Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Side 4

Kiwanisfréttir - 01.04.1997, Side 4
XJíltiúrálxirÁtlffnr Hraunborgar Frá Villibráðardegi Hraunborgar að Hótel Loftleiðum. Árlegur villibráðardagur Hraun- borgarfélaga var haldinn í Víkinga- sal Hótel Loftleiða laugardaginn 2. nóvember 1996. Þetta var ellefti vil- libráðardagurinn og sá fjölmennasti, en gestir voru yfir 200 talsins. Dag- skrá var hefðbundinn, forseti Hraun- borgar, Árni M. Sigurðsson, setti há- tíðina og embætti „veiðimálastjóra" (veislustjóra) gengdi Svavar Svav- arsson kjörforseti. Heiðursgestur var Séra Hjálmar Jónsson Alþingismað- ur og fór hann á kostum í ræðustóli. Alda Ingibergsdóttir söng við undir- leik Jónasar Þóris og Jóhannes Kristjánsson fór með gamanmál. Listaverkauppboð fór fram undir stjórn Egils Jónssonar og gekk það mjög vel. Að lokum var svo eftir- réttur Hraunborgar, en það er sér- stakt augnakonfekt þeirra Hraun- borgarfélaga. Maturinn var fjöl- breyttur að venju, s.s. geitur, gæsir, rjúpur, hreindýr o.m.fl. Eftir hátíð- ina var gestum boðið í strætóferð í Kiwanishúsið í Hafnarfirði. Villi- bráðardagurinn er aðal fjáröflun Hraunborgar og í gegnum tíðina hafa styrkþegar klúbbsins verið fjöl- margir. í þeim hópi eru bæði ein- staklingar, íþróttafélög, hjálparsveit- ir og líknarfélög. Við Hraunborgar- félagar erum þakklátir þeim fjöl- mörgu sem stutt hafa okkur og skjólstæðinga okkar með nærveru sinni á villibráðardegi. Geir Jónsson fjölmiðlafulltrúi Hraunborgar. 4 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.