Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Forsvarsmenn fyrirtækisins Disney funda í Los Angelse í næstu viku um hvernig best sé að bregðast við and- láti Carrie Fisher sem leikið hefur Leiu eða Lilju prinsessu frá upphafi Stjörnustríðsmyndanna fyrir fjöru- tíu árum. Samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian koma ýmsar leiðir til greina, s.s. að um- skrifa handrit væntanlegra mynda umtalsvert og nýta tölvutæknina. Tökum með Fisher fyrir kvik- myndina Star Wars: Episode VIII var lokið þegar leikkonan lést 27. desember, en áætluð frumsýning er fyrir næstu jól. Meðal atriða sem búið var að taka voru endurfundir Lilju við Loga Geimgengil, sem Mark Hamill leikur, og Kylo Ren, son Lilju sem Adam Driver leikur. Heimildir herma að Lilja hafi átt að gegna stóru hlutverki í níundu kvikmynd seríunnar, sem fara átti í tökur 2018 og frumsýna um jólin 2019. Colin Trevorrow, leikstjóri ní- undu myndarinnar, mun funda með framleiðandanum Kathleen Ken- nedy um nauðsynlegar breytingar á handriti myndarinnar sem mun mögulega kalla á breytingar á átt- undu myndinni sem Rian Johnson leikstýrir. Stjörnustríðsgengið Hans Óli, Loðinn, Logi Geimgengill og Lilja prinsessa. Hvert verður framhaldið án Lilju? Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Sýningum lýkur í febrúar! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Þri 10/1 kl. 20:00 Fors. Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 11/1 kl. 20:00 Frums. Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Salka Valka (Stóra svið) Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 hafi um sig, hvort sem það snertir útlit, félagslíf eða afþreyingu. „Og svo erum við núna að sjá vaxa úr grasi kynslóð sem er hreinlega með allt sitt líf á internetinu og mynda- vélina framan í sér allan daginn.“ Hin fullkomna stund En hvernig stendur þá á því að úr varð að nota brúðkaup sem út- gangspunkt í verkinu? Gígja segir að eftir að hafa samið flestar sen- urnar fyrir verkið hafi enn verið eft- ir að finna hina fullkomnu umgjörð. Það var svo í lok sumars að þær voru staddar í brúðkaupi vina sinna og fengu þá hugmynd að hafa ramma verksins brúðkaup og brúð- kaupsveislu. Lýsir Guðrún því hvernig þær áttuðu sig á því í brúð- kaupsathöfninni að brúðkaup væri í rauninni hin fullkomna stund í lífi fólks. Þeim fannst því tilvalið að hafa alvöruhjónavígslu í verkinu og fá til liðs við sig pör sem langaði til að gifta sig. Gígja og Guðrún Selma auglýstu eftir pörum sem væru fáanleg til að taka þátt í sýningunni og gáfu þrjú pör sig fram. Hver sýning hefst á því að eitt paranna er gefið saman í alvöru og lagalega bindandi athöfn. „Það skipti okkur miklu máli að hjónavígslan væri ekki leikin, og hefja sýninguna á að fanga þetta ósvikna augnablik,“ segir Gígja og bætir við að þó að viss ádeila felist í verkinu sé alls ekki verið að gera lít- ið úr hjónavígslu og upplifun par- anna. Áhorfendur og þátttakendur Nýbökuð hjónin eru síðan áhorf- endur í „veislunni“ sem tekur við í Tjarnarbíói. „Áhorfendur munu bæði sitja við veisluborð á sviði sem og í áhorfendasal, þannig þeir eru einnig virkir þátttakendur í verkinu sem veislugestir. Tíu manns taka einnig þátt í sýningunni í hlutverki þjóna og sjá til þess að veislan fari vel fram. Hinar ýmsu senur munu svo spretta upp í gegnum veisluna þar sem viðfangsefnið, hin full- komna manneskja verður skoðað.“ Markmiðið er að hrista upp í áhorfendum, „og vekja til umhugs- unar um þessa leit okkar að full- komnun bæði hjá okkur sjálfum og öðrum. Við viljum vekja athygli á þessum samfélagslega þrýstingi sem á sér stað og hvað þessi hug- mynd um fullkomnun er í raun fjar- stæðukennd og einsleit“. fullkomnun Ádeila Árið 2015 sýndu Guðrún og Gígja verk sem fjallaði um megrunarkúra. Frá æfingu á nýja verkinu. Samstillt Tíu „þjónar“ sjá til þess að „veislan“ gangi vel fyrir sig. Hvert smáatriði hefur verið skipulagt. Eftir að Gígja fór í nám vestanhafs tók hún upp á því að gera tilraun á Instagram sem hún segir hafa verið eins konar upphitun fyrir sýninguna í Tjarnarbíói. „Ég fór að skoða birt- ingamynd hinnar fullkomnu mann- eskju á samfélagsmiðlum og þær mismunandi staðalímyndir sem birtast þar; t.d. heilsutýpuna með græna smoothie-inn, ævintýra- manneskjuna sem er alltaf á fram- andi slóðum, og ofdekruðu pabbas- telpuna.“ Verkefnið þróaðist út í nokkurs konar Instagram-gjörning þar sem Gigja tók efnið skrefinu lengra. „Ég bjó til hálfgerðan sýndarveruleika þar sem ég lék mér með þessar ímyndir á öfgafullan og ýktan hátt með hjálp Photoshop. Ég setti myndir af sjálfri mér á ólíka bak- grunna og gerði út á það að hafa þær mjög óraunsæjar.“ Þetta verkefni er enn í gangi. „Ég er í raun að sjá hversu langt ég get tekið þetta. Flestir sem þekkja mig vita að um gjörning er að ræða, en það má segja að ég hafi gert marga þeirra ringlaða í fyrstu. Sumir skildu ekkert í mér og voru mjög forvitnir að vita á hvaða stöðum ég eiginlega væri. Það er forvitnilegt að sjá hvernig hægt er að stýra upplifun og hugmyndum annarra um sjálfan sig og ögra mörkum raunveruleikans og tilbúnings.“ Bregður á leik með staðal- myndirnar á Instagram GJÖRNINGUR Í SÍMANUM Höfundar og flytjendur: Gígja Jónsdóttir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir Tónlist: Loji Höskuldsson Leikmynd og búningar: Eleni Podara Framkvæmdastjóri: Heba Eir Kjeld. Aðrir sem koma fram: Ebba Katrín Finnsdóttir Erna Gunnarsdóttir Eygló Hilmarsdóttir Ingileif Franzdóttir Wechner Rita Maria M. Farias Selma Reynisdóttir Sólbjört Sigurðardóttir Sóley Frostadóttir Stefanía Lára Ólafsdóttir Þórey Birgisdóttir A Guide to the Perfect Human TJARNARBÍO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.