Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 11
Þá eru ótalin störf hinna ýmsu klúbba út um allt land, sem mörg hver er unnin í kyrrþey og fáir vita um nema þiggjendurnir. Fátt er eftirsóknarmeira en að geta miðlað öðrum af góðvilja sínum og hjálpfýsni. Þakklæti þess fólks, sem nýturhjálparokkarí ýmsum myndum lýsir sjálfsagt lengst í minningasafninu. Hvort ég hef aftur á móti gefið Kiwanis- hreyfingunni eitthvað í staðinn er ég ekki dómbær um, en það er vissulega von mín að svo megi verða. Það getur orðið erfitt að vera alltaf þiggjandinn. Það þjóðfélag, sem við búum við í dag kallar sannarlega á lífsviðhorf Kiwanis. Nú virðist manngildið og kærleikurinn á hröðu undan- haldi. Nú er sá mestur, sem óbilgjarnastur er og sýnir mesta kröfuhörkuna. Fjölmiðlarnir, ekki síst þeir ríkisreknu, demba yfir okkur í tíma og ótíma voðafréttum og ótímabærum myndum af hörmungum fólks. Skítt með alla tilfinningasemi. Ég fæ ekki séð tilgang í því að vera sífelt að velta sér upp úr erfiðleikum fólks og einstakra byggðarlaga. Með þessum neikvæða frétta- flutningi er hætt við að fólk leggi árar í bát og jafnvel flytji búferlum út í óvissuna. í ræðu minni 6. okt. s.l. er ég tók við embætti forseta í Helgafelli sagði ég m.a. eftirfarandi sögu um það hvernigfjölmiðlarn- ir eiga ekki að vinna: „í sumar fjölmenntu blaðamenn, ljós- myndarar og sjónvarpsfólk út á Keflavíkur- flugvöll til að taka á móti, og hylla, þátttak- endur frá síðustu Olympíuleikum, og þar á meðal einn bronshafa. Menntamálaráðherra reif sig jafnvel upp úr hlýju rúminu kl. 5 að morgni og snaraðist í prjónahaldið til að taka þátt í fagnaðinum og kyssa kappann. Það getur jú verið napurt á Miðnesheiðinni svo árla dags. Nokkru áður hafði annar hópur frá öðrum Olympíuleikum komið til þessa sama flug- vallar. Þar voru m.a. tveir silfurhafar og sjö bronshafar. Einn þátttakandinn átti m.a.s. um tíma bæði heimsmet og Olympíumet í sinni grein - 100 m. sundi. Nú var enginn ráðherra viðstaddur, engir blaðamenn eða fréttagírugir sjónvarpsmenn - ekkert forsetaheimboð. Þetta var hljóðlátur hópur, en sigurgleðin leyndi sér ekki. Fáir munu getað ímyndað sér hvað þessi hópur hafði afrekað og jafnframt mikið á sig lagt við þrotlausar æfingar, og oft af litlum mætti. Þetta voru þátttakendur íslands í VIII. Olymíuleikum fatlaðra“. Látum markmið Kiwanis ljóma með þjóð okkar, sem svo miskunnarlaust misbýður þegnum sínum - einmitt þeim, sem síst skyldi og minnstar kröfur gera til þjóðfélagsins. Þar er ekki verið með hótanir. Þar þekkjast engin verkföll. Það er aðeins farið fram á það að fá að vera með í leik og starfi. Njóta jafnréttis og umfram allt - skilnings. Ef við Kiwanismenn getum breytt þessum hugsunarhætti, m.a. hjá ráðamönnum þjóð- arinnar þá er vel. Við skulum ætíð hafa að leiðarljósi gullvægu regluna úr lögum okkar: „Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulu þér og þeim gjöra“. Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt þess kost að fá að starfa undir fána Kiwanis og eignast í félagsskapnum ótalda vini. Richard Þorgeirsson. Eftirtaldir aðilar óska öllum Kiwanis- ijölskyldum og lesendum GLEÐILEGRA JÓLA FLÓIN BERGNES PANELOFNAR GUNNAR KVARAN PHARMACO INNKAUPASAMBAND BÓKSALA EGGERT KRISTJÁNSSON HF. FÉLAGSBÓKBANDIÐ RATSJÁ HF. MÁLNING HF. HOFFELL HF. ÍSSPOR K-FRÉTTIR 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.