Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Qupperneq 33

Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Qupperneq 33
manna á meðan erlendum togurum Ijölg- aði og sópuðu upp afla rétt við nefið á landsmönnum. Það er á þessu tímabili, sem fólksflóttinn hefst úr sveitum landsins og að stöðum við sjávarsíðuna, sem buðu upp á einhverja hafnaraðstöðu, eins og sést á þeim tölum, sem ég nefndi fyrr um fjölg- un í Reykjavík á áratugunum sitt hvoru megin við aldamótin. Rangæingar voru samkvæmt manntali 1704 4.600, en eru í dag 3.600, en sam- kvæmt skýrslu þjóðhagsstofnunar, hefðu átt að búa hér yfir 13.000 manns, ef sýsl- an hefði getað haldið sínu af þeirri fólks- fjölgun, sem í landinu hefur orðið. Við bú- um við það í dag að hér hefur verið fólks- fækkun alveg til ársins 1971, en þegar stór- framkvæmdir í virkjunum við Sigöldu hóf- ust, stöðvaðist að mestu flóttinn úr sýsl- unni. En hvað tekur við þegar virkjun Hraunaeyjarfoss er lokið, ef ekki er hugað að frekari atvinnuuppbyggingu hér í sýsl- unni? Þessi mál voru rædd nokkuð á fundi í febrúar og sýnist mér að við hér í Dímon verðum að taka upp harðari baráttu fyrir þessum málum, baráttu fyrir okkar hérað til þess að sporna við fólksflótta úr okkar héraði. Það getum við bezt gert á þessu stigi með umræðum um nýtingu raforku úr fallvötnum okkar fyrir iðnað í okkar hér- aði og beita áhrifum að landbúnaðarfram- leiðslan verði fullunnin hér í héraði og að hafist verði handa um vinnslu sjávarafla. Ég hefi hér að framan rakið þátt nokk- urra Rangæinga og afskipti og þátttöku jscirra í upphafi togarasögu landsmanna og ég hefi þá trú, að þetta fólk sem byggir þetta hérað nú, hafi sama neistann til þess að takast á við uppbyggingu atvinnulífs hér heimafyrir og fyrirrennrar þeirra höfðu til jæss að taka sig upp og feta áður ókunnar slóðir í atvinnuuppbyggingu. K-FRÉTTIR Ég tel að hafnleysi Rangárvallasýslu eigi einna mestan þátt í að við misstum unga fólkið úr héraði til annarra staða þar sem atvinna var meiri. Við sjáum fyrir okkur aukningu á íbúafjölda Reykjavíkur á síðasta áratug síðustu aldar og fyrsta ára- tug þessarar aldar. Sú aukning er mest til- komin vegna aukinnar útgerðar og atvinnu, sem henni fylgdi, sem gjörbreytti lífsháttum fólksins. Það er þessi þróun, sem við þurf- um að hjálpast að að snúa við, þeirri þróun eða þróunarleysi í atvinnumálum héraðs- ins. Kjörorð okkar Kiwanismanna er, við byggjum — byggðu fyrir byggðalag þitt. Þetta er í raun ákall til okkar allra Dímons- manna að gera okkar hérað sterkt í at- vinnumálum. Ég vil nú enda joessi orð mín á svipaðan hátt og Arnbjörn á Argilsstöðum, sem end- aði allar sínar ræður á því að segja: Þá legg ég til að við kaupum togara. Ég segi aftur eins og Kiwanismenn eiga að gera: Við byggjum höfn. Hörður Helgason forseti Dímon. 33

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.