Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 23

Kiwanisfréttir - 01.12.1984, Blaðsíða 23
Þorbjörn Karlsson: Kiwanis Hvað þýðir nafnið? Kiwanishreyfingin er nú senn 70 ára. Hinn 21. janúar 1915 var nafnið skráð opinberlega í félagaskrá Michiganríkis í Bandaríkjunum. Því lengra sem líður, því áleitnari verður spurningin um það, hver hin raunverulega merking nafnsins Kiwanis er. í ritum Kiwanishreyfingarinnar hafa komið fram ýmsar skýringar og þær ekki allar samhljóða, þannig að í dag er mönnum það engan veginn ljóst, hver er hin rétta merking. Það er vissulega orðið tímabært að taka af öll tvímæli í þessu efni og leita skýringa á nafninu, sem sérfræðingar í indjánafræðum geta orðið sammála um. Því að úr indjánamáli er nafnið runnið að því er okkur er tjáð, og er það vafalaust rétt. Fyrsti Kiwanisklúbburinn var stofnaður í janúar 1915 í Detroitborg í Mchiganríki. Nafngift klúbbsins olli nokkrum erfiðleikum í fyrstu. í upphafi kom fram tillaga um nafnið Benevolent Order of Brothers, skammstafað BOB, sem á nútímamáli mætti e.t.v. þýða Góðgerðarreglu Bræðra. En þetta nafn hélst ekki lengi. Stofnendur félagsskaparins, sem flestir voru kaupsýslu- menn, höfðu skilning á því, að betra væri að gefa honum sutt og hnitmiðað nafn. Þeir leituðu hjálpar sögufróðs bókasafnsfræðings í Detroit, og hann gróf upp nafnið Kiwanis úr indjánamállýsku. í ritinu „The Widening Path“ (1. útgáfa 1949, 10. prentun 1972, bls. 14) segir svo í lauslegri þýðingu: „... orðasamband frá Otchipew ættflokknum þótti vel við hæfi. Það voru orðin: ,Nun Kee-wan-nis; sem í víðari merkingu þýða: ,Við höfum ánægju af því að stunda viðskipti, við höfum gaman af því að deila hlutskipti okkar með öðrum‘.“ í greininni „The Man Who Wears the K“ (chicago 1981, bls. 5) er sömuleiðis að finna skýringu á nafninu, sem líta má á sem hina opinberu þýðingu, þar sem Kiwanis Inter- national er útgefandinn. Þar segir: „Orða- sambandið ,Nunc-Kee-wanis‘ má þýða á ýmsa vegu, eins og svo oft vill verða í frumstæðum tungumálum. Það gæti t.d. þýtt: , Við skemmtum okkur, við höfum hátt' og við önnur tækifæri gæti það þýtt: ,Við eigum viðskipti; eða , Við auglýsum'.“ En Evrópuskrifstofa hreyfingarinnar í Zurich virðist ekki ansa þessum opinberu skýringum á nafninu, og gefur sína eigin þýðingu. I leiðbeiningarbæklingi, sem Kiwan- is í Evrópu hefur gefið út, er merking nafnsins skýrð á eftirfarandi hátt: „Merking orðsins ,Kiwanis‘ á sinn uppruna í indjánamáli - myndað af orðatiltækinu ,Nunc Keewanis1. Það þýðir:, Við látum vita af okkur, við sýnum okkar persónuleika'.“ Það má kannski til sanns vegar færa, að það að láta K-FRÉTTIR 23

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.