Morgunblaðið - 09.01.2017, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
Bergnuminn Óþekkti embættismaðurinn fylgist hugfanginn með fegurð mannlífsins við Tjörnina í Reykjavík. Útilistaverkið er eftir Magnús Tómasson myndlistarmann og var gert árið 1993.
Árni Sæberg
Um hátíðirnar birti
þingmaðurinn Vil-
hjálmur Bjarnason
grein um peninga og
gengi í Morg-
unblaðinu. Í þeirri
grein leitast hann við
að sýna fram á að
gengisfelling sé „kúg-
unaraðgerð“. Er at-
hyglisvert að vitna í
lokakafla grein-
arinnar: „Í kúgun sem
beitt var í gengismálum sýndu Ís-
lendingar skilningsríka sáttfýsi, án
þess að gera tilraun til uppreisnar.“
Greinarhöfundur bætir við: „En
ævinlega eru Íslendingar tilbúnir
að kyssa þann vöndinn sem sárast
er beitt og trúa því að hjá kaldrifj-
aðasta böðlinum væri hjálpin sönn-
ust og öruggt skjól að finna.“ Það
er ekki laust við að hér gæti nokk-
urs hroka í garð Íslendinga, sem
hafa sýnt gengisbreytingum tals-
vert langlundargeð og litið svo á að
þar væri um að ræða aðlögun að
raunveruleikanum, þótt það kostaði
oft talsvert skert lífskjör, til
skamms tíma.
Vilhjálmur virðist álíta að gengis-
felling sé sprottin af illum hvötum
og til þess gerð að níðast á þjóð-
inni. Gegn gengisfellingu íslensku
krónunnar bendir hann á evruna,
sem er fjölþjóðamynt byggð á „eig-
inlegri stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins, Maastricht-sáttmálanum“
annars vegar og á bandaríkjadali
hins vegar „sem eru stjórn-
arskrárvarðir í því ríki sem gefur
þá út,“ eins og þingmaðurinn kemst
að orði. Til að finna fullyrðingum
sínum stað í hagsögu Bandaríkj-
anna vitnar hann í stjórnarskrá
þess stórveldis og telur stofnend-
urna hafa ætlað sér að stýra ekki
aðeins gengi dalsins heldur einnig
gjaldmiðlum annarra þjóða: „Verð-
mæti þeirrar myntar (dalsins) í
öðrum myntum er
ekki ákvarðað af
Federal Reserve eins
og stofnendurnir ætl-
uðust til,“ segir þing-
maðurinn.
Höfundar stjórnar-
skrár Bandaríkjanna
voru miklu betur að
sér en ætla mætti eftir
lestur framangreindra
ummæla þingmanns-
ins. Þveröfugt við það
sem hann segir, voru
þeir alls ekki á því að
þau bandaríki, sem
þeir stofnuðu, ættu að setja á fót
seðlabanka. Seðlabanki Bandaríkj-
anna, Federal Reserve, var ekki
stofnaður fyrr en 1913, meira en
öld eftir að stjórnarskráin var sam-
in.
Stofnendurnir felldu hins vegar
inn í stjórnarskrána heimildir
þingsins til að setja reglur um
myntsláttu, sem Vilhjálmur vitnar í
en misskilur. Í fimmta tölulið átt-
undu málsgreinar (section) fyrstu
greinar (article) bandarísku stjórn-
arskrárinnar er þinginu heimilað að
„slá mynt, setja reglur um verð-
mæti hennar og verðmæti erlendr-
ar myntar …“ Það liggur í hlut-
arins eðli að hér er verið að heimila
þinginu að ákveða verðmæti er-
lendrar myntar í bandaríkjadölum.
Í því liggur vald þingsins til að
ákveða hvort gengi bandaríkjadals
rís eða fellur gagnvart erlendum
myntum. Það vakti ekki fyrir þeim
sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkj-
anna að bandaríkjaþing áskildi sér
rétt til að ákveða verðmæti annarra
gjaldmiðla.
Hér er sem sagt verið að fjalla
um fullveldisrétt Bandaríkjanna til
að slá mynt og ákveða verðmæti
hennar. Verðmæti dalsins á alþjóð-
legum markaði er hins vegar háð
framboði og eftirspurn. Bandaríkja-
menn geta ráðið miklu um fram-
boðið, en eftirspurnin er flóknara
mál.
Þegar stjórnarskráin var sam-
þykkt voru Bandaríkin landbún-
aðarland. Útflutningur var tak-
markaður og að mestu bómull.
Iðnaður fór ekki að hafa mikil áhrif
á efnahag þessa framtíðarstórveldis
fyrr en um og eftir miðja 19. öld-
ina. Nánast alla þá öld var óreiða í
peningamálum og hart tekist á um
miðstjórnarvald í málaflokknum.
Óreiðan leiddi til stofnunar Federal
Reserve árið 1913.
Eftir því sem Bandaríkjunum óx
ásmegin og þau gerðu sig gildandi í
alþjóðlegum viðskiptum varð dal-
urinn fyrirferðarmeiri á gjaldeyr-
ismörkuðum heimsins. Frá lokum
heimsstyrjaldarinnar fyrri hefur
bandaríkjadalur verið ráðandi
gjaldmiðill í alþjóðlegum við-
skiptum. Þótt hann hafi ekki lengur
þá stöðu, sem hann naut frá 1945
til 1970, þá er staða hans sem
heimsgjaldmiðils sterkari en skuld-
ir Bandaríkjanna gefa tilefni til.
Bandaríkjadalur er hins vegar ekki
„stjórnarskrárvarinn“ eins og Vil-
hjálmur Bjarnason telur.
Það er ekki hægt að verja gjald-
miðla í stjórnarskrá. Einu ríkin,
sem hafa freistað þess að fram-
fylgja slíkri stefnu, voru Sovétríkin.
Supu þau af því seyðið ásamt lepp-
ríkjunum, sem fundu þó meira fyrir
beiskjunni. Bandaríkjamenn hafa
að vísu reynt að baktryggja pen-
ingasláttu sína með gulli eins og
fleiri þjóðir. Síðasta vígi slíkrar
tryggingar, Bretton Woods sam-
komulagið, hrundi 1971.
Samkomulagið, sem kennt er við
Bretton Woods, kom á fót stofn-
unum til að fylgja eftir reglum um
samstarf og stöðugleika í gjaldeyr-
ismálum (IMF, IBRD sem síðar
varð World Bank). Ráðandi afl í því
samkomulagi voru Bandaríkin, sem
áttu þá tvo þriðju hluta gullforða
heimsins. Þeir gerðu þá kröfu að
trygging gjaldmiðlasamstarfsins og
stöðugleikans, sem það átti að ýta
undir, hvíldi á grunni gullsins og
bandaríkjadalsins.
Víetnamstríðið leiddi Bandaríkja-
menn í skuldafen, sem var fjár-
magnað með peningaprentun. Um
1970 var komið í ljós að gullforði
Bandaríkjanna stóð ekki undir pen-
ingaprentuninni. Bandaríkjamenn
gripu þá til þess ráðs að fella dal-
inn einhliða í verði gagnvart gulli.
Sú gengisfelling leysti ekki vand-
ann. Þá var dalurinn látinn fljóta
og féll mikið. Það átti að vera tíma-
bundin ráðstöfun en er þó enn við
lýði.
Gengisfellingu bandaríkjadals á
þessum árum má kannski flokka
undir „kúgunaraðgerð“ ef mönnum
líður betur með það. En í raun var
gengisfellingin viðurkenning á stað-
reyndum efnahagslífs Bandaríkj-
anna og neikvæðum áhrifum, sem
gegndarlaus peningaprentun þeirra
hafði á efnahag annarra þjóða.
Sama á við um evruna. Öfugt við
það sem Vilhjálmur heldur fram er
hún ekki tryggð með stofnskrá
Evrópusambandsins, hvort sem sú
stofnskrá er talin birtast í Maast-
richt-samningnum, eins og Vil-
hjálmur álítur, eða Lissabon-
samningnum eins og þeir í Brussel
halda fram. Í raun gildir það sama
um Evrópusambandið og Bandarík-
in. Mynt þessara svæða nýtur ekki
annarrar tryggingar en þeirrar,
sem trúverðugleiki þessara efna-
hagssvæða stendur undir. Gjald-
miðlar nútímans byggja almennt á
tiltrú. Það er þess vegna sem þeir
eru flokkaðir undir það sem kallast
á ensku fiduciary money.
Ríki Evrópusambandsins reka
mjög mismunandi efnahags-
starfsemi og ríkisfjármálastefnu,
þótt flest þeirra hafi tekið upp evr-
una og lúti í peningamálum stjórn
Seðlabanka Evrópusambandsins. Í
sumum ríkjum sambandsins er lögð
áhersla á jafnvægi og ráðdeild, en í
öðrum hefur viðgengist langvarandi
opinber hallarekstur og viðvarandi
viðskiptahalli. Evrusvæðið er því
ósamstæð efnahagsheild, sem lýtur
einum og sama seðlabanka en
stundar ekki samræmda stjórn-
mála- og efnahagsstefnu. Það ýtir
ekki undir traust. Í efnahagskrepp-
unni sem skall á 2007-2008 kom í
ljós að evrusvæðið hafði notið
tiltrúar, sem ekki var innistæða
fyrir. Því féll gengi evrunnar, en
fjármálastofnunum var vísað í vasa
skattgreiðenda til að koma sér fyrir
vind.
Það er ekki innistæða fyrir því
hjá þingmanninum Vilhjálmi
Bjarnasyni að setja sig á háan hest
yfir þjóðinni og gera gys að því
sem hann kallar skilningsríka sátt-
fýsi Íslendinga gagnvart gengisfell-
ingum, og segir þá kyssa vönd
kaldrifjaðs böðulsins og finna skjól
hjá honum. Íslendingar hafa sýnt
því skilning að gjaldmiðill þeirra sé
lagaður að raunveruleikanum, jafn-
vel þótt í því hafi falist kjararýrn-
un. Hitt er svo augljóst að flestir
vilja heldur sigla milli skers og
báru í átt til bættra lífskjara og
forðast þau áföll sem fylgja leið-
réttingum gjaldmiðilsins. Það er
unnt. Raunsæi og ráðdeild eru lyk-
ill að jafnvægi í efnahagsmálum
hvort sem við eigum í hlut, Banda-
ríkjamenn eða þjóðir Evrópusam-
bandsins.
Það er hins vegar ekki sú leið
sem Vilhjálmur Bjarnason hefur
áhuga á. Hann vill bersýnilega að
þjóðin skríði í skjól gjaldmiðla, sem
eru tryggðir í stjórnarskrám og
sáttmálum, þótt sá vettvangur sé
hvergi til.
Eftir Tómas Inga
Olrich » Það er ekki inni-
stæða fyrir því
hjá þingmanninum
Vilhjálmi Bjarnasyni
að setja sig á háan hest
yfir þjóðinni...
Tómas Ingi Olrich.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og ráðherra.
Upplýst umræða