Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 ✝ HafsteinnHjaltason fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1942. Hann lést á heimili sínu 30. desember 2016. Foreldrar hans voru Ingunn Ingv- arsdóttir, f. 14. október 1917, d. 16. maí 1974, og Hjalti Jónsson, f. 2. sept- ember 1913, d. 14. október 2003. Hafsteinn ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Magnúsi Bergsteinssyni, f. 21. ágúst 1922, d. 14. maí 2012. Hafsteinn átti fimm systur, alsystir Sigríður Oddný, f. 11. janúar 1945, og hálfsystur Magnea Vilborg, f. 17. júní 1946, d. 2. maí 2000, Gunn- hildur Steinunn, f. 18. október 1947, Sigrún, f. 8. júní 1953, og Sigríður Bergdís, f. 18. júní 1955. Með fyrstu eiginkonu sinni, Sjöfn Sigurðardóttur, f. 3. mars 1942, d. 27. nóvember 2011, eign- aðist hann Kolbrúnu, f. 7. febr- úar 1966, d. 20. janúar 2007. Kol- brún ólst upp hjá fósturforeldrum. Hennar dóttir er Tinna Ýr Ingólfsdóttir, f. 29. júlí 1986, búsett í Danmörku. 2) Soffía Auður Sigurðardóttir, f. 19. október 1974. Hennar mað- ur er Viðar Árnason, f. 14. júní 1975. Þeirra synir: Eyþór Ingi, f. 1. maí 2010, og Kári Hrafn, f. 1. nóvember 2012. Hafsteinn ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Austur- bæjarskóla. Eftir gagnfræða- próf tók hann sér frí frá námi og fluttist til móðursystur sinnar, Áslaugar, og hennar eigin- manns, til Keflavíkur. Hann hóf nám við Iðnskólann og tók sveinspróf í prentsmíði árið 1965. Hann lærði prentsmíði í Setbergi hf. árin 1961-1965. Eft- ir það starfaði hann á Morg- unblaðinu, Félagsprentsmiðj- unni og í Prentsmiðjunni Odda frá 1974 til starfsloka árið 2010. Hafsteinn gegndi ýmsum félags- störfum en hann var formaður Prentnemafélagsins í Reykjavík 1964, í stjórn Iðnnemasambands Íslands 1964, ritstjóri Iðnnem- ans 1964 og í stjórn Hins ís- lenska prentarafélags 1977- 1980. Hafsteinn spilaði körfubolta með Ármanni á yngri árum en einnig spilaði hann mikið brids. Áhugamál Hafsteins voru íþróttir, ferðalög, samvera með fjölskyldunni og lestur góðra bóka. Eftir starfslok hóf hann að spila golf og var það sameig- inlegt áhugamál þeirra hjóna. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. jan- úar 2017, kl. 13. Með annarri eig- inkonu sinni, Auði Ruth Torfadóttur, f. 22. júní 1939, d. 21.8. 2009, eign- aðist hann Jónu Björgu, f. 17. febr- úar 1971. Hennar maður er Fjölnir Björgvinsson, f. 2. nóvember 1972. Þeirra dætur: Fjóla Berglind, f. 7. nóv- ember 2008, og Sóley Vala, f. 5. nóvember 2010. Einnig ólst upp á heimili þeirra sonur Auðar, Torfi Þór, f. 7. desember 1961. Árið 1982 hóf Hafsteinn sam- búð með eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Auðunsdóttur, f. 3. nóvember 1942, og þau giftu sig 8. desember 1984. Foreldrar Kristínar voru Soffía Gísladóttir, f. 25. september 1907, d. 20. október 2000, og Auðunn Páls- son, f. 10. maí 1908, d. 18. janúar 1966. Hennar dætur og fóst- urdætur Hafsteins eru: 1) Helen Neely, f. 5. mars 1972. Börn hennar og Þorvaldar H. Giss- urarsonar, f. 5. ágúst 1968, Hrefna Kristín, f. 5. mars 1997, Andri Hrafn, f. 29. september 2000, og Aníta Ýr, f. 1. júlí 2003. Með fátæklegum orðum langar mig að minnast pabba míns. Hann fór frá okkur snögglega daginn fyrir gamlársdag eftir baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann greindist með í maí síðastliðnum. Hann barðist æðrulaus við sjúk- dóminn og kvartaði aldrei. Líf pabba var ekki alltaf dans á rósum en hann varð þó þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Stínu sinni fyrir 35 árum síðan. Með henni naut hann sín og hún sýndi íþróttaáhuga hans mikinn skilning enda held ég að heitari stuðningsmann Manchester United sé vart hægt að finna. Þau voru dugleg að ferðast um allan heim og eftir að starfsæv- inni lauk fóru þau að stunda golf, fóru í golfferðir til Spánar og nutu sín vel saman í því sporti. Pabbi var fróður og víðlesinn og hafði mikinn áhuga á sögu. Hann var ákaflega stoltur af fólkinu sínu og litlu krökkunum þótti alltaf gott að koma til afa og ömmu Stínu. Hans verður sárt saknað en minningin um góðan pabba og afa lifir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Jóna Björg. Hafsteinn kom inn í líf okkar systra þegar við vorum ungar. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að koma inn á heimilið þar sem mamma bjó með móður sinni og okkur systrum. Við syst- urnar vorum góðu vanar eftir að hafa verið dekraðar af ömmu og mömmu. Við vorum m.a. búnar að koma okkur upp fínu svefn- skipulagi en við skiptumst á að sofa inni hjá mömmu og ömmu viku og viku. Þegar Hafsteinn flutti inn á heimilið fór þetta skipulag út um þúfur en við lét- um það ekki á okkur fá heldur hreiðruðum um okkur í ömmu- bóli. Það má segja að Hafsteinn hafi gengið okkur systrum í föð- urstað. Hann var óskaplega stolt- ur af okkur þegar við útskrifuð- umst úr námi, gerðum hann að afa, og þá var hann hvað stolt- astur þegar hann leiddi okkur upp að altarinu. Hann naut þess að vera í kringum barnabörnin sín og gaman var þegar öll fjöl- skyldan fór saman í bústað, spil- aði, borðaði góðan mat og naut samverunnar. Á okkar yngri árum var mikið ferðast innanlands en einnig voru farnar nokkrar ferðir til útlanda. Mamma og Hafsteinn voru dug- leg að keyra með okkur um land- ið og sýna okkur merka staði. Ófá skiptin var brunað um helgar í Skaftárfell eða á Þingvelli til að gista í tjaldi, ganga á fjöll, grilla og njóta samverunnar. Hafsteinn var mikill frétta- áhugamaður og bókaormur. Hann kynnti sér fréttir í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og var víð- lesinn. Ekki þótti okkur spenn- andi að spila spurningaspil á borð við Trivial Pursuit við Haf- stein því hann vissi allt, rakaði inn stigunum og við fengum lítið sem ekkert að gera. Íþróttir áttu hug hans og fylgdist hann vel með öllum stærstu íþróttaviðburðum. Hann var mikill Manchester United- aðdáandi og var hann duglegur að fylgjast með enska boltanum. Þegar Hafsteinn varð fimmtugur þá gáfum við fjölskyldan honum ferð á United-leik sem sló algjör- lega í gegn. Mamma og Hafsteinn ferðuð- ust mikið um heiminn og var Hafsteinn alltaf vel undirbúinn fyrir ferðalög. Hann var búinn að kynna sér borgir og merka staði sem átti að ferðast til og skoða. Á efri árum fór Hafsteinn að spila golf og fannst þeim hjónum gam- an að njóta þess að vera úti í náttúrunni, spila golf og njóta félagsskapar hvort annars. Síð- asta ferð sem þau fóru saman til Tenerife var stórkostleg þar sem Hafsteinn naut þess að spila golf, ganga um eyjuna, borða góðan mat og vera með Stínu sinni. Mamma minnist ferðarinnar með hlýhug og er þakklát fyrir að ferðin var velheppnuð í alla staði en stuttu eftir heimkomuna fór Hafsteinn að finna fyrir einkenn- um veikinda sinna. Elsku Hafsteinn, við vitum að þú munt fylgjast með okkur og vernda. Við erum þakklátar fyrir að hafa haft þig í lífi okkar og munum ávallt minnast þín með hlýhug. Við munum passa vel upp á mömmu sem nú hefur misst félaga sinn og lífsförunaut. Takk fyrir samveruna, hvíl í friði. Helen og Auður. Elskulegur tengdafaðir minn, Hafsteinn Hjaltason, andaðist á milli jóla og nýárs. Hafstein, og Stínu, hitti ég fyrst þegar þau héldu uppá fimmtugsafmæli í Logafoldinni fyrir margt löngu. Langt er liðið frá fyrstu kynnum en samveru- stundir urðu ótal margar upp frá því. Ég minnist með hlýhug og gleði þess tíma sem við fjölskyld- an áttum með Hafsteini og Stínu, saman við ýmis og ótal tækifæri. Uppí hugann koma ferðalög er- lendis, á suðlægum slóðum að njóta tilverunnar og á skíðum í frönsku Ölpunum, í mögnuðu yf- irlæti. Sömuleiðis fjölmargar stundir í sumarbústað fjölskyld- unnar, samvera um jól og ára- mót, brúðkaup og afmæli, mat- arboð og mannfagnaðir, þannig mætti lengi telja. Ótal góðar minningar, gleði og hamingja. Hafsteinn reyndist mér og fjölskyldu minni ávallt vel. Hann var frábær afi og kom vel fyrir, hlédrægur, barngóður og indæll. Hafsteinn var víðlesinn og haf- sjór af fróðleik, hann var höfðingi heim að sækja. Ég kveð Hafstein fullur þakk- lætis fyrir að hafa fengið að kynnast honum og ganga lífsins veg, að nokkrum hluta, ásamt og með honum. Ég votta Stínu samúð mína og bið Guð að styrkja hana í sorg- inni. Þorvaldur H. Gissurarson. Afi Hafsteinn er dáinn og í huga okkar koma upp eftirfar- andi minningar. Þegar við vorum litlir varst þú duglegur að halda á okkur, passa okkur og knúsa okkur. Þú varst ávallt góður við okkur og brallaðir ýmislegt með okkur eins og að fara út í göngu, hjóla, moka á ströndinni, gefa öndunum brauð og fara í Hús- dýragarðinn. Þegar við fórum í göngu- eða hjólatúr á Strandveg- inum enduðu þeir yfirleitt í bak- aríinu, þar sem Kári fékk að velja sér snúð með miklu súkkulaði og Eyþór kleinuhring með kara- mellu. Afi valdi sér líka eitthvað gott með kaffinu, annaðhvort kleinuhring eða kleinu. Stundum þegar við vorum í pössun hjá ykkur ömmu fórstu með okkur í bíltúr út í Hagkaup og þar feng- um við að velja okkur ís eða nammi í poka til að eiga eftir matinn og það gladdi okkur mik- ið. Þegar við fórum saman í sum- arbústað spilaði afi við okkur og svo var hann einstaklega viljugur að rúnta með okkur um Kiðja- bergslandið á golfbíl, það þótti okkur mjög skemmtilegt. Hann leyfði okkur stundum að stýra bílnum með sér og ekki var verra þegar við máttum flauta í tíma og ótíma á fjölskylduna eða flugurn- ar í sveitinni. Elsku afi, takk fyrir skemmti- legar stundir. Við vitum að amma er leið í hjartanu sínu eftir að þú fórst en við ætlum að vera dug- legir að knúsa hana og passa upp á hana fyrir þig. Þínir afastrákar, Eyþór Ingi og Kári Hrafn. Afi Hafsteinn hefur alltaf gegnt stóru hlutverki í lífi okkar systkinanna. Hann var yndisleg- ur og frábær í alla staði. Á okkar yngri árum lék hann mikið við okkur og kenndi okkur margt, til dæmis það að United sé lang- besta fótboltaliðið. Hann fylgdist vel með námi og íþróttum sem við stunduðum og var afskaplega stoltur af árangri okkar. Við áttum mikið af góðum stundum saman, fórum oft í sum- arbústað og þar spiluðum við mikið. Einnig fórum við nokkrum sinnum saman í skíðaferðir til Austurríkis. Alltaf var gaman að hafa afa með í því sem við gerð- um og mun það vera mikill missir að hafa hann ekki lengur með. Afi bjó til okkar uppáhalds- mat, grafnar nautalundir og „stuffing“ og við munum sakna þess mikið að borða með honum á hverjum jólum þennan dýrindis jólamat. Þótt afi hafi verið orðinn veik- ur áttum við góðar stundir með honum um jólin. Hann eyddi með okkur aðfangadagskvöldi og eftir góðan mat og pakkastúss gátum við skemmt okkur saman og horft á „Ég er kominn heim“ þar sem Gummi Ben. fór á kostum. Einnig áttum við saman yndis- legt kvöld hjá ömmu og afa á annan í jólum þar sem við borð- uðum góðan mat og spiluðum. Við munum alltaf elska þig, elsku afi okkar, takk fyrir að vera svona frábær og góður afi, þú munt ávallt vera mikil fyrir- mynd og lítum við öll upp til þín. Vonandi líður þér sem allra best uppi hjá Guði því þú átt það svo sannarlega skilið. Hrefna, Andri og Aníta. Það er stundum sagt að eitt- hvað komi eins og þruma úr heið- skíru lofti og það var einmitt þannig þegar hún Stína, systir mín, hringdi í mig að morgni 30. desember og sagði mér að Haf- steinn, mágur minn, væri látinn. Ég vissi að hann var alvarlega veikur en samkvæmt greiningu lækna átti hann að vera á bata- vegi en ekki á förum. Þegar Hafsteinn kom inn í fjölskylduna fyrir meira en þremur áratugum, tókust fljótt góð kynni með okkur. Það var auðvelt að kynnast Hafsteini þótt hann væri að eðlisfari dulur og hæverskur. Hann hafði góða nærveru og var bæði hjálpsamur og góður vinur. Hafsteinn og Stína voru sam- stillt hjón, þau vörðu öllum stundum saman, voru vinnu- félagar í Prentsmiðjunni Odda í mörg ár og kunnu að njóta lífs- ins. Þá voru þau mjög dugleg að bjóða fjölskyldu og vinum heim og oft vorum við öll systkinin og makar hjá þeim í mat. Á slíkum stundum naut Hafsteinn sín vel, hann var mikill matgæðingur og kunni að meta góðar steikur og góð rauðvín. Hann kenndi mér ýmislegt varðandi matreiðslu á nautakjöti, svo sem að steikja nautalund á réttan hátt og að grafa nautakjöt; þetta eru sér- stakar aðferðir sem við í fjöl- skyldunni notum og ganga undir nafninu „uppskriftirnar hans Hafsteins“ – þær klikka aldrei. Hafsteinn og Stína höfðu yndi af ferðalögum; þau sigldu um heimsins höf og heimsóttu fjar- læg lönd í mörgum heimsálfum. Fyrir nokkrum árum byrjuðum við, ég, Stína og Hafsteinn, að spila golf. Við vorum öll komin af léttasta skeiði en þetta var mikið gæfuspor fyrir okkur öll og fjölg- aði samverustundum okkar til muna. Við lögðum okkur öll fram í þessari skemmtilegu íþrótt og Hafsteini gekk fljótt vel á golf- vellinum. Saman höfum við ferðast víða til að spila golf, með- al annars á flesta golfvelli innan- lands og nokkrar ferðir höfum við líka farið utan. Á þessum ferðum höfum við kynnst mörgu skemmtilegu fólki og eignast góða vini. Okkar síðasta ferð var til Tenerife fyrir tæpu ári þar sem við spiluðum golf, fórum í gönguferðir og nutum sólarinnar í góðum félagsskap. Fyrir þær samverustundir ber að þakka. Nú verða ferðirnar hans Haf- steins ekki fleiri og það er sárt að sjá á eftir góðum vini eins og Hafsteini. Við munum sakna hans, ég og fjölskylda mín, systk- ini mín og fjölskyldur þeirra sem öll eigum góðar minningar um hann. Við sendum Stínu systur og dætrunum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiða tíma. Sigríður Auðunsdóttir. Hafsteinn mágur minn hefur nú kvatt þennan heim, aðeins 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við alvarleg veikindi um nokkurt skeið, en andlát hans bar þó að miklu fyrr en ætlað var. Við sem eftir lifum erum því rétt að ná áttum. Hafsteinn og Kristín, Stína systir mín, hófu sambúð fyrir hátt í 35 árum. Þau áttu bæði fyrri sambönd að baki sem ekki höfðu gengið upp. Það má því segja að þau hafi farið að öllu með gát, enda ekki hávaðamann- eskjur. Hafsteinn var hljóður að eðl- isfari, gerði meira af því að hlusta en taka þátt í daglegu skvaldri. Hann hafði ekki þörf fyrir að þröngva skoðunum sín- um upp á aðra, bar heldur ekki tilfinningar sínar á torg. Lét þó í sér heyra ef honum var misboðið. Það má því segja að Hafsteinn hafi ekki verið fljóttekinn, en óx stöðugt með lengri kynnum. Einn af þeim sem eru til staðar þegar á reynir og aðstoðaði á sinn hljóða hátt. Ef til vill kynntist ég Hafsteini best þegar ég þurfti að leita fag- legrar aðstoðar hans fyrir fjöl- mörgum árum. Svo var mál með vexti að ég hafði lokið meistara- gráðu frá kanadískum háskóla og kom heim með ritgerðina á „disk- ettu“. Það átti að gefa hana út hér heima. Þetta var um miðjan níunda áratug síðustu aldar og tölvuheimurinn tiltölulega nýr og í þróun. Satt að segja voru fá tæki hér heima sem gátu lesið ameríska kerfið og sá aflestur var gloppóttur. Þá kynntist ég faglegum metnaði Hafsteins, þrautseigju hans og vandvirkni. Hann leysti gátuna og ritgerðin kom út hjá Odda með réttum texta, töflum og línuritum, allt á sínum stað. Þetta varð mér lær- dómsríkt og þá fyrst áttaði ég mig á hvaða mann Hafsteinn mágur minn hafði að geyma. Hann var prentari að mennt en lagði nú metnað sinn í að temja sér nýja tækni og nýja hugsun í prentiðnaðinum. Gekk í það ögr- andi verk af sömu sömu festu og hann hafði gert til að leysa önnur vandamál sem rekið hafði á fjörur hans á lífsins leið. Kynni okkar Hafsteins hafa auðvitað orðið lengri og nánari með tímanum, þó langt væri á milli. Sérstaklega er minnisstæð tæplega mánaðarlöng ferð okkar hjóna með Stínu og Hafsteini um Ítalíu. Þá kynntist ég áhuga hans á fornri menningu og listum og ekki síður áhuga hans á fágaðri matargerð sem við fengum svo sannarlega að njóta í gegnum ár- in. Og svo voru það öll fjölskyldu- mótin. Allt vekur þetta upp ljúfar minningar og sáran söknuð. Með þessum fátæklegu minn- ingabrotum kveð ég minn góða vin og samferðamann til fjölda ára. Við hjónin sendum Stínu syst- ur og öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Gísli G. Auðunsson. Ég kynntist Hafsteini er hann hóf sambúð með móðursystur minni, Stínu, fyrir nokkrum ára- tugum. Ég kom oft á heimili þeirra, til að heimsækja þau og ömmu, sem bjó hjá þeim um langt skeið. Það var töluverður gestagangur á heimilinu enda átti amma marga afkomendur. Alltaf var manni samt tekið opn- um örmum. Eiga þau hjónin þakkir skildar fyrir hvað þau hugsuðu vel um ömmu. Hafsteinn var yfirvegaður maður og seinþreyttur til vand- ræða. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og það var gaman að spjalla við hann um daginn og veginn. Aldr- ei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Það var augljóst hversu vænt honum þótti um Stínu sína og dæturnar. Ég þakka Hafsteini samferðina og votta fjölskyldu hans samúð mína. Blessuð sé minning þín, kæri vinur. Kolbrún Sævarsdóttir. Guðmundur Haf- steinn Hjaltason Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR ljósmóðir, Hofakri 7, Garðabæ, lést á Landakoti 5. janúar. . Ásgeir Valhjálmsson, Gísli Ásgeirsson, Karen Þórólfsdóttir, og barnabörn. Sonur minn, ÓLAFUR RAGNAR ÓLAFSSON, lést á heimili sínu 31. desember. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóðinn Blind börn á Íslandi sem er í vörslu Blindrafélagsins. Útför hans fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, . Ólafur Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.