Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 21
Þar er hún á fleygiferð í dún- mjúkum snjónum. Á dansiböllum þar sem síðpilsin sviptust. Í kvennahlaupi við Látrabjarg og á Norðurfirði á Ströndum. Örferð- um hingað og þangað svo fátt eitt sé nefnt. Kristín og fjölskyldan var allt- af virk og samstillt í leik og starfi tilbúin til þátttöku og forystu í fé- lagsskapnum með lífsgleðina í fyrirrúmi. Drífandi kona sem fulltrúi okkar í skíðahreyfingunni og starfinu í Galtalækjarskógi. Endaspretturinn reyndist ekki dúnmjúkur eins og snjórinn í Skálafelli forðum og Kristín lést eftir harða baráttu við sjúkdóm sem gaf engin grið. Það að Kristín er kölluð á brott núna er mikið áfall fyrir fjöl- skyldu hennar og ekki síður vin- ina sem á þessari kveðjustundu er efst í huga þakklæti fyrir góð kynni. Guðmundur H. Einarsson, Vilborg Runólfsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) „Ég kem bara til dyra eins og ég er klædd.“ Brosandi opnaði Kristín dyrnar að Jakaselinu og tók á móti mér, þegar ég leit inn hjá henni í nóvember síðastliðn- um. Kristín kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd og þessi setning lýsir henni fullkomlega. Hreinskiptni í samskiptum, heið- arleiki, stolt og ást á fjölskyldu sinni var hennar aðalsmerki. Samvera okkar bæði í leik og starfi var alltaf laus við alla hnökra, við unnum sem ein, þekktum hvor aðra svo vel að á stundum þurftum við ekki að nota orð, vissum alltaf hvaða verkefni átti að taka fyrir næst. Kristín tókst á við verkefni sem fyrir hana voru lögð af æðruleysi og leysti vel úr öllu. Hún var ekk- ert að velta hlutum fyrir sér lengi. Einn sumardag fyrir nokkrum árum hittumst við á bensínstöð, báðar að fylla bílana okkar af bensíni. Við töluðum saman nokkra stund þegar ég sagði henni að mig langaði til að heim- sækja Flatey á Breiðafirði þar sem eldri dóttir mín og tengda- sonur væru í sumarfríi með börn- in og ég hefði aldrei komið þang- að. Ingi maðurinn minn var að vinna austur á landi og Valur hennar Kristínar var líka eitt- hvað upptekinn. Án frekari orða- lenginga sagði Kristín: „Þá skell- um við okkur bara.“ Nokkrum tímum síðar vorum við lagðar af stað, gistum í Stykkishólmi um nóttina og tókum fyrstu ferð morguninn eftir með Baldri yfir Breiðafjörðinn. Við áttum yndis- lega dagstund í Flatey sem skart- aði sínu fegursta og tók okkur opnum örmum með dásamlegu veðri. Sumarbústaðaferðir, rölt á golfvöllum, söngæfingar og aðrar samverustundir okkar voru alltaf skemmtilegar og eru mér dýr- mætar og ógleymanlegar. Með virðingu og kærleika í hjarta þakka ég fyrir allar okkar stundir. Að fá að kynnast Krist- ínu og hennar góðu fjölskyldu gerði mig að betri manneskju. Við Ingi og fjölskylda sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar, fjölskyldu Kristínar og vina. Minning um hana lifir í hjörtum okkar. Hafdís Odda Ingólfsdóttir. Oft hefur það reynst erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til látins vinar, en sjaldan sem nú. Þessi kraftmikla kona sem fyllti rúmið hvert sem hún fór, þessi kæra vinkona til um 40 ára, ferða- félagi, fjölskylduvinur, félagi í Skíðadeild Hrannar, ástsæll vin- ur margra, er farin á vit hins óþekkta. Eftir situr undrun, örlar á reiði út í skaparann, en ekki síst mikið tómarúm. Við, Kristín og Valur áttum margar yndislegar stundir sam- an. Í skíðaskála Hrannar með börnum okkar, upp til fjalla á fjallabílunum, í sumarbústöðum, í matarklúbbi og lengi mætti telja. Alltaf var Stína drifkraft- urinn. Sameiginlegum ferðalög- um fækkaði þegar golfið tók yfir hjá þeim Stínu og Vali, en það þýddi ekki að vináttan hefði minnkað. Krafturinn og þráin eftir að taka þátt var ótrúlega sterkur hluti af skapgerð Stínu. Hún var mjög félagslynd og mannblendin. Þegar hún vann hjá Áburðar- verksmiðjunni voru bændur um allt land vinir hennar. Stína var alltaf með nýjar hugmyndir um ferðir og mannfagnaði. Oft mátti sjá á öðlingnum Vali að honum þótti nóg um, hann brosti á sinn ljúfa máta, hristi lítillega höfuðið, en tók síðan þátt í öllu sem Stínu datt í hug. Það er hægt að segja að Stína lifði hratt í allra bestu merkingu þess orðs. Það er hreint ótrúlegt hvað henni og Vali auðnaðist að gera saman. Alltaf samhent og alltaf glöð. Allt þetta lifir í minningunni. Það er hægt að segja um Stínu og Val að þau hafi lifað lífinu lifandi, saman. Við vinirnir þurfum að aðlag- ast því að hafa ekki Stínu með okkur, hressa og káta gerandi nýjar áætlanir. Öllum er okkur ætlað að lifa og deyja. Okkur er ætlaður viss tími hér á jörðu, sumum langur, öðr- um styttri. Það sem mestu máli skiptir er á hvern hátt þér tekst að nýta þinn tíma. Óhætt er að segja að hvað það varðar var hún Stína okkar meistari meistar- anna. Við sendum Vali og öllum af- komendum hans og Stínu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Það mun hjálpa ykkur við að vinna úr sorginni að minnast þess hve ein- stakur persónuleiki og mann- eskja hún var. Sólveig og Sveinn. Kveðja frá skíðamönnum Kristín Eggertsdóttir kom til starfa fyrir skíðahreyfinguna í gegnum félag sitt Ungmenna- félagið Hrönn. Hún var fulltrúi Hrannara í Skíðaráði Reykjavík- ur til fjölda ára. Kristín átti sæti í stjórn Skíðasambands Íslands, lengst af eina konan. Öll þau fjöl- mörgu verkefni sem hún tók að sér vann hún af stakri fag- mennsku. Hvort heldur var að rita þinggerðir Skíðasambands- ins eða sjá um fjármál fyrir Skíðaráðið, allt bar þess vott að vandað var til verka. Það var okkur öllum ljóst sem með henni störfuðum að Kristín var frábær félagi sem ómetanlegt var að eiga að. Hún vissi hvernig hún vildi hafa hlutina og lét skoð- anir sína óhikað í ljós, var ósér- hlífin og jákvæð. Í mörg ár sá Kristín um að skipuleggja ferðir keppenda frá Reykjavík á skíðamót út á land og oftar en ekki var hún far- astjóri í slíkum ferðum. Það reyn- ir oft á þegar ferðast er með unga og hressa skíðamenn, allir þekktu Kristínu, alls staðar var hún vel liðin, traust og góð. Nú síðastliðið haust fór hún yf- ir reikninga Skíðaráðs Reykja- víkur, hún var þá enn að eyða kröftum sínum fyrir skíðahreyf- inguna. Skíðafélagar Kristínar minn- ast hennar með hlýhug og þakk- læti fyrir það óeigingjarna starf sem hún vann fyrir okkur til fjölda ára. Við vottum fjölskyldu Kristín- ar samúð. Auður Björg Sigurjóns- dóttir, Benedikt Geirsson, fv. formenn Skíðaráðs Reykjavíkur. Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Bútasaumur, Ljósbrotið kl. 11-16. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.30. Félagsvist með vinningum kl. 13. Mynd- list með Elsu kl. 16. Boðinn Leikfimi í Bjartasal kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Bústaðakirkja Félagsstarfið hefst á miðvikudaginn 11. janúar kl. 13. Góð samvera fyrir alla konur sem karla. Spil, handavinna, spjall, framhaldssaga, hugleiðing og bænir og rjúkandi heitt kaffi og með því, áður en haldið er heim. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju. Fyrsti kvenfélagsfundur ársins verður í kvöld kl. 20. Hlökkum til að sjá ykkur. Stjórnin. Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30-11.20. Allir velkomnir og hægt að koma og prufa ókeypis tíma. Prjónaklúbbur kl. 13-16 í handverksstofunni, allir velkomnir með fjölbreytta handa- vinnu. Bútasaumshópur hittist kl. 13-16 í vinnustofunni. Minnum á sölukaffið kl. 14.30. Allir velkomnir. Félagsmiðsöðin Lindargötu 59 / Vitatorg Leirmótun kl. 8-12. Postulínsmálun kl. 9-12. Upplestur framhaldssögu kl. 12.30-13. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Stóladans kl. 13-13.30. Samsöngur í saln- um kl. 13.30-14.15. Bókband kl. 13-17. Gerðuberg 3-5 Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16 útskurður með leiðbeinanda, kl. 13-14 línudans, kl. 14.30-16.30 kóræfing. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl.10.50 jóga, kl. 13 lom- ber, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handa- vinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaað- gerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10. Æðstaráðsfundur kl. 10.20. Myndlist hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Sönghópurinn byrjar aftur föstudaginn 13. janúar en verður svo framvegis á fimmtudögum kl. 13.30-14.30. Jóga kl. 17.15. Allir vel- komnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju og frá Borgum, ljós- myndaklúbbur kl. 10 í Borgum í dag og félagsvist hefst kl. 13 í dag í Borgum. Vonumst til að´sjá ykkur sem flest. Selið, Sléttuvegi 11-13 Kaffi, spjall og blöðin kl. 10, helgistund kl. 10.10, hádegismatur kl. 11.30, félagsvist kl. 13.15 og kaffi og meðlæti kl. 14.30-15.30. Seltjarnarnes Námskeiðið í gleri fellur niður í janúar. Leir Skóla- braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Nýtt dagskrárblað félagsstarfsins fyrir janúar - júní 2017 verður borið í hús til allra eldri borgara í þessari viku. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Þjónusta ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD              Uppl. í s: 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is Múrum og smíðum ehf Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Góður félagi, Vig- fús Geirdal, er fallinn frá. Kynni okkar hóf- ust á háskólaárunum í félagsstarfi stúd- enta. Við vorum af ’68 kynslóð- inni og börðumst fyrir betra þjóðfélagi, efnahagslegu jafn- rétti, gegn erlendum her á Ís- landi, gegn stríðsrekstri Banda- ríkjanna í Víetnam, gegn kjarnorkuvopnum og köldu stríði. Eftir að námi lauk lágu leiðir okkar saman innan vébanda Samtaka herstöðvaandstæðinga, við skrifuðum saman greinar í blöð og tímarit og tókum þátt í skipulagningu mótmæla og alls kyns aðgerða gegn bandaríska setuliðinu á Miðnesheiði, gegn hermangi og hernámi hugarfars- ins. Á þessum árum var farið reglulega í Keflavíkurgöngur. Þetta voru viðamestu og flókn- ustu mótmælaaðgerðir 20. aldar á Íslandi. Þær höfðu mikla póli- tíska vigt og áhrif. Vigfús var virkur þátttakandi og meðal skipuleggjenda í mörgum af þessum göngum. Í hinni miklu göngu sumarið 1983 var hann í innsta kjarna. Þetta var áratugur friðarhreyf- inga, kjarnorkuvopnakapphlaup- ið var í algleymingi. Járntjaldið skipti Evrópu í tvennt og stór- veldin hótuðu gereyðingarstríði. Áætlanir voru uppi um stjörnu- stríð og kjarnorkuflaugum var raðað upp á mörkum austurs og vesturs. Friðarhreyfingarnar börðust gegn þessari vitfirringu. Fundir og aðgerðir voru skipu- lagðar um alla Evrópu. Samtök herstöðvaandstæðinga voru skyndilega orðin hluti af alþjóð- legri hreyfingu. Vigfús Geirdal varð strax virkur á því sviði, var í undirbúningshópi alþjóðlegrar friðarráðstefnu í Reykjavík og myndaði fjölþjóðleg tengsl. Vigfús Geirdal ✝ Vigfús Geirdalfæddist 24. jan- úar 1948. Hann lést 14. desember 2016. Útför hans fór fram 30. desember 2016. Í ár minntust menn 30 ára af- mælis toppfundar- ins í Höfða, þegar þeir Gorbatsjov og Reagan hittust hér í Reykjavík til að ræða kjarn- orkuafvopnun stórveldanna. Þessi fundur var til marks um ár- angur friðarhreyf- inganna og hinnar alþjóðlegu friðarbaráttu. Herstöðvaand- stæðingar vildu gera eitthvað eftirminnilegt til að undirstrika þetta, eitthvað nýtt til viðbótar hefðbundnum fjöldaaðgerðum. Vigfúsi Geirdal datt þá í hug að bjóða Joan Baez til tónleikahalds á sama tíma og höfðingjar stór- veldanna funduðu. Hún var stórt nafn í friðarbaráttunni og einn þekktasti mótmælasöngvari heims. Hugmyndinni var hrint í framkvæmd. Joan Baez bland- aðist ekki hugur um þýðingu toppfundarins og nauðsyn þess að friðarbaráttufólk fylgdi mál- um eftir. Tvennir tónleikar í Gamla bíói vöktu gríðarathygli og öðrum þeirra var sjónvarpað í heild. Á seinni árum lágu leiðir okk- ar Vigfúsar saman á allt öðrum vettvangi. Það var í sambandi við rannsóknir á könnunarleið- öngrum sem Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, afi hans, hafði tekið þátt í m.a. með Alfreð Wegener, upphafsmanni land- rekskenningarinnar. Vigfús hafði aðgang að myndasafni, dagbókum og einkabréfum afa síns, gagnmerkum heimildum. Úr þessu efni var hann að vinna síðustu árin, birti greinar, hélt fyrirlestra og stóð að undirbún- ingi Norðurslóðasýningar á Ak- ureyri um ferðirnar. Við ótíma- bært fráfall skildi hann eftir sig nær fullbúið handrit að bók um þessi efni – bók sem verður að koma út. Ég harma góðan félaga, bar- áttumann og fræðimann og votta öllum aðstandendum hans inni- legustu samúð. Árni Hjartarson. Sérhver stúlka ætti að eiga samkyn- hneigðan besta vin, segja þeir og ég varð sá vinur Steinu fyrir meira en fimmtíu árum, þegar við hitt- umst í Kaupmannahöfn. Jólin sama ár bauð hún mér að vera með sér og fjölskyldu sinni og það breytti lífi mínu og foreldrar Steinu, Jón og Magnea, tóku mig að sér. Þetta var í fyrsta skipti sem ég átti fjölskyldu sem bar ást til mín og Steina, sem var besti dansarinn í alheiminum, varð systir mín. Við áttum marg- ar skemmtilegar stundir í gegn- um tíðina, hér og í London, þar sem ég bý, og vorum við bestu vinir öll þessi ár. Ég sakna þín sárt, elskan mín, og takk kær- lega fyrir að gefa mér frábæra fjölskyldu á Íslandi. Þinn, Joey Daly-Land. Elsku amma Steina eins og þú varst alltaf kölluð á mínu heimili, ert nú farin frá okkur. Söknuður- Steinunn S. Jónsdóttir ✝ Steinunn S.Jónsdóttir fæddist 5. október 1943. Hún lést 21. desember 2016. Útför Steinunnar fór fram 3. janúar 2017. inn er og mun verða óbærilegur, en yndislegar eru minningarnar og margar sem við munum rifja upp og halda minningu þinni á lofti. Því að hafa gefið þér nöfnu fyrir 27 ár- um hef ég alla tíð verið mjög svo stolt af, því að ynd- islegri og glæsilegri konu er erf- itt að finna. Þú varst alltaf svo yndisleg við hana Steinunni mína og dætur mínar báðar. Eins sárt og það er að kveðja þig, elsku amma Steina, þá gleður það hjarta mitt að hafa heimsótt þig oft á spítalann síðustu sex vik- urnar þínar. Hvíldu í friði, elsku amma Steina mín. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu Í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. Höf: Ingibjörg Sigurðardóttir. Ásta G. Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.