Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 16
r r Olafur Jensson formaður Iþróttasambands fatlaðra: „Fatlaðir eru mjög lífsglaðir“ „Það eru 10 félög innan íþróttasambands fatlaðra og þau eru á Akureyri, Grímsnesi, Kópavogi, Mosfellssveit og Reykjavík. í þessurp félögum eru um 1.200 félagar. Elsta félagið er íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, en það er orðið 10 ára. Núverandi formaður þess er Arnór Pétursson, fyrrverandi forseti Kiwanisklúbbsins Esju. Yngsta félagið er í Tjaldanesi í Mosfellssveit, en þar eru þroskaheftir“, sagði Olafur Jensson formaður íþróttasambands fatlaðra fyrst, er rætt var við hann um íþróttastarf fatlaðra, en auk þess að vera formaður sambands þeirra er Olafur fyrrverandi umdæmisstjóri Kiwanishreyfíng- arinnar á íslandi. Ólafur sagði síðan: „Það er ánægjulegt að geta þess, að Esja Kiwanisklúbbur hefur stutt drengilega við íþróttafélög fatlaðra í Reykja- vík og hefur það verið þeirra styrktarverkefni nokkuð lengi. Einnig hafa þeir gefið alla bikara og verðlaunapeninga á íslandsmeist- aramót fatlaðra frá upphafi. Frábær árangur fatlaðra á stórmótum erlendis hefur vart farið fram hjá nokkrum, því fleiri en einn hafa komið heim af verðlaunapöllum. Við báðum því Ólaf að segja okkur frá þeim afrekum. Hann sagði, Olympíuleikar fatlaðra hefðu verið haldnir í New York og í Stoke Mandville á Englandi í ár, en í Stoke Mandville má segja að fyrsti vísirinn af íþróttafélögum fatlaðra í heimin- um hafi orðið til. Þangað voru allir breskir hermenn sendir, sem höfðu orðiðfyrirslysi og einhvers konar fötlun í stríðinu. Það voru þeir sem byrjuðu að keppa innbyrðis í hinum ýmsu íþróttagreinum. Ólafur lýsti þátttöku íslendinga svo: „Á Olympíuleika fóru 18 keppendur ásamt fylgdarmönnum. Árangur Islendinganna var mjög góður og í mörgum greinum standa þeir 16 K-FRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.