Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 5
tímann, er varð henni á margan hátt örlagaríkur. Hún hafði því œrnar ástæður til þess að fagna komu vors og Ijóss, þegar vald myrkurs og vetrar var yfirunnið. Við höfum löngum verið glöðust í geði, er við heilsum alheiðum árdegi og lítum vor- fegurð þessa lands stafa grógeislum lífs í nótllausri veröld. Jólahátíðin er haldin um þœr mundir, er vetrarmyrkrið hefur undanhald og heimskautið kalda hnígur á ný að sólu. Iþeim skilningi eru jólin einnig sigurhátíð Ijóssins í hinum ytra heimi. Ef til vill finnst þér, að nú á síðustu tímum hafi Ijósþrá Islendinga verið svalað, að rafmagnsljósin hafi útrýmt skamm- degismyrkrinu. Hinir ungur þekki því ekki lengu hinn dimma íslenska vetur né heldur þá baráttu, erforfeður okkar urðu eð heyja í myrkri og kulda. Og víst er það satt og rétt, að tæknin hefur hér breytt miklu um. Samt er okkur sólarljósið enn lífsnauðsyn og vegvilltum manni, hvort sem hann er staddur á láði, legi eða í lofti er Ijósið frá glugganum eða vitanum ennþá kærkomið, tákn birtunnar og lífsins, andstaða myrkursins og dauðans. Vissulega er því sigur Ijóss yfir myrkri í himni yfir náttúru ennþá ærin ástæða til hátíðahalds, enda var jólahátíðin fyrir kristna tíð einvörðungu tengd sólarhvörfum, haldin eftir vetrar- sólstöður. En fagnaðarefni kristinna manna er voldugra en þetta, Ijósvonirnar ennþá æðri með komu jólanna. Því að þörf er fyrir Ijósið, er vinnur bug á myrkrinu og vetrar- harðingunum í andans heimi. Og það er þetta skammdegismyrkur og þessi vetrar- kuldi, sem hefurþjakað ogþjáð mannkynið mik/u mest. ,, Öllum hafís verri er hjartans ís, ef hann grýpur þjóð, þá er glötunin vís,“ yrkir skáldið. Isaldartímabil hafa oft gengið yfir heiminn í andlegum efnum og mannkynið gengið myrkurgöngu á hjarn- breið hjartakulda og kærleiks/eysis. Það er djúpstæð þrá mannssálarinnar að eignast þann varma og það Ijós, er bræði klakann og lýsi út úr slíkum villumyrkrum. Jóla- hátíðin boðar okkur aðþetta Ijós sé komið í heiminn, að úrslita orustunni við andlega myrkrið í tilverunni sé lokið og birta og líf verði um síðir hin algjöra staðreynd á himni og jörð. Jólin boða okkur, að sú sól sé risin á himni, er megni að drepa myrkrinu í hugum manna á dreif og þíða ísinn í hjörtum þeirra. Og það er þetta Ijós, sem gerir jólin kristin jól, að raunverulegri Ijóshátíð. Dýpstu rökin fyrir töfrum jólanna felast í því, að sjálft Ijósið af hæðum var að koma inn í lönd nátt- myrkranna. Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn, segir Jóhannes í guðspjalli sínu. Lit/a nýfædda barnið í Betlehem var þetta Ijós. Jesús Kristur átti eftir að verða lýsandi viti miljóna manna um allan heim. Og hann sagði sjálfur: ,,Éger Ijós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins". Ekkert er fagnaðarríkara fyrir okkur smáa vanmáttuga og oft villuráfandi menn en vitneksjan um það, að Guð hafi tendrað okkur Ijós til þess að leiðbeina okkur á jerðneskri vegferð og leiða okkur að lokum til lífsins landa, þar sem sólin hnígur aldrei til viðar, þar sem tæmt er húmsins haf, en allt er Ijós og líf. En er það þá öruggt, aðJesús.jólabarnið í Betlehem haft verið þetta himneska Ijós, að koma hans hafi valdið þessum þátta- skilum í líft mannkyns? Því verður ekki með sanni svarað öðruvísi en játandi. Yfir lönd náttmyrkranna skein Ijós, sem þrátt fyrir alla tregðu mannanna varsvo máttugt og bjart, aðþað olli tíðahvörfum. AndiJesú Krists hefur að meira eða minna leyti haft gagnger áhrif á löggjöf og þjóðskipulag kristinna þjóðlanda. Kristur hóf fyrstur allra merki almennra mannréttinda á loft. Hann skóp það réttlæti, er ríkir í sambúð einstaklings og þjóða. Hann gjörbreytti viðhorfinu til hinna máttarminni í þjóð- félögunum, til barna, aldraðra, sjúkra og annarra þeirra, er sérstakrar umhyggju og samhygðar þörfnuðust. í lífi sínu og K-FRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.