Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Qupperneq 3

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Qupperneq 3
KIWANIS [ríttlr 25. árgangur 4. tbl. desember 1996 Útgefandi: Kiwanisumdaemið Ísland-Faereyjar Ábyrgðarmaður: Örnólfur Þorleifsson, umdaemisstjóri Ritnefnd: Hermann Þórðarson, ritstjóri, Eldborg Ásgeir B. Guðlaugsson, Heklu Bjarni Guðmundsson, Eldey Prentvinnsla: Steindósprent Gutenberg ehf. Kiwanisstarfinu lýkur aldrei nnum Nú um vetumætur, þegar þetta er skrifað, eru allir klúbbar farnir að takast á við nýtt ár og er ekki úr vegi fyrir mig sem umdæmisstjóra að bjóða nýjar stjórnir og embættismenn velkomna til starfa með þá von í brjósti að þetta verði gott Kiwanisár. Þó svo að fyrri stjórnir hafi skilað skýrslum um starfið á síðasta ári eru ekki til nein „áramót“ í Kiwanishreyfingunni. Starfið heldur áfram og við Kiwanisfélagar höldum áfram að vinna að verkefnum sem fyrri stjórnir byrjuðu á. Eins er það að þeir sem á eftir okkur koma munu halda áfram verkinu sem við höfum hafið. Við erum öll Kiwanisfélagar og vinir og viljum öll Kiwanishreyfingunni það besta, okkur sjálfum til uppbyggingar að betri einstaklingum og þeim sem eru í kringum okkur til farsældar. Við munum áfram starfa fyrir og styrkja, þá sem minna mega sín. Ekki bara hér innanlands heldur einnig erlendis og þá í samstarfi með Kiwanis- félögum annarra landa. Nafli umheimsins er ekki í Reykjavík, Akra- nesi, Akureyri eða Þorlákshöfn, svo einhverjir staðir séu nefndir. Við störfum í alþjóðahreyfingu og tökum öll þátt í sameiginlegum verkefn- um hennar, hvar sem við erum stödd í heiminum. Það sem brennur mest á, er að ljúka því verkefni sem hafið var fyrir þremur árum og á að ljúka 1998. Þar á ég við Joðverkefnið sem gengur út á það að út- rýma joðskorti í heiminum. Leggjumst öll á eitt og klárum dæmið með sæmd fyrir okkar umdæmi, Ísland-Færeyjar, og sýnum félögum okkar í öðrum umdæmum að við erum best (miðað við höfðatölu). Að lokum viljum við, ég og kona mín Brynja, senda öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu jóla- og nýársóskir með von um frið og farsæld á komandi ári. Verum jákvœð og verum vinir Ömólfur Þorleifsson umdæmisstjóri Hækkun gjalda 4 Úr heimahögununi 5 Lagakrókurinn 6 Af heimskringlunni 7 Jólahugvekja 8 Fræðsluhornið 10 Heimsþingið í Nashville ... 11 Umdæmisþing 12 Konur innan Kiwanis 14 Reikningar K-dags 15 Kiwanisdúkkan 16 Þyrilsfréttir ...17 Vísnahornið 18 Keilir Keflavík 19 Kiwanishúsið á Olafsfirði .. 20 Afmælishátíð Súlna 21 Kirkjufell Grundarfirði .. .. ...22 Forsíðumynd: Akraneskirkja ^kn^sto^d HmÁÆtHis'inS er opin mánudaga og miðvikudaga frá kl. 13-17 og fimmtu daga frá kl. 16 -20, september til maí. Sími 588 3636 Fax 588 0036 KIWANISFRÉTTIR 3

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.