Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 24

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 24
vita af sér sé skylt því að hafa hátt eða auglýsa sig. í ,,Distrikt Nachrichten - Österreich- Deutschland“ (12. árg., desember 1983) er því hins vegar haldið fram, að þessi skýring eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. í þessu sama hefti Umdæmisfrétta Austur- ríkis-Þýskalands er fjallað um þetta viðfangs- efni og er þar ýmsan merkilegan fróðleik að frnna. Hér á eftir verður stuðst að verulegu leyti við þessi skrif. í Umdæmisfréttum Austurssíkis-Þýska- lands frá nóvember 1980 var samantekt eftir Hermann Wundrich frá Dusseldorf, þar sem hann velti þessu sama viðfangsefni fyrir sér. Hann skráir þar eftirfarandi merkingar nafnsins: 1. í kynningarblaði frá Kiwanisklúbbnum í Bonn er nafnið sagt komið frá tungumáli Otchipew-indjána, sem bjuggu í Dakota- ríki í Bandaríkjunum. Er þar sagt, að það þýði ,að láta persónuleika sinn í ljós‘, sem er hliðstæð skýring þeirri, sem KIE hefur haldið fram. 2. Kiwanisfélagi frá Vínarborg, Albert Röm- er að nafni, uppgötvaði í bók eftir Ruth Beebe Hill, sem ber heitið ,,Hanto Yo“ (þjóðsaga um indjána, gefin út af Albert Knaus forlaginu í Hamborg 1980), eftir- farandi merkingar orða úr máli Dakota indjána: Kiwani: að vekja Kiwani owapti: uppvakning jarðar Kiwanis: endurvakning náttúrunnar eftir hinn langa vetrardvala. 3. Fyrrverandi umdæmisstjóri Austurríkis- Þýskalands, Dr. Emilio Beyer, hefur gefið þá skýringu, að hjá indjánum hafi það tíðkast að hafa kringlóttan fundarsal fyrir eldri og virtari meðlimi ættflokksins, og hafi þessi salur borið nafni6,Kiwa‘. í bók- inni „Indjánakonur“ eftir Carolyn Niet- hammer (Die Indianerfrau, Econ-Verlag, Dusseldorf 1982) er orðið ,Kiwa‘ notað um neðanjarðarsal, þar sem haldnar voru helgisamkomur. Das Sparkassen-Magazin (Tímarit spari- sjóða), sem gefið er út af þýska sparisjóðs- forlaginu í Dusseldorf, hefur birt í einu hefti kynningargrein um þjónustuhreyfingar, þar á meðal um Kiwanishreyfinguna. Þar er að finna eftirfarandi skýringu: ,Kiwa‘ var nafn á neðanjarðarsal, þar sem indjánar i Norður- Ameríku komu saman til sjálfskoðunar og íhugunar eftir orustur. Þetta síðasttalda hlutverk neðanjarðarsalarins var Hermanni Wundrich þó ókunnugt um. Til er orðabók yfir Otchipew-málið (Dic- tionary of the Otchipew Language eftir R. R. Bishop Baraga, 1878. Endurútgefin 1966 af Ross & Haines, Inc., Minneapolis, Minne- sota), þar sem eftirfarandi skýringar er að finna: Kiwanisiwin: kjánalegur hávaði, kæti. nin kiwanakamigis: ég er alltaf að leika mér og vanræki skyldustörfin nin kiwanis: ég hef hátt, ég læt kjánalega. Úr ýmsum örðum verkum um Ojibwa ættflokkinn (Ojibwa er sama og Otchipew, breytt st^fsetning) erýmsar frekari upplýsing- ar að finna. T.d. hefur Leonard Bloomfield tekið saman bók um Ojibwa indjánana, sem bjuggu í norðausturhluta Bandaríkjanna (Eastern Ojibwa, Ann Arbor, Michigan, 1956). I þessu riti, bls. 244, gefur hann upp þýðingu orðsins ,Kiiwenaatesi“: ,hann er vitskertur“. í verki sínu „The Ojibwa on Walpole Island, Ontario“ (Uppsalir/Kaup- mannahöfn 1953, bls. 67) gefur Nils M. Holmer eftirfarandi þýðingu á orðinu kiwanis eða giwanis: ,að leika sér eða ganga til leiks um stundarsakir1. I tungumáli Svartfætlinga (Blackfeet Indians) kemur fyrir orðið.koani', sem einnig þýðir að leika sér. I leit sinni að merkingu nafnsins naut Hermann Wundrich aðstoðar tveggja sér- fræðinga í indjánafræðum. Þeir voru Dr. Jurgen Pinnow, prófessor í Frjálsa háskólan- um í Berlín, sem er höfundur bókarinnar „Indjánatungumál í Norður-Ameríku“ (Die nordamerikanischen Indianersprachen, for- lag Otto Harrassowitz, Wiesbaden 1964), og Dr. H. Wolfahrt, prófessor í Manitobahá- skóla í Kanada, einn kunnasti sérfræðingur í Algonkin indjánatungumálum. Hvorugur framangreindra indjánafræð- inga telur sig geta staðfest hina opinberu skýringu KIE skrifstofunnar á Kiwanisnafn- inu: Við sýnum okkar persónuleika. Það er í raun hvergi hægt að finna neitt, sem jafnvel í 24 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.