Morgunblaðið - 14.01.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Fararstjóri: Guðrún Bergmann
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Á InkaslóðumíPerú
Í þessari ævintýraferð munum við fræðast um hina fornu
Inkamenningu Perú og heimsækja Cusco höfuðborg
Inkaveldisins, skoða minjar frá nýlendutímanum, hrífast
af yfirgefnu borginni Machu Picchu og hinu stórbrotna
Titicaca vatni. Dásamleg ferð sem gerir menningu og
mannlífi Perú góð skil.
Allir velkomnir á kynningarfund 16. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
sp
ör
eh
f.
1. - 16. október
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Núna verður hægt að aka á raf-
bílnum alla leið frá Ísafirði og til
Reykjavíkur,“ segir Ingibjörg
Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri
Reykhólahrepps.
„Stefnt er að því að setja upp
þrjár rafhleðslustöðvar í hreppnum
á næstu misserum og því ættu íbú-
ar og gestir ekki að eiga í neinum
vandræðum með að hlaða rafbílinn
sinn.“
Reykhólahreppur er ekki fjöl-
mennur en mjög stór. Ingibjörg er
því ánægð með öfluga uppbyggingu
hleðslustöðva í hreppnum.
„Aukinn áhugi á rafbílum kall-
ar á fjölgun hleðslustöðva, sér-
staklega á landsbyggðinni. Reyk-
hólahreppur er ekki mjög stórt
samfélag en gífurlega stór hreppur.
Þetta er því ansi gott framlag hér í
hreppnum.“
Einkaaðilar setja upp stöð
Tveimur af þremur hleðslu-
stöðvum sem settar verða upp hef-
ur ekki verið fundinn staður í sveit-
arfélaginu en ein stöð verður við
Hótel Bjarkalund.
„Eigendur staðarins eru að
setja upp sína eigin hleðslustöð. Ég
veit ekki hvort það er venjuleg stöð
eða hraðhleðslustöð en hún á að
vera komin upp fyrir sumarið,
skilst mér,“ segir Ingibjörg og
bætir því við að önnur af þeim
tveim hleðslustöðvum sem sveit-
arstjórnin setur upp verði hrað-
hleðslustöð.
„Við fengum eina venjulega
hleðslustöð frá Orkusölunni, sem
vinnur að því að koma upp hleðslu-
stöðvum um allt land, og styrk frá
Orkusjóði til uppsetningar á hrað-
hleðslustöð. Við erum nýlega búin
að fá svar frá Orkusjóði um styrk-
inn og því liggur ekki fyrir sem
stendur hvar og hvernig sú hrað-
hleðslustöð verður sett upp.“
Ingibjörg telur líklegast að
hleðslustöðvarnar sem hreppurinn
setur sjálfur upp verði fyrir utan
söfn eða aðra þjónustu í hreppnum.
Hvar sem stöðvarnar verða
settar upp er ljóst að það verður
ekkert mál að aka á rafbíl um
Reykhólahrepp næsta sumar.
Þrjár hleðslustöðvar í
Reykhólahreppi í sumar
Morgunblaðið/Hallur Már
Rafmagn Eigendur rafbíla geta farið á rúntinn um Reykhólahrepp næsta
sumar en setja á upp þrjár rafhleðslustöðvar í hreppnum.
Ein stöð við
Hótel Bjarkalund
„Hreinsigetan hér heima þegar kem-
ur að örplasti er um 0% þannig að
u.þ.b allt örplast skolast út í sjó. Á
meðan lönd eins og Svíþjóð og Finn-
land hreinsa um 99,7% af örplasti úr
fráveituvatni áður en það rennur út í
sjó eða á.“ segir Stefán Gíslason,
stofnandi og eigandi UMÍS ehf. En-
vironice, ráðgjafarfyrirtæks á sviði
umhverfismála, en hann kynnti
minnisblað sitt um örplast í fráveitu-
vatni á síðasta fundi umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkur. Ástæð-
an er sú að skólphreinsistöðvar á
höfuðborgarsvæðinu stöðva ekki að
örplast komist út í hafið
„Skólphreinsistöðvarnar við
Klettagarða og Ánanaust taka við
næstum öllu fráveituvatni á höfuð-
borgarsvæðinu, en það er ekkert
hreinsikerfi þar, einungis ristar og 3
mm síur sem vatnið fer í gegnum áð-
ur en það fer úti sjó,“ segir Stefán.
Örðugt að ná örplasti úr sjónum
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Matís og doktor í umhverf-
isefnafræði, tók í fyrra þátt í sam-
norrænni rannsókn um hvort
skólphreinsistöðvar væru gátt fyrir
örplast út í hafið. Segir hún örplast í
raun vera meira vandamál en stórt
plast, þar sem ómögulegt er að veiða
örplast úr sjónum. „Vísindamenn
eru farnir að hafa meiri og meiri
áhyggjur af örplasti. Það virðist sem
vandamálið með plast stækki eftir
því sem plastið sjálft minnkar. Það
er bara ekki hægt að hreinsa upp ör-
plastið úr umhverfinu.“
Eygerður Margrétardóttir, deild-
arstjóri umhverfis- og úrgangs-
stjórnunar Reykjavíkurborgar, seg-
ir þau meðvituð um vandamálið og að
það kalli á samsettar aðgerðir. „Við
vitum að þetta er stórt vandamál, við
höfum verið í samtali við Veitur um
þá kosti sem eru í stöðunni en það
þarf samsettar aðgerðir. Stór hluti af
örplasti sem berst í hafið kemur
einnig með ofanvatni eða af landi.
Það þarf einnig að horfa til fyrir-
byggjandi aðgerða.“
Málið er til vinnslu hjá umhverfis-
og skipulagssviði Reykjavíkur og var
kynningarfundurinn frá Environice
liður í þeirri vinnu. mhj@mbl.is
Skoða aðgerðir gegn
örplasti í frárennsli
Örplast rennur til sjávar Minnisblað Environice kynnt
Plast Það telst nánast ómögulegt að veiða örplast úr sjónum ólíkt stærra plasti sem finnst í hafinu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Innanríkisráðuneytið hefur ekki sett
gjaldskrá um þóknun og dagpeninga
fanga eftir gildistöku nýrra laga um
fullnustu refsinga. Umboðsmaður
Alþingis telur að setning hennar hafi
dregist úr hófi og í áliti sem hann
gekk frá á Þorláksmessu beindi
hann þeim tilmælum til ráðuneytis-
ins að setja gjaldskrá án frekari tafa.
Fangelsismálastofnun greiðir föng-
um eftir eldri gjaldskrá sem ráðu-
neytið og umboðsmaður telja úr gildi
fallna.
Umboðsmaður Alþingis hefur
fengið athugasemdir í kvörtun frá
Afstöðu – trúnaðarráði fanga og í
öðrum kvörtunum og ábendingum
þess efnis að fjárhæðir greiðslna til
fanga dugi ekki fyrir þeim nauðsynj-
um sem þær eru ætlaðar fyrir.
Líta sjaldan glaðan dag
Fangelsisstofnun greiðir föngum
fyrir vinnu og nám samkvæmt reglu-
gerð sem sett var 2014, og dagpen-
inga til þeirra sem ekki vinna eða
stunda nám. Samkvæmt lögunum
eiga dagpeningarnir að duga fyrir
brýnustu nauðsynjum til persónu-
legrar umhirðu. Umboðsmaður telur
að greiðslurnar séu liður í því að
tryggja fanga viðunandi skilyrði í
fangavistinni í samræmi við mann-
réttindareglur og alþjóðleg viðmið
um aðbúnað fanga.
Greiddar eru 335 til 415 kr. á
klukkustund fyrir vinnu við ræsting-
ar, brettasmíði og ýmis störf, svo og
skólasókn. Dagpeningarnir eru 630
krónur á dag, virka daga, sem gera
að jafnaði 13-14 þúsund kr. á mánuði.
Í umsögn formanns Afstöðu frá
því í haust um frumvarp til breyt-
ingar á almannatryggingalögum er
bent á að þar sé gert ráð fyrir 58 þús-
undum kr. í ráðstöfnunartekjur á
mánuði en dagpeningar fanga séu
um 12.500 kr. og hafi ekki breyst frá
árinu 2006. „Þeir fangar sem eru
duglegir, kannski í vinnu inni í fang-
elsi og námi, fá þóknun og hafa í sig
en varla á og þá sitja þeir eftir sem
þiggja eingöngu dagpeninga. Þeir
líta sjaldan glaðan dag,“ segir þar.
Í lögum um fullnustu refsinga sem
tók gildi í lok mars á síðasta ári er
gert ráð fyrir því að ákvörðun um
þóknanir og dagpeninga færist til
innanríkisráðuneytis. Í svörum
ráðuneytisins við fyrirspurn um-
boðsmanns kom fram að unnið væri
að gerð gjaldskrár í samvinnu við
Fangelsismálastofnun og gert væri
ráð fyrir henni fyrir lok nýliðins árs.
Aðspurt taldi ráðuneytið að gjald-
skrá sem sett var af Fangelsismála-
stofnun og birt í Stjórnartíðindum á
árinu 2011 væri ekki lengur í gildi og
því væri brýnt að setja nýja gjald-
skrá hið fyrsta. Umboðsmaður tekur
undir það álit ráðuneytisins að gjald-
skráin sé ekki lengur í gildi.
Raunar vinnur Fangelsismála-
stofnun samkvæmt gjaldskrá sem
hún gaf út 2014 en er efnislega sam-
hljóða löglega settri gjaldskrá frá
árinu 2011. Umboðsmaður telur að
gjaldskrá sem gefin er út af Fangels-
ismálastofnun geti ekki komið í stað
stjórnvaldsákvarðana sem ráðherra
gefur út samkvæmt lögum .
Gjaldskrá er
talin ógild
Innanríkisráðuneyti hefur ekki sett
reglugerð um greiðslur til fanga
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fangelsi Fangar hafa kvartað und-
an gjaldskrá fyrir dagpeninga.