Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 16. - 20. janúar milli kl. 11:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða. Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 16. - 20. janúar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK sp ör eh f. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is ,,Spurningin er frekar hvernig tryggjum við best öryggi og hags- muni Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, spurður um framgöngu Rússa og mögulega fasta aukna viðveru NATO og Bandaríkjanna á Íslandi. „Öryggismál Íslands byggjast á vestrænni samvinnu og veru okkar í Atlantshafsbandalaginu (NATO) en það er í samræmi við Þjóðarör- yggisstefnu Íslands, sem mótuð var og samþykkt á Alþingi síðasta vor.“ Eins bendir Guðlaugur á mikil- vægi samstarfs og samskipta Ís- lands og Bandaríkjanna og vísar þar sérstaklega í varnarsamninginn við Bandaríkin. „Frá lýðveldis- stofnun hafa Bandaríkin verið traustur og mikilvægur bandamaður okkar. Samskipti við Bandaríkin hafa verið góð og ég á ekki von á öðru en að þau verði það áfram. Nokkuð er liðið síðan hér var rekin herstöð á þeirra vegum og við verð- um að hafa í huga að hún var undir það síðasta arfleifð liðins tíma kalda stríðsins. Helstu áhættuþættir og ógnir er steðja að Íslandi í dag eru vel skilgreindar í þjóðaröryggis- stefnunni og þar er sett í forgang umhverfisvá og slys á norðurslóð- um. Næst koma netógnir og skemmdarverk á innviðum sam- félagsins, þ.e. hryðjuverk, og síðan náttúruhamfarir, skipulögð glæpa- starfsemi, farsóttir og ýmsir aðrir áhættuþættir. Ólíklegast þykir að sjálfstæði landsins steðji ógn af hefðbundnum hernaði líkt og búist var við á kaldastríðstímanum en slík ógn er engu að síður þess eðlis og vegur að fullveldi og sjálfstæði landsins með þeim hætti að nauð- synlegt er að gera nauðsynlegar ráðstafanir – líkt og önnur ríki gera.“ Fylgist með fríverslun Breta „Ástandið á hinum alþjóðlega vettvangi kallar á ríka hagsmuna- gæslu og yfirvegun af okkar hálfu. Það eru tækifæri fyrir Ísland og þau eru m.a. á sviði fríverslunar,“ segir Guðlaugur og vísar til Bret- lands. „Theresa May forsætisráðherra ætlar að gera Bretland að frum- kvöðli fríverslunar í heiminum. Þar hefur m.a. verið rædd innganga í EFTA, fríverslunarsamningar við gömlu Samveldislöndin og fríversl- un við Bandaríkin. Við þurfum þá hvort tveggja að tryggja áfram hindrunarlítil viðskipti við Bretland og kanna með öðrum EFTA-ríkjum möguleika á framtíðar fríverslunar- samningum við t.d. Bandaríkin og önnur stór viðskiptalönd.“ Jafnframt bendir Guðlaugur á mikilvægi Norðurskautsráðsins, sem Ísland tekur formennsku í árið 2019 en í ráðinu sitja m.a. Banda- ríkin og Rússland. Tækifærin eru í fríversluninni  Utanríkisráðherra segir mikilvægt að horfa til stefnu Breta í fríverslun í kjölfar úrsagnar þeirra úr ESB  Öryggi Íslands sé best borgið með vestrænni samvinnu og aðild að Atlantshafsbandalaginu Guðlaugur Þór Þórðarson Hafrannsóknaskipin Árni Friðriks- son og Bjarni Sæmundsson eru við loðnuleit út af Vestfjörðum og græn- lenska skipið Polar Amaroq er í sömu erindagjörðum út af Langa- nesi. Rannsóknaskipin komu á leitar- svæðin í fyrradag og Polar Amaroq í gær. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri nytjastofnasviðs Hafrann- sóknastofnunar, segir að sem fyrr stjórnist leitin af aðstæðum og ár- angri. Hafrannsóknaskipin hafi byrjað á því að vinna saman í Græn- landssundinu til að reyna að ljúka vestasta hluta leitarsvæðisins fyrir fyrirsjáanlega brælu á morgun. Pol- ar Amaroq vinni á móti þeim og von- ast sé til þess að einhver mynd liggi fyrir af stöðunni um helgina. Þrjú skip í loðnuleit út af Vestfjörðum og Langanesi  Vonast til að staðan skýrist um helgina Morgunblaðið/Styrmir Kári Hafrannsóknaskip Bjarni Sæmundsson við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur hækkað lánshæfismat rík- issjóðs í A- úr BBB+ og horfur eru metnar stöðugar. Sterkari ytri staða er sögð meginástæða hækk- unarinnar. Fyrirtækið hækkaði síðast láns- hæfismat ríkissjóðs í janúar 2016. Er ríkið nú metið í A-flokki hjá bæði Moody’s og S&P en síðast var ríkissjóður metinn í A-flokki hjá S&P í þeim örlagaríka mánuði október 2008. Þá birti matsfyrirtækið Fitch einnig nýtt lánshæfismat fyrir rík- issjóð í gær. Lánshæfiseinkunnir eru óbreyttar í BBB+ en Fitch breytir horfum fyrir ríkissjóð úr stöðugum í jákvæðar. Að mati Fitch hefur dregið verulega úr veikleika gagnvart ytri áföllum með styrk- ingu krónunnar og uppbyggingu óskuldsetts gjaldeyrisforða Seðla- bankans. Ríkið ekki verið í A-flokki síðan 2008 Stúlkan sem lést í bílslysi á Grinda- víkurvegi á fimmtudagsmorgun hét Alma Þöll Ólafsdóttir, 18 ára, til heimilis að Mánagötu 25 í Grinda- vík. Slysið varð skömmu fyrir níu að morgni norðan við afleggjarann að Bláa Lóninu. Alma Þöll var ein í bílnum en í hinum bílnum voru tveir Kínverjar. Annar þeirra slas- aðist alvarlega, en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. Lög- reglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins. sbs@mbl.is Lést í bílslysi á Grindavíkurvegi Bretland stefnir á útgöngu úr Evrópusambandinu og mun að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- ráðherra horfa til fríversl- unar við gömlu samveld- islöndin, Bandaríkin, Kína og EFTA-ríkin. Ísland verður að hans sögn að tryggja samn- ing um fríverslun við Bret- land. Fríverslunar- samningar BRETLAND KVEÐUR ESB Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við seljum langmest af bílum sem eru í hinum svokallaða milliverðflokki, þ.e. bílum sem kosta frá um 4,5 milljónum króna og upp í 5,5 milljónir,“ segir Loftur Ágústsson , markaðsstjóri BL, en þar, líkt og hjá flest öllum bílaumboðum landsins, hafa verðlækkanir átt sér stað á ökutækjum að undanförnu sökum hagstæðs gengis krónu gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Loftur segir algengustu gerðir bíla hafa lækk- að um 8-10% að meðaltali í fyrra, en mesta lækk- un er hins vegar 14,9%. „Þetta er auðvitað nokk- uð mismunandi eftir bílum, en í sumum tilfellum hefur bæst við búnaður í bílana og þá hefur ekki verið hægt að lækka þá alveg jafn mikið. Við höf- um hins vegar haft þá stefnu að reyna að fylgja styrkingu krónu eins og kostur er,“ segir Loftur og bætir við að gengissveiflur, hvort sem um ræð- ir styrkingu eða veikingu krónu, séu ekki ákjós- anlegar og til þess fallnar að rugla markaðinn. Þá segir hann BL hafa að jafnaði birgðir til 3-4 mánaða sem seinkar verðbreytingum þegar gengi styrkist eða veikist. „En það er mikil samkeppni á bílamarkaði og við höfum það viðhorf að það komi okkur til góðs að skila verðbreytingum til við- skiptavina eins og frekast er kostur og við finnum fyrir því að viðskiptavinir kunna að meta það.“ Reikna með meiri sölu í ár en í fyrra Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi, segir Toyota-umboðið hafa lækkað bíla sína á síðasta ári um 10-16%. „Síðustu 18 mánuðir voru mjög góðir hjá okk- ur. Einstaklingar og fyrirtæki eru að endurnýja bílana sína og eigum við von á að salan í ár verði ívið meiri en í fyrra,“ segir hann. Þegar litið er á núgildandi verðlista BL og hann borinn saman við verðlista janúar 2016 má m.a. sjá að sá bíll sem mest hefur lækkað á tíma- bilinu er BMW 118i. Sá kostar nú 3.990.000, en kostaði áður 4.690.000. Hefur hann því lækkað um 14,9%. HSE-útfærsla af Land Rover Discovery, al- gengri jeppategund hér á landi, hefur lækkað um 13,2% og kostar nú 7.890.000 krónur í stað 9.090.000. Þá má einnig nefna að jepplingurinn Nissan Qashqai, í útfærslunni Acenta 4x4, hefur lækkað um 8%. Verð á honum var áður 4.990.000 krónur, en er nú 4.590.000 krónur. Þegar litið er á verðlista Toyota fyrir sama tímabil má m.a. sjá að fólksbíll af gerðinni Avens- is Sedan Live hefur lækkað úr 3.890.000 krónum í 3.320.000 krónur, eða um 14,6%. Þá hefur jeppinn Toyota Land Cruiser 150 einnig lækkað nokkuð, en hann hefur nú farið úr 8.820.000 krónum í 8.110.000 krónur. Er það 8% verðlækkun. Nýir bílar lækka talsvert  Hagstætt gengi krónu gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu hefur skilað verðlækkunum á bílum  Algengt að bílar hafi lækkað um 10 prósent Morgunblaðið/Ómar Til sölu Verð á nýjum bifreiðum lækkaði nokkuð nýliðið ár og er búist við góðri sölu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.