu aðrir farþegar áfram ferð sinni. Þetta er ekki fyrsta rútuslysið þarna en í lok síðasta árs urðu tvö rútuslys með skömmu millibili. Fólksflutningum að vetri til hefur fjölgað töluvert í kjölfar fjölgunar ferðamanna, sem búist er við að verði meira en tvær milljónir á árinu. Rúta lenti utan veg- ar á Mosfellsheiði „Þetta hefði getað verið farþega- flugvél með 50 manns um borð,“ segir Gísli Gíslason þyrlu- flugmaður en þegar hann var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli í síðustu viku var dróna flogið í veg fyrir þyrluna hans. Gísli segir að sér hafi brugðið mikið enda hefði þetta getað farið mjög illa. Atvikið var strax tilkynnt til lögreglu en ekki er vitað hver eigandi drónans er. Dróni flaug fyrir þyrlu í lendingu Drónum fjölgar í umferð. Gunnar Bragi Sveinsson, sjáv- arútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur skipað starfshóp til að móta hvernig betur megi koma upplýsingum um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla úr dýraríkinu á framfæri við neytendur. Starfshópurinn á að skila tillögum fyrir 1. mars nk. Skipar starfshóp um sýklalyfjanotkun Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.