Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 9

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 9
Kíwanisklúbburínn Eldey í sitt eigið húsnæði Nú í haust hafa félagar staðið í ströngu við að innrétta félagsheimili fyrir starfsemi sína í sjálfboðavinnur og fjármagnað með eigin fé. Hús þetta stóð við Kársnesbraut en varð að víkja fyrir nýjum byggingum svo við fluttum það að Smiðjuvegi 13a. I húsi þessu er gert ráð fyrir um 80 manns í sæti og munum við halda alla okkar fundi þar ásamt öðrum skemmt- unum klúbbsins. Með tilkomu þessa húss rætist gamall draumur aldursforseta okkar um eigið húsnæði en hann hefur reifað á þessu máli öðru hvoru síðan klúbburinn var stofnaðu árið 1972 eða í tæp 13 ár. Ef áætlun um fullnaðar frágang á húsinu stenst munum við halda okkar jólafund í því, annars fyrsta fund á næsta ári sem er 2. janúar 1985. Vetrarstörf eru komin í fullan gang undir- búningur að kertasölu og útgáfu auglýsinga- blaðs stendur yfir og skemmtun fyrir aldraða í Kópavogi var haldin 25. okt. og tókst mjög vel að vanda. Kiwanisfélagar verið velkomnir í hið nýja hús okkar að Smiðjuvegi 13a, Kópavogi fyrsta og þriðja hvern miðvikudag í mánuði á nýju ári. Með Kiwanis kveðju Kiwanisklúbburinn Eldey Þorsteinn Kolbeins. Fréttir af Sinawik-konum Sinawik-hreyfingin á íslandi á vaxandi vinsældum að fagna meðal eiginkvenna Kiwanismanna. Nú er svo komið að 17 klúbbar eru starfandi innan Landssambands- ins og væntum við þess að enn fleiri bætist í hópinn. Hver Sinawik-klúbbur vinnur mark- visst að ákveðnum verkefnum og stuðlar þannig beinlínis að „byggingu betra lífs“ á sínum heimaslóðum. Því getum við ánægðar tekið undir einkunnarorð Kiwanis í ár, en alltaf má vinna betur og ná betri árangri. Við getum vissulega verið stoltar af þeim árangri sem Kiwanismenn hafa náð með starfi sínu bæði hér heima og erlendis, og erum við tilbúnir að styðja þá jafnt í blíðu sem stríðu eins og góðum eiginkonum sæmir. Ævari Breiðfjörð umdæmisstjóra Kiwanis á Islandi vil ég þakka sérstaklega fyrir tillitssemi og velvild í garð landssambands Sinawik, um leið og ég óska honum, stjórn hans og Kiwanishreyfingunni gæfu og gengis um ókomin ár. Helga Helgadóttir form. Landssambands Sinawik. K-FRÉTTIR 9

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.