Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 23
þyrftu að virða hann. „Ég tel að þetta sé ófullkominn afvopnunarsamning- ur. Þetta er ekki vináttusamningur,“ sagði hann. „En þegar Bandaríkin gefa loforð þurfum við að standa við þau og vinna með bandamönnum okkar.“ Mattis bætti við að Bandaríkja- menn þyrftu að auka eftirlitið með því að Íranar virtu samninginn. Stofna þyrfti sérstaka eftirlitsnefnd á þinginu og sjá til þess að leyniþjón- ustustofnanir hefðu nægan mannafla til að fylgjast með framkvæmd samningsins. Hershöfðinginn fyrrverandi virt- ist ekki vera hlynntur því loforði Trumps að flytja bandaríska sendi- ráðið í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsal- em og viðurkenna borgina helgu sem höfuðborg landsins. „Hver er höfuð- borg Ísraels?“ spurði einn þing- mannanna. „Höfuðborg Ísraels, sem ég myndi fara til, er Tel Avív,“ svar- aði þá Mattis. Hann kvaðst einnig vera hlynntur tveggja ríkja lausninni svonefndu í deilum Palestínumanna og Ísraela, þ.e. að samið yrði um stofnun Palestínuríkis. Tillerson gagnrýndi hins vegar ályktunina sem öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti 23. desem- ber. Ráðið fordæmdi þar landtöku gyðinga á svæðum Palestínumanna og krafðist þess að byggingarfram- kvæmdir þeirra yrðu stöðvaðar. Stjórn Obama beitti ekki neitunar- valdi sínu til að hindra ályktunina. Hlýnun ekki blekking Trump sagði eftir kosningarnar í nóvember að eitt af fyrstu verkum sínum eftir að hann tæki við embætt- inu á föstudaginn kemur yrði að til- kynna þann ásetning að draga landið út úr fríverslunarsamningi landsins við ellefu Kyrrahafsríki (e. Trans- Pacific Partnership, TPP). Tillerson sagði hins vegar við þingmennina að hann væri hlynntur samningnum. Forstjórinn fyrrverandi sagði einnig að hann vildi ekki að Suður- Kórea, Japan og Sádi-Arabía eign- uðust kjarnavopn. Í kosningabarátt- unni hvatti Trump til þess að sam- starfsríki Bandaríkjanna yrðu sér úti um eigin kjarnavopn og sú tillaga var í andstöðu við þá stefnu repúblik- ana og demókrata síðustu áratugi að berjast gegn útbreiðslu kjarnavopna í heiminum. Tillerson kvaðst ætla að sjá til þess að Bandaríkin héldu þess- ari stefnu og beittu sér fyrir fækkun kjarnavopna í heiminum. Tillerson virðist ekki vera þeirrar skoðunar að viðvaranir um hlýnun jarðar séu blekking. „Hættan á lofts- lagsbreytingum er raunveruleg og afleiðingarnar eru nógu alvarlegar til að grípa þurfi til aðgerða,“ sagði hann við þingmennina. „Ég tel að það sé mikilvægt að Bandaríkin sitji áfram við borðið í viðræðunum um hvernig taka eigi á hættunni á lofts- lagsbreytingum.“ Trump sagði í kosningabaráttunni að hann hygðist rifta Parísarsamn- ingnum um aðgerðir gegn loftslags- breytingum en léði máls á því að hætta við það í viðtali við The New York Times í nóvember. „Ég er að skoða þetta mjög vandlega. Ég geri það með opnum huga,“ hafði blaðið eftir honum. AFP FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 Fjölmiðlar í Kína hafa mótmælt ummælum Rex Till- ersons, utanríkis- ráðherra- efnis Trumps, um að hann vilji hindra að Kínverjar hafi aðgang að manngerðum eyjum sem þeir hafa byggt upp á umdeildu svæði í Suður-Kínahafi. Í yfir- heyrslu á þinginu líkti Tillerson framkvæmdum Kínverja á svæðinu við innlimun Krím- skaga í Rússland. Nokkur grannríki Kína hafa gert tilkall til hafsvæðisins, þeirra á meðal Filippseyjar og Víetnam. Dagblaðið China Daily, sem er gefið út á ensku, sagði að ef Bandaríkjamenn reyndu að hindra aðgang Kínverja að eyj- unum gæti það leitt til stríðs og minnti á að Kína er kjarn- orkuveldi. Kínverjar vara við stríði UMMÆLUM MÓTMÆLT Rex Tillerson Hindúar úr röðum helgra manna, sem nefnast Naga Sadhus, í skýli á leið sinni til Sagar-eyju, um 100 km sunnan við Kalkútta. Þar ætla þeir að taka þátt í árlegri trúarhátíð sem nefnist Makar Sankranti og verður haldin um helgina. Hundruð þúsunda hindúa baða sig í Ganges- fljóti á hátíðinni. Þeir telja að baðið veiti þeim aflausn frá syndum og leysi þá undan hringrás endur- fæðinga. Hefð er fyrir því að þús- undir Naga Sadhus-manna fari fyr- ir hindúunum, hlaupi naktir í kalt vatnið og veifi lurkum og sverðum. AFP Beðið eftir baði í heilögu vatni Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.