Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Page 19

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Page 19
7. júlí 1974: Kútter Sigurfari afhentur í Akraneshöfn með kór- söng, ræðuhöldum og rigningu. fjörutíu og fimm og fimmtíu talsins. Víxlu- hátíð var haldin 2. maí 1970. Einar A. Jónsson afhenti klúbbnum fullgildingarskjal klúbbs- ins, kveðjur voru fluttar, klúbbnum bárust margar veglegar gjafir. Þyrilsmenn réðust í tvær fjáraflanir á þessu fyrsta starfsári. A konudegi seldu félagar blóm og efnt var til Kútmagakvölds, tókst sú karlaskemmtun mjög vel. Þessar tvær fjár- aflanir ásamt flugeldasölu haldast við enn í dag. Seinna báru Þyrilsmenn þá gæfu að breyta til með Kútmagakvöldin og hafa konur sínar með. Ber sú skemmtun yfirbragð árs- hátíðar með keim af gömlu Kútmagakvöld- unum, hvað varðar dagskrá, skreytingar og mat. Þá svigna borðin undan Kútmögum ásamt fjölmörgum öðrum ljúffengum sjávar- réttum. Komast færri að en vilja á kútmaga- kveld slíkar eru vinsældirnar. Alltaf er viss fjöldi frá höfuðborgar og Eddusvæði með frátekna miða nokkru fyrirfram. Fyrsta gjöf úr Styrktarsjóði var til barna- heimilis, en aðal styrkþegar klúbbsins á undanförnum árum hafa verið, Dvalar- heimilið Höfði, Sjúkrahús Akranes, björg- unarsveitin Hjálp o.rn.fl. 17.11. 1970 var Hekla heimsótt á fund, hefur það verið árlegur viðburður síðan að heimsækja annan klúbb í starfi. Fljótlega var gert fullkomið félagatal er hefur að geyma ýmsar persónulegar upplýsingar um klúbb- 2. maí 1976: Ganga á Þyril. félaga, ásamt upplýsingum á störfum þeirra í þágu klúbbsins. Haustið 1972 var Kíwanis- klúbburinn Jöklar í Borgarfirði stofnaður að tilhlutan Þyrils. í byrjun starfsárs 1972 var samþykkt að klúbburinn legðir kr. tuttugu og fimm þúsund fram til sameiginlegrar hús- byggingar fyrir Kíwanishreyfinguna hér á landi. Haustið 1972 var gert tilboð í kútter Sigurfara frá Klakksvík, Færeyjum kr. fimmþúsund danskar og ákveðið að gefa kútterinn byggðasafninu að Görðum Akra- nesi. Kútter Sigurfari var gerður út frá Islandi fyrir og um aldamótin og eru því ómetanlegar sögulegar minjar frá þeim tíma sem þessi skip voru gerð út. Tilurð þeirra voru í raun bylting hvað varðar fiskveiðar og sjósókn hér við land. Það var þann 1.1.'14 að kútter Sigurfari var afhentur með sérstakri viðhöfn í Akranes- höfn, kórsöng og ræðuhöldum. Var sú athöfn liður í þjóðhátíðarhöldum á Akranesi í tilefni af 1100 ára afmæli Islandsbyggðar. Er þetta eina skip sinnar tegundar á Islandi í dag. Eru Þyrilsmenn búnir að leggja mikla vinnu við skipið sem stendur við byggðasafnið á Görðum því ætlunin er að færa það í uppruna- legt útlit utan sem innan. Þetta er það verkefni sem Þyrilsmenn eru hvað stoltastir af. Stofn- aður var Sigurfarasjóður, hlutverk sjóðsins er að standa straum af kostnaði við breytingar á kútternum í upphaflegt horf. Stjórnin er skipuð tveimur Þyrilsfélögum einum frá K-FRETTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.