Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
✝ Kristín MagneaEggertsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 25. júlí
1953. Hún lést 30.
desember 2016 á
Kvennadeild Land-
spítalans í Reykja-
vík.
Foreldrar Krist-
ínar eru þau Egg-
ert Snorri Magn-
ússon, f. 12. apríl
1931, og Hrefna Lárusdóttir, f.
19. febrúar 1933. Bróðir hennar
er Páll Ármann Eggertsson, f. 3.
desember 1958. Þann 8. júní
1974 giftust Kristín og Valur
gerður Drífa Stefánsdóttir, f.
17. febrúar 1983. Sonur Valdi-
mars heitir Aron Daði, f. 21. júní
2006. Eftir hefðbundið skyldu-
nám fór Kristín í Versl-
unarskóla Íslands og útskrif-
aðist með verslunarpróf. Eftir
langt námshlé lauk hún síðan
stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti árið 2003.
Kristín var alla tíð mjög öflug í
ýmsu félagsstarfi og má þar til
dæmis nefna Skíðadeild Hrann-
ar, Skíðaráð Reykjavíkur,
Skíðasamband Íslands, Hjóna-
klúbbinn Laufið og ýmsa kóra,
nú síðast í Breiðfirðinga-
kórnum. Kristín vann hjá
Áburðarverksmiðjunni í 25 ár,
síðan sem gjaldkeri hjá Morgun-
blaðinu í níu ár og að lokum hjá
Eignaumsjón síðastliðin 9 ár.
Útför Kristínar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 9. janúar 2017,
klukkan 15.
Leonhard Valdi-
marsson, fæddur
22. júlí 1950. Börn
þeirra eru: 1) Árni
Snorri Valsson, f.
16. maí 1975, kona
hans er Rakel Þor-
steinsdóttir, f. 29.
desember 1977.
Þeirra börn eru
Kristján Valur, f.
11. júlí 2007, og
Helga Júlía, f. 30.
júní 2013. Fyrir á Rakel Þor-
steinsdóttir eina dóttur, Ágústu
Margréti, f. 23. maí 1995. 2)
Valdimar Lárus Valsson, f. 14.
ágúst 1979, unnusta hans er Ás-
Elsku mamma, þú kvaddir
okkur allt of snemma. Þú sem
ætlaðir að fara að vera amma – í
fullu starfi. Það er í mikilli sorg
en líka með miklu þakklæti sem
ég minnist þín. Mikið er ég þakk-
látur fyrir það heimili sem þið
pabbi sköpuðuð okkur bræðrun-
um með dugnaði og elju. Það er
til eftirbreytni hvað þið unnuð vel
saman og voruð góðir vinir og fé-
lagar. Öll ferðalögin sem þið fór-
uð með okkur í, allar fjallaferð-
irnar, þjóðvega-útilegurnar,
skíðaferðir og utanlandsferðir
svo eitthvað sé nefnt. Og það
stóra tækifæri sem þið gáfuð mér
með því að ég fékk að alast upp í
því félagsstarfi sem þú og pabbi
voruð í og er mér þá efst í huga
Skíðadeild Hrannar í Skálafelli
og Bindindismótin í Galtalæk. Ég
veit að þér þótti ekki auðvelt að
senda strákinn þinn frá þér á
sumrin en þú vissir að það myndi
hjálpa mér að læra að vinna.
Hvatning þín varð einnig til
þess að ég kláraði námið. Það
voru ekki til nein vandamál, hjá
þér bara mismunandi lausnir og
alltaf gat ég leitað til þín, elsku
mamma. Þú varst góð fyrirmynd
fyrir mig og mína. Þú varst hrein
og bein og komst til dyranna eins
og þú varst klædd. Barnabörnin
eiga líka margar og góðar minn-
ingar um þig. Þú varst alltaf til í
að breyta öllum plönum til að
koma þeim að, þegar þú varst
beðin um hjálp.
Takk, elsku mamma. Minning
þín er ljós sem lifir.
Árni Snorri Valsson.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Mikil er sorgin og söknuðurinn
vegna andláts tengdamóður
minnar, Kristínar Magneu Egg-
ertsdóttur. Amma Stína, eins og
hún var kölluð á mínu heimili, átti
engan sinn líka. Hún lét sig annað
fólk varða, hún hafði áhuga á því
sem aðrir höfðu að segja og vildi
öllum vel, var hlý, hjálpsöm, örlát
og drífandi og ömmubörnin tala
um hvað hún var hress, falleg og
skemmtileg amma. Það sem var
m.a. einstakt við Kristínu var að
þegar við leituðum til hennar
fengum við ávallt svörin: „Við
leysum það“, „Þetta reddast“,
„Ekkert mál“ eða „Björgunar-
sveit Jakobs og Jóakims mætir á
svæðið“. Í þau örfáu skipti sem
hún gat ekki hjálpað þá fann hún
gjarnan einhvern annan fyrir sig
eða benti okkur á nýjar lausnir.
Við byggðum hús á Selfossi og
þau Valur voru tíðir gestir og að-
stoðuðu eftir fremst megni, ýmist
við framkvæmdir, að passa
barnabörnin, halda veislur o.fl.
Amma Stína var alveg snillingur í
að skipuleggja veisluhöld og við
nutum margsinnis góðs af því, má
þar nefna fermingu Ágústu Mar-
grétar og brúðkaupsveislu okkar
Árna Snorra. Sterk fjölskyldu-
bönd voru henni greinilega hjart-
ans mál því hún gerði alltaf ráð
fyrir öllum og sló upp veisluhöld-
um fyrirvaralaust þegar færi
gafst. Það fór enginn svangur
heim úr Jakaseli.
Þegar leitað var til ömmu
Stínu var ekkert verkefni of flók-
ið fyrir hana að tækla. Hellisheið-
ina lét hún ekki stoppa sig og ef
hún ekki treysti sér til að keyra
austur þá einfaldlega tók hún
strætó. Amma Stína kom yfir
heiðina og fór með í ungbarna-
sund hjá bæði Kristjáni Val og
Helgu Júlíu. Heimsótti barna-
börnin í leikskólann, fylgdist með
íþróttaiðkun þeirra og fór með
þau í réttir svo eitthvað sé nefnt.
Ágústa Margrét geymir m.a.
dásamlega minningu um skíða-
ferð sem þau Valur buðu henni í.
Kristján Valur á skemmtilegar
minningar um spilamennsku við
ömmu Stínu og Aron Daða
frænda og margt fleira. Helgu
Júlíu munum við, sem eldri erum,
aðstoða við að halda í minningu
um góða ömmu.
Með þakklæti í hjarta fyrir all-
ar samverustundirnar kveðjum
við ömmu Stínu. Minningarnar
munu ylja okkur um alla framtíð.
Hvíl í friði, elsku Kristín.
Rakel Þorsteinsdóttir.
Nú kveðjum við okkar kæru
Kristínu Magneu Eggertsdóttur.
Hún kom inn í fjölskylduna þegar
Valur bróðir okkar og mágur
kynnti fyrir okkur þessa glæsi-
legu ungu stúlku. Kristín og Val-
ur byrjuðu ung að búa, fyrst í
Hjálmholti hér í Reykjavík, þá
byggðu þau sér af miklum dugn-
aði íbúð í Engjaseli og síðan hús í
Jakaseli.
Kristín var ætíð einstaklega
viljug að hjálpa ef eitthvað stóð til
innan eða utan fjölskyldunnar og
var alltaf viðkvæðið hjá henni að
það væri „ekki málið“ að aðstoða
við ákveðin tilefni. Þau Valur og
Kristín voru einstaklega samhent
alla tíð og voru jafnan saman í því
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Gilti þá einu hvort um var að
ræða dans, skíði, golf eða ferða-
lög innanlands og utan, en áhuga-
mál þeirra hjóna voru mörg.
Minnumst við sérstaklega áhuga
hennar á réttarferðum einkum í
Hrunamannahreppi, en þar var
Kristín í sveit á Fossi í nokkur
sumur og hélt hún alla tíð tryggð
við staðinn.
Kristínu var margt til lista lagt
og var kraftur og ósérhlífni henn-
ar einkenni. Eitt af því sem hún
hafði gaman af var að bjóða til
veislu og þá var ekkert til sparað
en hún var rausnarleg að eðlisfari
og góður skipuleggjari, og voru
þau mörg og skemmtileg fjöl-
skylduboðin í Jakaselinu í gegn-
um tíðina. Eftir að synir þeirra
Vals eignuðust börnin þá lagði
Kristín sig sérstaklega fram við
að sinna barnabörnunum og vildi
þeim allt hið besta.
Saman fórum við í nokkrar eft-
irminnilegar jeppaferðir um há-
lendið og landið og naut Kristín
sín mjög í þessum ferðum og kom
okkur oft á óvart með ýmsum
skemmtilegum uppátækjum og
veisluföngum. Ein ferðin er sér-
staklega eftirminnileg er við fór-
um á Strandir fyrir nokkrum ár-
um og einnig minnumst við með
hlýhug þess er við dvöldum öll
fyrir rúmu ári í stórkostlegu um-
hverfi og glæsihúsi í Toscana á
Ítalíu en það var afmælisferð
okkar og áttum saman ógleym-
anlega viku.
Við minnumst með þakklæti
samverustunda sem við höfum
átt með góðri vinkonu sem kveð-
ur nú eftir erfiða baráttu. Blessuð
sé minning hennar.
Elsku Valur, Árni Snorri,
Valdimar og fjölskyldur, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg, Margrét,
Héðinn, Gréta, Pétur
og Guðmundur Skúli.
Lífið er undarlegt, stundum
leikur það við mann en stundum
er það hart og miskunnarlaust.
Þessar hugsanir komu upp í hug-
ann við fráfall Kristínar Magneu
frænku minnar. Kristín frænka
mín greindist með illvígan sjúk-
dóm fyrir um sjö mánuðum og
tíminn sem hún glímdi við sjúk-
dóminn reyndist því skemmri en
ætlað hafði verið.
Við Kristín vorum systradæt-
ur og samgangur á milli fjöl-
skyldnanna hefur ávallt verið
mikill. Þó svo að ég hafi verið litla
frænka hennar þá urðu tengsl
okkar náin enda vorum við systk-
inin, Þorgeir og ég, sem lítil börn
mikið í pössun hjá foreldrum
Kristínar, þeim Hrefnu og Egg-
erti. Í hugann koma fram ótal
minningabrot, frá jólaboðum og
öðrum boðum á Lindarflötinni,
fertugsafmælinu í Jakaseli í blíð-
skaparveðri, ættarmótum stór-
fjölskyldunnar sem og jólaboðun-
um í seinni tíð sem Kristín kom á
með því að útvega okkur sal í
byrjun sem hún hafði afnot af.
Yfirleitt var hún í fararbroddi,
enda með skýra sýn, réttlát,
hjálpsöm og mjög afkastamikil í
því sem hún tók sér fyrir hendur.
Alla tíð var hún dugleg að hafa
samband og kíkja við ef hún átti
leið um Suðurnesin eða þá að við
hittumst í útilegu enda voru þau
Valur dugleg að ferðast. Ljúft er
að minnast heimsóknanna eftir
að þau Valur höfðu dvalið á hóteli
í Keflavík á aðventunni eða kíktu
við í súpu á Ljósanótt, eða heim-
sóknarinnar í hjólhýsið okkar á
Flúðum. Nú síðast heimsótti hún
mig síðastliðið vor þegar hún
hafði skutlað Vali í flug. Þá hafði
hún ekki verið nógu heilsuhraust
en þó alltaf jafn lífsglöð og kát og
spurði frétta af mínu fólki og svo
var rætt um húsið okkar í Hólm-
inum. Endurbygging á ættar-
óðalinu í Stykkishólmi átti hug
hennar og hún vildi koma þeim
framkvæmdum í gang enda var
hún drifkrafturinn, hélt okkur
hinum við efnið, lét aldrei deigan
síga og nú síðast kom póstur frá
henni vegna framkvæmdanna nú
á Þorláksmessu.
Ég þakka Kristínu samfylgd-
ina, tryggð og vináttu alla tíð. Líf
hennar skilur eftir sig bjartar
minningar í huga okkar sem átt-
um hana að. Ég og fjölskylda mín
sendum Vali, Hrefnu, Eggerti,
Árna Snorra, Valdimar Lárusi og
þeirra fjölskyldum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi hið
eilífa ljós lýsa Kristínu Magneu
frænku minni.
Ásgerður Þorgeirsdóttir.
Við vorum ekki háar í loftinu,
við Kristín Magnea frænka mín,
þegar við urðum miklar vinkon-
ur. Við máttum ekki hittast öðru-
vísi en að suða um að fá að gista
saman á öðru hvoru heimilinu.
Við eyddum sumrunum í Stykk-
ishólmi hjá Ástu ömmu og Lárusi
afa á Silfurgötu 1. Í minningunni
var eilíf sól og blíða þessi sumur í
Hólminum. Það var mikill erill og
gestagangur hjá ömmu og afa,
enda sóttum við öll mikið í Hólm-
inn, mamma og systur hennar
sem allar voru fluttar suður og
allur barnahópurinn þeirra.
Á unglingsárunum uxum við
svolítið sín í hvora áttina eins og
oft vill verða, en alltaf var kært á
milli okkar frænknanna. Við vor-
um báðar mjög ungar þegar við
fundum strákana sem voru ætl-
aðir okkur. Kristín fann Val sinn
og ég minn Óla Val. Það var
klassískur brandari hjá foreldr-
um okkar og fleirum, þar sem
okkar útvöldu hétu báðir sama
fuglanafninu, hvort við héldum
virkilega að þeir væru „síðustu
geirfuglarnir“ og að það væru
ekki fleiri fuglar í heiminum. En
við vissum hvað við vildum
frænkurnar.
Kristín Magnea var sterkur
persónuleiki, hafði létta lund,
skemmtilegan og svolítið kaldan
húmor, hún var yfirveguð, um-
hyggjusöm og hjálpsöm. Hún var
forkur til allrar vinnu og einstak-
lega úrræðagóð. Vandamál voru
bara verkefni til að leysa og það
gerði hún. Þannig tók hún einnig
þeim tíðindum þegar hún fékk
úrskurð um veikindi sín. Þetta
var stórt verkefni, hún skyldi
berjast og hafa sigur. Með Val
sinn og strákana Árna Snorra og
Valdimar Lárus sér við hlið,
barðist hún til að fá lengri tíma
með þeim, en varð að játa sig
sigraða. Kristín Magnea er fyrst
af kynslóð okkar, barnabarna
Ástu ömmu og Lárusar afa, sem
kveður. Er þetta þó afar stór
hópur frændsystkina.
Í gegnum árin höfum við
frændfólkið í móðurætt okkar
hist um jólin í Pálsættarboði, og
hefur þar verið mikið hlegið, sleg-
ið sér á læri og kysst og faðmast
að breiðfirskum sið. Nú stendur
upp á okkur sem eftir stöndum að
halda þessu við, kannski ekki síst
í minningu Kristínar Magneu og
móðursystkina okkar, Helgu,
Svanlaugs og Bjarna sem einnig
hafa kvatt okkur.
Við systkinin og Lea móðir
okkar sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Vals, Árna Snorra,
Valdimars og fjölskyldna þeirra,
til elsku móðursystur okkar
Hrefnu og Eggerts, og til Páls
Ármanns frænda okkar, Kristín-
ar konu hans og barna þeirra. Við
munum sakna Kristínar Magneu.
Alma Möller.
Snemma í sumar bárust þær
fréttir að Kristín, þetta hörkutól,
væri alvarlega veik. Þessi erfiði
og öflugi sjúkdómur, krabba-
mein, náði að fella þessa dugn-
aðar- og baráttukomu allt of
snemma, eins og marga aðra.
Kristín var hluti af lífi mínu frá
fyrstu minningu, við ólumst upp í
sama húsi í Gnoðarvoginum, húsi
sem feður okkar byggðu og lágu
leiðir okkar oft saman eftir það.
Ýmislegt var brallað í æsku og
m.a. unnum við eitt haustið við að
taka upp karföflur, á svæði sem
nú er Skeifan, launin voru mæld í
magni, kartöflupokum, og vorum
við Kristín eitt teymi og skiptum
laununum eftir aldri, hún 10 ára
og ég 6 ára. Þegar Kristín og Val-
ur giftu sig var ég unglingur og
er enn skýrt í huga mér hvað mér
fannst kjóllinn og allt svo flott.
Árið 1997 hóf Kristín störf með
mér á Morgunblaðinu og endur-
nýjuðust þá kynnin aftur og voru
oft rifjaðir upp gamlir tíma frá
æsku. Þar kynntist ég Kristínu
enn betur, hún var klár og fjölhæf
kona sem var fljót að sjá aðalat-
riðin og finna lausnir á málunum.
Hún var níu ár á Morgunblaðinu
en hætti þegar við fluttum í Há-
degismóana. Ég hef oft hugsað til
hennar þegar þarf að leysa mál á
stuttum tíma og nýtt mér það
sem hún kenndi mér, en hún var
mjög dugleg að tileinka sér tölvu-
tækni til lausnar á málum. Eftir
að hún hætti á Morgunblaðinu
hittumst við sjaldnar, en m.a.
með hjálp Facebook héldust
tengsl og fréttir af fjölskyldunni.
Elsku Valur, Árni, Valdimar,
Hrefna og Eggert, ég og fjöl-
skylda mín sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
megi minningin um góða og dug-
lega konu, hana Kristínu, styrkja
ykkur og okkur öll í sorginni.
Einnig senda fyrrverandi sam-
starfsmenn á Morgunblaðinu
kærar kveðjur.
Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Stína vinkona, eða Stína hans
Vals, kvaddi þetta jarðlíf 30. des-
ember síðastliðinn eftir erfiðan
en hetjulegan bardaga við hr.
Krabba. Hún vann margar orr-
ustur með Val sér við hlið en því
miður ekki stríðið sjálft.
Við Stína höfum verið vinir síð-
an ég var nítján ára, 41 ár, og
kom inn í hóp sem nefnist Skíða-
deild Hrannar, eða Hrannararn-
ir. Þar er margt gott og yndislegt
fólk en við Stína náðum sérstak-
lega vel saman. Ég að stíga mín
fyrstu skref inn í þessa fullorð-
insveröld, ólétt og í námi, en
Stína að byggja og komin með
sinn gullmola, hann Árna Snorra.
Ég leit svo sannarlega upp til
hennar, aldrei neitt mál að redda
hlutunum eða finna tíma til að
gera vinum greiða. Við skemmt-
um okkur í góðra vina hópi, dáð-
umst að frumburðum okkar og
sköpuðum okkur heimili. Síðan
flutti ég norður í Skagafjörð og
þá var nú ekki slæmt að fá góða
vini í heimsókn eða skreppa suð-
ur og gista á Hótel Tindastól, en
Jakasel 12 bar það nafn með
rentu vegna ásóknar Skagfirð-
inga í að gista þar. Svo eignuð-
umst við fleiri gullmola og á sama
árinu, ég Sigurlaugu en Stína
Valdimar Lárus, Valda. Ekki dró
það úr vináttu okkar heldur jók
hana til muna. Ferðalög um land-
ið þvert og endilangt í misjöfnum
veðrum; Galtalækur um verslun-
armannahelgina og Skálafell um
páska. Það var alltaf jafn gaman
þegar Hrannararnir hittust, en í
þeim hópi var Stína hrókur alls
fagnaðar og tók oft forystuna.
Það var svo skrítið að þegar ég
dvaldi við sérnám tvo vetur hér
syðra og flutti svo alveg suður, þá
höfðum við Stína minna samband
en þegar ég bjó fyrir norðan. En
það skipti engu máli hversu langt
var á milli þess sem við hittumst –
það var alltaf eins og við hefðum
hist í gær.
Við vorum nú ekki alltaf sam-
mála eða með sömu sýn á hlutina
en það var einn af mörgum kost-
um Stínu að hún virti ávallt skoð-
anir annarra en stóð þó á sínu. Ég
man aldrei eftir því að okkur
sinnaðist öll þessi ár þannig að
ekki væri leyst úr málum á staðn-
um. Félagsfælin var hún Stína
ekki; sat í fjölda nefnda á vegum
Skíðasambands Íslands og
gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum í
tengslum við sína vinnu, en Stína
var forkur til allrar vinnu hvort
heldur launaðrar eða ólaunaðrar.
Stína rúllaði t.d. upp tveimur
fermingarveislum fyrir mig, en
aldrei bað hún um hjálp til baka.
Svona var Stína.
Ég vil að lokum þakka Stínu öll
árin og stundirnar sem við náðum
að deila saman um leið og ég
votta Vali, Árna Snorra, Valda og
þeirra mökum og börnum, sem
og allri stórfjölskyldunni, mína
dýpstu samúð við þeirra mikla
missi. Mikið vildi ég vita hvaða
verkefni Drottni okkar liggur
svona á að að fá hana til að vinna.
Vantar kannski alvöru skipulags-
stjóra eða félagsmálastjóra á
himnum? Veit að Stína rúllar upp
öllum þeim verkefnum sem bíða
hennar þar.
Armæða af illsku hlýst
elskumst meðal vina.
Andartakið eigum víst
en ekki framtíðina.
(Pálmi Jónsson)
Far þú í ljósi og kærleika,
kæra vinkona, með þökk fyrir allt
sem þú gafst.
Sigríður A. Pálmadóttir
og fjölskylda.
Við andlát Kristínar Magneu
koma upp í hugann margar skýr-
ar minningar um ákveðna og lífs-
glaða konu. Konu sem var ung
eins og við þegar kynni hófust.
Höfum síðan verið samferða
henni og fjölskyldu hennar gegn-
um lífið í næstum hálfa öld.
Þegar myndaalbúmum frá
fyrri tíð er flett og myndir af
vinahópnum í skíðadeild Hrannar
skoðaðar vakna einungis góðar
minningar.
Í þeim má sjá Kristínu sem við
kveðjum í dag, glaðbeitta renna
sér gegnum lífið með marga bolta
á lofti. Drífandi, duglega, klára
og skipulagða. Kankvísa með
bros á vör, glettna til augna og
spaugsyrði á vörum.
Kristín Magnea
Eggertsdóttir
Nú höfum við
kvatt Steinu systur.
Þar sem langt var á
milli okkar í aldri
átti ég góða samleið með börnun-
um hennar. Ferðir að Möðruvöll-
um, þar sem séra Þórhallur heit-
inn þjónaði sem prestur, og seinna
til Akureyrar tengdu okkur sam-
an. Mér þótti gaman að vasast í
sveitinni og tók þátt í því af heilum
hug sem þar fór fram. Heimili
þeirra stóð mér ætíð opið á
menntaskólaárunum og átti ég
vísan stuðning hennar ef á þurfti
að halda við námið enda fór þar
bráðgáfuð kona og skörp. Þau
Þórhallur heitinn héldu mér stúd-
Þóra Steinunn
Gísladóttir
✝ Þóra SteinunnGísladóttir
fæddist 1. desember
1941. Hún lést 27.
desember 2016.
Útför Þóru Stein-
unnar fór fram 5.
janúar 2017.
entsveislu á heimili
sínu ásamt mínu
nánasta venslafólki,
þegar ég útskrifað-
ist, sem ég kunni svo
sannarlega að meta.
Ekki breyttist
viðmótið þegar ég
eignaðist fjölskyldu
og vorum við ævin-
lega velkomin. Í
veikindum hennar
styrktum við sam-
band okkar og það var aðdáunar-
vert að fylgjast með hvernig hún
tókst á við þá þolraun með æðru-
leysi og jákvæðni. Steina var alltaf
tilbúin að hlusta og gefa ráð. Einn-
ig var oft stutt í húmorinn og átt-
um við góð samtöl um eitt og ann-
að sem gott er að geyma með sér.
Það góða og dýrmæta samband
sem ég og fjölskylda mín eigum
við börnin hennar og fólkið allt ber
að þakka. Þeim sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Elín Gísladóttir og fjölskylda.