Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Síða 22

Kiwanisfréttir - 01.12.1996, Síða 22
Kirkjufell ^mnAíir^ir^i Ágætu Kiwanisfélagar í upphafi nýs starfsárs er ekki úr vegi að fara yfir það sem við brölluðum á síðasta starfsári hérna í Kirkjufelli. Þar er fyrst að nefna götuskilti eitt stórt og fallegt, sem loksins er nú komið upp, og er það mikið bæjarprýði og mjög þarft verk að hafa slíkt skilti við hver bæjarmörk. Kirkjufellsfélagar ákváðu á síðasta vetri að koma þessu skilti upp og hafa af því einhverjar tekjur í framtíðinni, og leituðu á náðir fyrirtækja og verslana um auglýsingar á því, og má segja að allflestir hafi tekið vel í það enda galvaskir félagar á ferð. Ekki var það nú áfallalaust að koma skilt- inu upp, því þrátt fyrir snjóléttann vetur var eins og alltaf þyrfti að gera vitlaust veður í hvert sinn sem eitth- vað átti að fara að gera, svo var frost í jörðu og svona gekk þetta þar til komið var ískyggilega nærri vori, þá loks tókst að koma því upp og held ég að það sé okkur Kirkjufellskon- um að þakka því við mættum hress- ar á staðinn, en hingað til höfðu kar- larnir haft veg og vanda að þessu skilti. Að sjálfsögðu þurfti að afhjúpa gripinn og höfðum við haft samband við sveitarstjórann okkar, Björgu Ágústdóttur og kom hún á sínum fjallabíl og var reipi fest í bílinn og þaðan í skiltið og svo ók hún af stað. Nú átti skiltið að koma í ljós undan dúknum, en hvað haldiði, þetta eru svoddann sjómenn í Kirkjufelli að allt sat fast og spottinn bara slitnaði. Þetta vakti hlátur en kom ekki að sök, skiltið var komið upp og sómir sér bara vel við sitthvorn enda bæj- arins. Það var að sjálfsögðu haldið upp á þennan áfanga með kökum og kaffi í heimahúsi á eftir og ég held að allir viðstaddir hafi nú verið ánægðir að þetta verk var að baki. Hjá Kirkjufelli eru nokkrir fastir liðir yfir veturinn og má þar nefna að við seldum að sjálfsögðu K-lykil- inn og gekk bara nokkuð vel, við héldum kynningarfund, sem skilaði 2 nýjum félögum, gáfum heimilinu Nýju félagarnir á vígslu og þorrablóti. Ólafur Marinósson og Hrafnliildur Jónasdóttir. á Gufuskálum ýmiskonar dót m.a. gluggatjöld, myndir á veggina og rimlarúm allt var þetta frá okkar heimilum og var þetta vel þegið því nýbúið var að opna skammtímavist- unina þarna og ekki feitar fúlgur á fjárlögum ríkisins frekar en vant er. Klúbbfélagar hafa haft þá hefð að pakka Jólapappír eitthvert kvöldið í nóvember og sitja svo og skemmta sér að því loknu, en það verður að segjast að ekki var alveg nógu góð og fengum við góðan gest Pál Skúlason, til að vígja nýju félag- ana, og fórst það honum vel úr hendi. Það var svo skemmt sér fram á rauða nótt og var stiginn dans undir gítarspili gesta- spilarans Ragnars. Einnig vorum við með poppsölu á baráttudegi verkalýðsins 1. maí fyrir unga bíógesti, gáfum pening til Barna- spítalans og aðstoðuðum Árna í vali á munum á spítalann, vorum með í J-verkefninu og svo voru ýmis ný verkefni eins og t.d. gáfum við öllum 6 ára börnum hjálma í jólagjöf, vorum með hjóladag á heilsuviku einni mik- illi sem haldin var hér á Grundar- firði og bjuggum við til hjólabraut fyrir börnin og höfðu þau mikið gaman af. Það nýjasta sem Kirkjufell hefur tekið að sér, er að gerast Barna- heillavinir, það er verkefni sem allir klúbbar á landinu ættu að kynna sér og styrkja, því þörfin er mikil fyrir íbúð handa foreldrum allra veikra barna utan af landi. Við erum bara nokkuð ánægð og Gallvaskir klúbbfélagar. Stoltir að setja niður skiltið vœna, Margrét, Ólafur H., Ólafur M., Hrafnhildur, Guðbjörg og Þorsteinn. þáttaka, en vonandi mæta bara þeim mun fleiri í ár. Svo þarf auðvitað að selja jólapappírinn og var fylkt liði og var salan þokkaleg. í janúar gáfum við ásamt fleiri félögum öllum 7 ára börnum endurskinsvesti. Svo á Þorra var Blót mikið og fínt stolt yfir okkar framlagi til þjóð- félagsins á nýliðnu starfsári og vonum að svo sé um alla klúbba. Verum jákvœð, verum vinir! Kiwaniskveðja f.h. Kirkjufells, Grundarfirði Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir 22 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.