Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 4
Jólahugvekja „Ljósið skín í myrkrinu" (Jóh. 1.5). En eru jól í vœndum, hátíðin, setn engri annarri er lík að fegurð og helgi, hátíðin, sem kemur eins og vermandi bjartur geisli og rýfur skammdeigsmyrkur huga og heims. Hún er sem vin í eyðimörku vetrar- myrkurs skjól hins minnsta smœlingja jafnt sem hins voldugasta höfðingja. Hún lœtur drauminn um guðsríki á jórð rœtast ár hvert í nokkur dœgur. Hvílíkum töfrum eru jólin gædd, að þau fái valdið slíkri hugljómun, slíkumfriði og birtu, slíkri ást og yndi? Ljósið var að koma í heiminn og Ijósið skín í myrkrinu. I upphafi Jóhannesar guðspjalls er sleginn grunntónn þessarar miklu hátíðar lífs og Ijóss. Séu þeir sem miðaldra eru eða eldri spurðir, hvað þeim sé minnisstœðast úr jólahaldi bernskuára sinna munu margir nefna Ijósadýrðina. Ájólahátíðinni voru öll þau Ijós tendruð, sem tiltæk voru á heimilum landsmanna. Bjart varð að vera í hverju herbergi og horni, og mikil voru viðbrigðin. Enginn gat hugsað sér jól, án þess að þeim fylgdi birta og Ijós hið ytra. Og öll litlu Ijósin voru tendruð honum til heiðurs, er fæddist í Betlehem austur og sem Jóhannes á við, er hann talar um Ijósið, sem skín í myrkrinu. Himnesku Ijósi skyldi fagnað með öllum tiltœkjum jarðneskum Ijósum. Já, jólin eru umfram allt hátíð Ijóssins. Ljósi er fangað á tvennan hátt í ríki náttúrunnar og íheimi andans. Aðeðlisfari og upplagi er maðurinn Ijóssœkinn, en á hinn bóginn myrkfælinn. Ein dýpsta þrá mannshugans beinist að Ijósinu. I endur- minningabók er greint frá því, hversu mjög heimskautafarar, er þraukað höfðu afein- semd og myrkur langra vetrarnótta, þráðu sólina og Ijósið. Því meiri sem bjarmi aftur- eldingarinnar hœkkaði á húmni, þeim mun meiri varð eftirvænting þeirra og Ijósþrá. Og þegar rauðgulur sólargeisli skaust síðan dag einn upp yfir hjarnbreiðurnar, þá upphófust mikil gleðilæti og sterkur fögnuður læsti sig um heimskautafarana. Hér er lýst hugrenningum þeirra, er myrkurgöngu ganga og þrá Ijósið heitara en allt annað. Og þessa þrá skiljum við Islendingar vel. Vegna hnattstöðu landsins höfum við orðið að búa við langan vetur og mikið skammdegismyrkur. Lengst af var þjóðin offátœk, ofumkomulaus tilþes að geta lýst upp vistarverur sínar um vetrar- K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.