Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 24
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Forsætisráðuneytið er ekkilengur ráðuneyti þjóð-menningar eins og ákveð-ið var við myndun ríkis-
stjórnar Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar vorið 2013. Þegar
hin nýja stjórn Bjarna Benedikts-
sonar tók við í byrjun þessarar viku
var gefinn út forsetaúrskurður um
skiptingu verkefna milli ráðuneyta
sem fól m.a. í sér að þjóðmenningin
skyldi á ný heyra undir mennta- og
menningarmálaráðuneytið, en þar
er Kristján Þór Júlíusson nú hús-
bóndi. Mennta- og menningar-
málaráðherra er því aftur orðinn yf-
irmaður Minjastofnunar og
Þjóðminjasafnsins. Upphaflega var
Stofnun Árna Magnússonar einnig
flutt til forsætisráðuneytisins, en frá
því var horfið stuttu seinna þar sem
hún er einnig háskólastofnun.
Sérstaklega var vikið að þjóð-
menningu í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnar Sigmundar Davíðs 22. maí
2013. Þar sagði: „Íslensk þjóðmenn-
ing verður í hávegum höfð, að henni
hlúð og hún efld. Áhersla verður
lögð á málvernd, vernd sögulegra
minja og skráningu Íslandssög-
unnar, auk rannsókna og fræðslu.
Ríkisstjórnin mun vinna að því að
auka virðingu fyrir merkri sögu
landsins, menningu þess og tungu-
málinu, innanlands sem utan.“
Umræður urðu um hina nýju
skipan þjóðmenningarmála á Al-
þingi nokkrum dögum eftir að rík-
isstjórnin tók við. Katrín Jakobs-
dóttir, formaður VG, sagðist sakna
þess að hugtakið þjóðmenning væri
skilgreint í stefnuyfirlýsingunni auk
þess sem ekki væri tekið fram hvaða
tilgangi flutningurinn þjónaði og að
hvaða markmiðum væri stefnt með
honum. Valgerður Bjarnadóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði ráðherra vera embættismenn
sem sinna ættu embættisverkum en
ekki áhugamálum sínum. Sagðist
hún hafa á tilfinningunni að hér væri
áhugasvið Sigmundar Davíðs að
ráða för. Innan og utan þings urðu
ýmsir til að vara við því að með
áherslu á þjóðmenningu væri verið
að hlaða undir þjóðrembing, en þá-
verandi menntamálaráðherra, Illugi
Gunnarsson, vísaði því á bug í um-
ræðunum. Sigmundur Davíð var
ekki viðstaddur umræðurnar, en Ill-
ugi Gunnarsson sagði það eitt að
flutningur málaflokksins milli ráðu-
neyta endurspeglaði áherslur ríkis-
stjórnarinnar.
Sérstök skrifstofa stofnuð
Eftir tilfærsluna var sett á stofn
sérstök skrifstofa þjóðmenningar í
forsætisráðuneytinu. Engir starfs-
menn sem sinnt höfðu málum Þjóð-
minjasafns og Minjastofnunar flutt-
ust þangað, en Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður var ráðin til
eins árs til að móta starfsemi skrif-
stofunnar og verklag. Þá var starfs-
mönnum sem fyrir voru í ráðuneyt-
inu falið að sinna ýmsum verkefnum
skrifstofunnar. Ekki liggur fyrir
hvort tilfærslan hafi orðið til sparn-
aðar eða aukið útgjöld sem er þó lík-
legra. Stærsta og jafnframt um-
deildasta málið sem kom frá
þjóðmenningarskrifstofunni var
lagafrumvarp í febrúar á síðasta ári
um að sameina Minjastofnun og
Þjóðminjasafnið. Hörð mótmæli
komu frá starfsfólki Minjastofn-
unar sem taldi hugmyndina mis-
ráðna og kvartaði yfir skorti á
samráði. Mótmælin leiddu til
þess að frumvarpið dagaði uppi í
þinginu og er óvíst hvort nýr
ráðherra mennta- og menn-
ingarmála gerir aðra til-
raun til að fá það sam-
þykkt.
Þjóðmenningin flyst
á ný á milli ráðuneyta
Ljósmynd/Af vef Þjóðminjasafns Íslands.
Aftur heim Þjóðminjasafnið og Minjastofnun flytjast á ný undir forræði
mennta- og menningarmálaráðuneytisins eftir 4 ár í forsætisráðuneytinu.
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Trúfrelsi ergrundvallar-atriði í opnu
samfélagi, réttur
hvers og eins til að
iðka sín trúarbrögð
óáreittur og án þess að þurfa að
óttast ofsóknir og ofbeldi. Sam-
tökin Open Doors USA birtu í
vikunni lista yfir þau lönd þar
sem kristnir menn sæta mest-
um ofsóknum. Á listanum eru
50 lönd og er niðurstaða hreyf-
ingarinnar að þar sæti 215
milljónir kristinna „miklum,
mjög miklum eða skefjalausum
ofsóknum“, eins og fram kom í
frétt í Morgunblaðinu í gær, og
fara ofsóknirnar vaxandi.
Norður-Kórea er í efsta sæti
listans fimmtánda árið í röð.
Sómalía er í öðru sæti listans,
Afganistan því þriðja og Pak-
istan í fjórða sæti.
Írak og Sýrland hafa færst
neðar á listanum, en það kemur
ekki til af góðu. Ástæðan er ein-
faldlega sú að fjöldi kristinna
manna hefur lagt á flótta undan
ofsóknum hryðjuverkasamtak-
anna Ríkis íslams. Til marks
um það er að fyrir borgara-
styrjöldina í Sýrlandi voru
kristnir íbúar Aleppo 400 þús-
und. Nú eru þeir færri en 60
þúsund að mati Open Doors.
Það færist í vöxt að öfga-
menn stundi hreinsanir og
reyni einfaldlega að flæma
kristna menn brott frá
ákveðnum svæðum með spell-
virkjum á heimilum, kirkjum og
heilu þorpunum. Finna megi
þessu stað í Nígeríu, Sýrlandi
og Írak þar sem farið hafi verið
ránshendi um heimili, kirkjur
eyðilagðar og vatnsból eitruð til
að koma í veg fyrir að íbúarnir
sneru aftur.
Indland er í fimmtánda sæti
listans og hefur aldrei verið
jafn ofarlega. Þjóðernissinnar
úr röðum hindúa
hafa þar verið í far-
arbroddi og ekki
þurft að óttast
refsingar. Eftir því
sem samtökin kom-
ust næst var kveikt í kirkju eða
ráðist á prest að meðaltali tíu
sinnum í viku á Indlandi frá 31.
október 2015 til 31. október
2016. Kristnir menn eru 2%
íbúa Indlands, en hindúar 80%.
Bresk-indverski listamaðurinn
Anish Kapoor segir að undir
forustu Narendra Modi hafi
verið tekið upp stjórnarfar tal-
ibana í hindúaútfærslu. Ofsókn-
irnar bitna ekki aðeins á kristn-
um mönnum, heldur einnig
múslimum og öllum öðrum sem
voga sér að hreyfa mótmælum.
Hrikalegt er að lesa lýsingar
samtakanna á örlögum ofsóttra
kristinna manna. Verst er
ástandið í Mið-Austurlöndum.
Greint er frá því hvernig
kristnir menn flýja heimili sín
þótt þeir viti að þeirra kunni að
bíða að lenda í höndunum á
smyglurum og glæpamönnum.
Oft er þeim ekki vært í flótta-
mannabúðum vegna hópa ísl-
amskra öfgamanna, sem þar
hafa hreiðrað um sig.
Skelfilegt hefur verið að
fylgjast með örlögum þeirra
sem hafa flosnað upp vegna
átaka í Austurlöndum. Ofsóknir
á hendur minnihlutahópum eru
óþolandi. Sú herferð á hendur
kristnum mönnum, sem lýst er
hér að ofan, er ein birtingar-
mynd slíkra ofsókna þótt ekki
hafi hún fengið jafn mikla at-
hygli og ýmis önnur óhæfuverk.
Mikið hefur verið gert til þess
að vinna að sátt og samráði
milli trúarbragða. Það þarf að
spyrna við gegn þeim öfga-
mönnum sem ala á sundrungu
og ýta undir ofsóknir á borð við
þær sem lýst er hér að ofan.
Ofsóknir á hendur
kristnum mönnum
færast í aukana}
Í nafni öfga
Tækninni fleygirhratt fram
þessa dagana. Það
getur verið erfitt
að fylgjast með öll-
um þeim stöðugu nýjungum og
um leið er mikilvægt að vera
með á nótunum.
Ekki virðist það þó alltaf
vera í forgangi. Á fundi Sam-
taka iðnaðarins um opinber
innkaup gagnrýndi Ragnheiður
H. Magnúsdóttir, stjórnar-
formaður Samtaka upplýsinga-
tæknifyrirtækja, seinagang í
opinberum útboðum.
„Nú erum við komin á fullt í
fjórðu iðnbyltinguna, með
sýndarveruleika, gervigreind
og fleiru,“ sagði hún. „Hlutirnir
gerast alveg gríðarlega hratt
og því gengur það ekki að út-
boðsferli hins opinbera taki
jafnvel eitt til tvö
ár að klárast, sér-
staklega hvað
tækniverkefni
varðar. Það er
komin alveg ný tækni á mark-
aðinn þegar loksins er búið að
ljúka ferlinu.“
Ragnheiður sagði að hafa
yrði hraðar hendur til að missa
ekki af fjórðu iðnbyltingunni.
Innkaupaferlið væri hins vegar
hægt og „lögfræðingasinnað“
og rígbundið í reglugerða-
fargan. „Þetta tekur allt gríðar-
legan tíma og ég er ekki viss um
að við höfum þennan tíma.“
Ísland nýtur forréttinda fá-
mennis. Boðleiðir geta verið
stuttar og það ætti að vera
hægur vandi að sneiða hjá
óþarfa flækjum og íþyngjandi
skriffinnsku.
Komin ný tækni þeg-
ar útboðsferli lýkur}Óþarfur seinagangur Einu sinni var það svo, í Banda-ríkjunum og víðar, að svokall-aðar deildaverslanir, depart-ment stores, voru flaggskiphverrar verslanamiðstöðvar.
Báðir græddu á fyrirkomulaginu; deildaversl-
unin hagnaðist á því að vera í besta plássinu í
vel staðsettri verslanamiðstöð og versl-
anamiðstöðin naut góðs af þeim mikla fjölda
viðskiptavina sem deildaverslunin laðaði að.
Nú er öldin önnur. Deildaverslunin á undir
högg að sækja í samkeppni við net- og lág-
verðsverslanir, og verslanamiðstöðvarnar sjá
sér heldur hag í því að hýsa ódýrar búðir, mat-
sölustaði og afþreyingarþjónustu á borð við
kvikmyndahús.
New York Times greindi frá því í síðustu
viku að Macys hygðist fækka störfum um
10.000 en fyrirtækið hafði áður tilkynnt að 100 versl-
unum yrði lokað. Sears Holding hyggst einnig hætta
rekstri tuga verslana á næstu misserum, 150 allt í allt, en
allar eiga þessar búðir það sameiginlegt að hagnaðurinn
stendur ekki lengur undir kostnaði. Spekingar segja
þessa þróun deildaverslunarinnar munu leiða til þess að
ákveðnar verslanamiðstöðvar verði „úreltir“ áfanga-
staðir fyrir neytendur en hjá þeim verslanamiðstöðvum
sem áfram muni þrífast og dafna muni deildaversl-
anirnar hafa minna og minna vægi.
Hér heima má glögglega sjá sömu þróun. Í Smáralind
víkur breska deildaverslunin Debenhams nú fyrir H&M,
og í Kringlunni Hagkaup. H&M er raunar
frábært dæmi um draumaverslun versl-
anamiðstöðvareigandans; gríðarlega vinsæla
lágverðsverslun sem er vís til að laða að mik-
inn fjölda viðskiptavina, ekki síst til að byrja
með. En þannig munu verslanamiðstöðv-
arnar lifa af; með því að bjóða vinsælum
verslunum pláss, og ekki skemmir fyrir ef
þær eru ódýrar. Verslanamiðstöðvar á Ís-
landi eru reyndar einstaklega samkeppn-
isfærar vegna veðurfarsins, en það er önnur
saga.
Hvað deildaverslanirnar varðar virðist
vænlegast til vinnings að helga eina deildina
matvöru. Þá fær viðskiptavinurinn allt til alls
á einum stað, sem er eftirsóknarvert á anna-
sömum degi. Í amstrinu er hins vegar enn
meira freistandi að sækja vörur og þjónustu
gegnum netið, og það er mögulega mesta áskorunin sem
„físískar“ verslanir standa frammi fyrir. Ef þær vilja
vera samkeppnishæfar verða þær að bjóða upp á eitt-
hvað sem netverslunin hefur ekki upp á að bjóða, t.d.
persónulega þjónustu, og þá hefur aldrei verið mikilvæg-
ara að selja vöruna á hagkvæmu verði. Á sama tíma og
viðskiptatálmum fækkar dugir ekki lengur að vísa til
óskilgreinds „aðflutningskostnaðar“ til að útskýra gríð-
arlegan verðmun milli Íslands og útlanda. Nú ríður ein-
faldlega á að laga sig að breyttum tímum, og gildir þá
einu hvort um er að ræða deildaverslun eða aðra verslun.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Samkeppni knýr fram breytingar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Sigmundur Davíð gerði þjóð-
menningu Íslendinga að um-
ræðuefni í fyrstu þjóðhátíðar-
ræðu sinni 2013 og vék þar að
gagnrýni sem fram hafði komið
innan þings og utan. „Að und-
anförnu hefur jafnvel orðið vart
viðkvæmni fyrir því að talað sé
um að hlúa að íslenskri þjóð-
menningu,“ sagði hann. „Þótt
slík viðhorf séu ekki einkenn-
andi fyrir Íslendinga hlýtur að
vera áhyggjuefni að jafnvel svo
verðmætur og mikilvægur hlut-
ur sem sameiginleg saga og
menning þjóðarinnar skuli
hafður að skotspæni.“
Gagnrýnendur héldu sig
við það að með of mikilli
áherslu á þjóðmenningu
væri gert lítið úr mik-
ilvægum þjóðfélags-
breytingum og stöðu
fjölmenningar í ís-
lensku sam-
félagi.
Þjóðmenning
viðkvæm
SKIPTAR SKOÐANIR
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson