Morgunblaðið - 14.01.2017, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
tími undir handleiðslu okkar
góðu kennara. Í frítímum var
margt sér til gamans gert, farið
í gönguferðir, t.d. upp að trú-
lofunarhríslu, skautað á ísi-
lögðu vatninu og kvöldunum
eytt við handavinnu eða dansað
í handavinnustofunni og svo
smá skrepp í „Mexicó“. Í öllu
þessu tók Stína okkar fullan
þátt og var hrókur alls fagn-
aðar, þá var ekki amalegt að
eiga hana að þegar gera átti sig
sæta og fína, var hún þá með
greiðuna á lofti og túberaði
flesta hausa með góðum ár-
angri. Þegar skóla lauk dreifð-
umst við vítt og breitt um land-
ið og eignuðumst börn og buru,
en sambandið rofnaði aldrei og
hittumst við fyrst um sinn á
fimm ára fresti, ýmist á Laug-
arvatni, Vestmannaeyjum,
Stykkishólmi eða við fórum til
Danmerkur, alltaf var Stína
með og eru þetta ógleyman-
legar ferðir. Stína okkar sá allt-
af um myndatökur og deildi því
svo á fésbókina. Síðari árin
hittumst við bæði vor og haust
og vináttuböndin styrkjast meir
og meir og lét hún sitt ekki eft-
ir liggja og kom síðastliðið vor í
Grímsnesið, þá orðin mjög veik
en hún kvartaði aldrei. „Ég
segi allt gott“ var ávallt svarið
þegar spurt var: „Hvernig hef-
ur þú það í dag, Stína mín?“
Hún var ótrúleg kona, hörku-
dugleg, jákvæð og sá alltaf
björtu hliðarnar á öllu. Þau
Siggi áttu stóran barnahóp og
var hún stolt af honum og hélt
vel utan um hann. Við skóla-
systurnar munum sakna henn-
ar Stínu okkar og með virðingu
og þakklæti kveðjum við hana
og vitum að hún á góða heim-
komu í Sumarlandinu. Sigga,
börnunum þeirra og fjölskyld-
unni allri sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Guð veri með
ykkur.
Fyrir hönd skólasystranna á
Húsó veturinn 1962-1963,
Hrefna.
óspart af reynslu sinni. Allt
gert fumlaust og vel og á
vandamálum var tekið af yf-
irvegun og útsjónarsemi. Um-
fram allt vandað til verka og
ekki var tjaldað til einnar næt-
ur, heldur hugsað til þess að
klára og það stæði til fram-
búðar.
Sigurður hafði gaman af að
rifja upp sögur frá uppvaxtar-
árum sínum. Hann ólst upp í
upp í stórum systkinahópi í
Neshjáleigu í Loðmundarfirði,
en flutti svo með fólkinu sínu í
Hólaland í Borgarfirði eystra.
Þar voru ræturnar grónar og
það voru þær líka í Breiðdaln-
um, þar sem hann bjó svo lengi.
Þekkti vel sögu og staðhætti. Í
Breiðdalinn fluttu einnig bræð-
ur hans, Aðalsteinn, Friðjón og
Davíð. Þeir voru þekktir fyrir
dugnað og ósérhlífni. Eitt sinn
horfði aðkomumaður á nokkra
bræðurna að störfum í frysti-
húsinu á Breiðdalsvík og spurði
Pétur Sigurðsson, forstjóra,
hvað þeir væru eiginlega marg-
ir þessir Hólalandsbræður.
„Ekki nógu margir,“ svaraði
forstjórinn að bragði.
Í Felli var hestamennska í
hávegum höfð og fáir hafa
kennt mér meira um hestinn og
reiðmennsku, en Sigurður og
Einar. Þeir þekktu þá tíma þeg-
ar hesturinn var þarfasti þjón-
inn og voru næmir á ungviðið
og hvað í því bjó. Í umgengni
við hrossin sýndu þeir ákveðni
og festu, en sýndu aldrei hörku
eða fóru með háreysti. Sigurður
vildi hafa hrossin harðger, vel
tamin, en frjáls og hafði gaman
af að fara hratt yfir með mörg
til reiðar.
Mikið var gefandi að vera
með Sigurði, njóta vináttu hans
og verka. Fyrir það þakka ég
innilega. Góður Guð blessi
minningu Sigurðar og umvefji
ástvini alla.
Stefán Már Gunnlaugsson.
Þegar ég var lítill
dvaldi ég slíkum
langdvölum hjá afa
mínum og ömmu á
Ártúni 17 að farið var að líta á
mig sem viðbótarson heimilisins.
Skv. því fékk Gunnar frændi
minn hlutverk stóra bróður og
dró það bróðerni mjög dám af
Cartwright-bræðrum í Bonanza-
þáttunum sem svo vinsælir voru
um þær mundir, orðaskylmingar
í hámarki, vinahót í lágmarki.
Enda trúði ég því varla er Gunn-
ar gaf mér Matchbox-bifreið á
fimm ára afmæli mínu 1968, ein-
lægur á svip. Cartwright-bræður
voru víst líka meyrir inni við
beinið.
Þetta var á tíma „kynslóðabils-
ins“ og Gunnar tileinkaði sér útlit
þeirra dýrðarára. Hann var
Ringo á Hvíta albúminu eða
kannski George.
Alltaf með dömu upp á arminn
og ók um á bláum Chevrolet með
innbyggðum plötuspilara. Ég
geymi þó mynd af honum liggj-
andi upp í rúmi í reykjarkófi með
bók í hönd meðan Pioneer-hljóm-
flutningstækin drundu. Hann las
skemmtirit, drengjasögur, Helj-
arslóðarorrustu Gröndals, Mark
Twain, allt, og ræddi oft efni
þeirra á eftir.
Elskaði greinilega bækur en
tók þó hjartanlega undir tal
þorpsbúa um menntamenn og
„eilífðarstúdenta“.
En það bar skugga á þessi ár
sem allir er til þekkja muna vel.
Varla af barnsaldri hafði Gunnar
kynnst Bakkusi konungi og gerð-
ust þau kynni svo náin með
hverju árinu að mönnum, ekki
síst foreldrum hans, þótti nóg
um. Framtíð hins góða drengs
virtist vera í húfi ef ekkert væri
að gert.
Þá gerist það að einn af slark-
félögum Gunnars, nýkominn úr
meðferð á Staðarfelli, sem þá var
nýjung, mælir eindregið með
hinu sama fyrir hann. Gunnar lét
tilleiðast, að því er virtist af rælni
en svo gerðist undrið. Hann kom
heim endurnýjaður. Ein stór
breyting var sú að Gunnar sem
ávallt hafði hnussað við trúarleg-
um málefnum virtist nú móttæki-
legur.
Hann fagnaði fyrsta edrú-af-
mælinu. Kraftaverk, sagði fólk.
Svo öðru og þriðja. Vinurinn sem
beindi honum á þessa braut var
löngu fallinn, meðan Gunnar tók
undir með þjóðskáldinu, – „Vilji
er allt sem þarf!“ Hver var
ístöðulaus núna?
Á Vesturheimsárum mínum
hafði ég stopult samband við
frænda minn en frétti þó að um-
brot eins og skilnaður og nýtt
hjónaband hefðu engin áhrif á
staðfestu hans. Hann hlaut að
vera stjörnunemi SÁÁ, fyrr og
síðar. Samt segja þeir að menn
séu aldrei læknaðir.
Þegar ég sneri aftur til Íslands
var einn þeirra er ég mest hlakk-
aði til að hitta Gunnar frændi.
Tíminn á milli fundanna hvarf og
það var eins og við hefðum stigið
úr Bonanza yfir í Húsið á Slétt-
unni. En nú var tíminn óvinur
vor.
Þetta hljómar e.t.v. eins og
sena úr gömlum róman, en í vor
bauð Gunnar mér í ökuferð um
Flóann í glampandi sólskini. Við
fórum um Bakkann, Stokkseyri
með viðkomu á ættarjörðinni –
Hurðarbaki. Margt var skrafað
en þó voru orð eiginlega óþörf,
þessi stóru.
Vágesturinn sótti á. Von og
Gunnar Þórir
Þórmundsson
✝ Gunnar ÞórirÞórmundsson
fæddist 28. mars
1951. Hann lést 1.
janúar 2017.
Útför Gunnars
var gerð 12. janúar
2017.
baráttuvilji vék fyr-
ir ósk um að fá að
„fara sáttur“ og eig-
inkona hans, Sólrún
gerði allt til að svo
mætti vera. Hann
kvaddi á nýársdag,
á nýársdag er hann
setti flöskuna til
hliðar í síðasta sinn
fyrir 36 árum. Ég
held hann hefði ekki
talið mánaðardag-
inn tilviljun.
Kristinn Jón Guðmundsson.
Nýársdagur boðar alltaf nýtt
upphaf, aldrei endalok. Þann dag
veljum við iðulega til að setja
okkur ný markmið og þann dag
valdir þú til að stíga þín fyrstu
skref inn í nýja tilveru. Að þú
færir í þá ferð svona ungur og á
undan mér hef ég aldrei leitt hug-
ann að en nú þegar það blasir við
vilja orðin sem mig langar að
segja við þig ekki láta fanga sig á
blað og þess vegna leita ég í fjár-
sjóðskistu föður míns heitins.
Ljóð hans sem ég set hér fyrir
neðan orti hann í orðastað Gunnu
systur, þá þriggja ára, til konu
sem henni var kær. Þau orð geri
ég nú að mínum.
Væri ég skáld þá skyldi ég nú
skrifa þér fallegt kvæði.
Kvæði sem nægði í breiða brú,
brú sem að til þín næði,
svo örlítið hægara ættir þú
við okkur að spjalla í næði.
Kvæðið mitt verður lítið og ljótt,
ég lagði á hálan ísinn.
Nú skal ég reyna að hafa hljótt,
ég horfi á klukkuvísinn.
Ég ætla að vita í alla nótt
hvort ei komi ljóðadísin.
Hún vildi ekki láta heyra til sín,
hart er ég leikin af svefni.
Ljótt er að skimpast við ljóðin mín
að loforðum þó ég stefni.
En sumarkveðju ég sendi til þín
og svolítið brúarefni.
Elsku Sollu, Stebba, Munda,
Lilju Björgu, Tinnu, Lilju Björk,
Rögnu, yndislegu barnabörnun-
um og öllum öðrum sem elska þig
votta ég mína dýpstu samúð. En
gleymum ekki að svo lengi sem
þau andann draga lifir þú. Guð
veri með þeim öllum,
Svanheiður (Svansý).
Að kvöldi nýársdags lést vinur
minn eftir snarpa og hetjulega
baráttu við krabbamein. Gunnar
hef ég þekkt frá æskuárum en
seinustu 23 ár hafa verið nánari
eftir hann endurnýjaði kynnin við
æskuástina sína hana Sollu vin-
konu mína.
Þá og sérstaklega seinustu ár-
in náði ég að kynnast honum bet-
ur en Gunnar var dulur og lét lítið
fyrir sér fara, en traustur og hlýr
þegar á reyndi .
Gunnar var afar fróður og víð-
lesinn einnig var hann mikill
mannþekkjari og tók vel eftir öll-
um töktum og háttum í fari fólks
kunni ógrynni af sögum um
gamla Selfyssinga og naut þess
að segja frá og lék oft eftir við-
komandi einstakling. Seinustu
mánuði kölluðum við það sögu-
stund þegar ég heimsótti þau
hjón, og boðið var ýmist upp á ís-
veislu eða „sýni gott“ oft enduðu
þau kvöld illa hjá undirritaðri
sem kunni sér ekki magamál og
hafði Gunnar gaman af að gant-
ast með það og spurði næst þegar
ég kom eigum við kannski að hafa
ís í kvöld og setti höfuðið ofan í
bringu og kímdi.
Gunni var stoltur og bar mikla
virðingu fyrir konu sinni, færði
henni blóm jafnvel þegar hann
skrapp heim í mat eða kom heim
eftir langan vinnudag tilefnið var
alltaf hún „Solla mín á það svo
skilið.“ Gaman var að sjá þennan
hrjúfa mann breytast í hinn
mesta ljúfling þegar börn voru
annars vegar, Gunni kunni lagið á
þeim hann var stríðin en aldrei
svo að hann særði þau. Síðustu
mánuðir voru þeim hjónum erf-
iðir þegar ljóst var í hvað stefndi,
en þau unnu það verkefni af mik-
illi skynsemi og yfirvegun sem ég
og fleiri dáðust að. Gunnar sýndi
sínar fallegu tilfinningar og var
opinn fyrir því að ræða það sem
framundan var. Lagði mikið upp
úr því að fá að vera heima hjá
Sollu sinni þar til yfir lyki, þau
hjónin notuðu tímann vel til að
vera saman, bæði höfðu kynnst
krabbameininu en Solla kláraði
krabbameinsmeðferð tveimur ár-
um áður en Gunni greinist.
Ég vil þakka Gunna fyrir allt
traust við mig og mína í gegnum
árin. Megi góður Guð styrkja vin-
konu mína og fjölskylduna alla á
erfiðu tímum.
Farðu vel inn ljósið, kæri vin-
ur.
Sigurbjörg Grétarsdóttir.
Kær vinur okkar og félagi,
Gunnar Þórmundsson, er nú fall-
inn frá.
Það er alltaf erfitt að horfa á
eftir góðum vini en ljúfar minn-
ingar um þennan einstak mann
lifa.
Við höfum þekkt Gunna í
fjölda ára en eftir að hann tengd-
ist inn í fjölskyldu okkar mynd-
aðist einstök vinátta við þau hjón-
in. Gunni var einstaklega
barngóður, ljúfur og skemmtileg-
ur maður með góðan húmor og
var alltaf boðinn og búinn ef hann
gat lagt okkur lið. Hann var ein-
staklega barngóður og gaf sér
alltaf tíma til að tala við barna-
börnin og var oft gaman að fylgj-
ast með þeim samræðum.
Við viljum þakka allar góðu
stundirnar, dýrmætar minningar
lifa.
Elsku Solla og aðrir aðstand-
endur, innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa ykkur
öll.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd hjarta síns
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandz)
Guðmundur Tyrfingsson,
Sigríður Benediktsdóttir.
Kveðja frá Bifreiðaklúbbi
Suðurlands
Okkur félagana í Bifreiða-
klúbbi Suðurlands langar að
minnast Gunnars Þórmundsson-
ar með nokkrum orðum. Við
söknum vinar og félaga, sem
starfaði með okkur árum saman
og sem stjórnarmaður í nokkur
ár.
Hann var hafsjór af fróðleik,
bæði um bíla og menn, og betri og
skemmtilegri sögumaður er
vandfundinn. Hann kom á flesta
fundi og var með í nánast öllum
ferðum. Margs er að minnast.
Eftirminnileg er ferðin til
Vestmannaeyja á bílunum fyrir
tæpum tveimur árum og síðast
kom hann með í haustferðina
austur að Skógum í október síð-
astliðnum. Ekki má gleyma
ísrúntunum á sumrin, þorrablót-
unum og landsmótunum.
Nú er Gunni búinn að fara í
sína síðustu ferð á Lettanum sín-
um.
Eiginkonu og öllum ástvinum
hans sendum við samúðarkveðjur
og söknum vinar í stað.
Fyrir hönd stjórnar klúbbsins,
Guðmundur Þ. Óskarsson
formaður.
✝ Nanna Sigurð-ardóttir frá
Stafafelli í Lóni
fæddist 23. júlí
1920. Hún lést 4.
janúar á hjúkr-
unardeildinni á
Höfn.
Hún var dóttir
Sigurðar Jóns-
sonar, Stafafelli,
og Ragnhildar
Guðmundsdóttur
frá Lundum í Stafholt-
stungum. Þau áttu þrjú börn.
Eldri bróðir var Ásgeir, bóndi
á Víghólsstöðum á Fellsströnd,
en yngri bróðir var Gunnlaug-
ur, skrifstofumaður á Djúpa-
vogi. Nanna giftist Ólafi Berg-
sveinssyni frá Gufudal í
Barðastrandar-
sýslu. Þau hófu
búskap á Stafafelli
árið 1958 og eign-
uðust þrjá syni.
Elstur er Sigurður
á Stafafelli, síðan
Bergsveinn í
Reykjavík og
yngstur er Gunn-
laugur í Mosfells-
bæ. Barnabörnin
eru líka þrír
strákar. Benjamín Tumi Berg-
sveinsson, Ólafur Orri Gunn-
laugsson og Magnús Már
Gunnlaugsson.
Útförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 14. janúar
2017, klukkan 13. Jarðsett
verður í Stafafellskirkjugarði.
Það var eftirminnileg stund
að koma í Stafafell í fyrsta skipti
sumarið 1966 og hitta þar fyrir
frændfólk sem oft hafði verið
rætt um á æskuheimili mínu á
Hallormsstað, Sigurð Jónsson
og dóttur hans Nönnu, sem þar
stóð fyrir búi ásamt eiginmanni
sínum, Ólafi Bergsveinssyni.
Synir þeirra þrír voru þar einnig
á vettvangi kornungir, fæddir á
árunum 1958-1962. Af þeim hef
ég síðar haft margvísleg og góð
kynni. Faðir minn og Sigurður
voru systrasynir, og við Nanna
því þremenningar. Ömmur okk-
ar, Margrét og Elísabet Sigurð-
ardætur, skrifuðust reglulega á
eftir að sú fyrrnefnda giftist
séra Jóni Jónssyni og fluttist í
Bjarnanes 1880 og síðar að
Stafafelli. Bréf þeirra skipta
mörgum tugum og varpa skýru
ljósi á hugarheim þeirra systra
og hugðarefni. Sigurður, faðir
Nönnu, hafði einu sinni komið í
Hallormsstað í mínu minni, en
leiðir á milli Lóns og Héraðs
höfðu í raun lengst eftir að
hestaferðir lögðust að mestu af,
uns stopult akvegasamband
komst á um Breiðdalsheiði og
Lónsheiði nálægt miðri 20. öld.
Mér var strax afar vel tekið á
Stafafelli og fræddist mikið af
Sigurði um liðna tíð og sveitina,
þar á meðal um Stafafellsfjöll og
Lónsöræfi sem ég átti eftir að
ferðast um árum saman í kjöl-
farið. Uppskera af þeim kynnum
og samráði við eigendur Brekku
í Lóni birtist í stofnun friðlands
á Lónsöræfum árið 1977, en það
er eitt fegursta náttúruverndar-
svæði hérlendis. Heima fyrir
annaðist Nanna húsverk, barna-
uppeldi og símavörslu á meðan
Stafafell var símstöð. Hún gaf
sér þó alltaf góðan tíma til að
spjalla við gesti yfir kaffiveit-
ingum. Ég greindi hjá henni
ýmsa eiginleika og takta sem
loðað hafa við föðurætt mína og
hentum við stundum gaman að.
Hún hafði lifandi áhuga á bók-
menntum og kunni m.a. góð skil
á verkum afa síns Jóns Jóns-
sonar (1849-1920), sem var síð-
asti prestur á Stafafelli, skáld-
mæltur, mikill áhugamaður um
íslensk fræði og alþingismaður
Austur-Skaftfellinga um skeið.
Ragnheiði, móður Nönnu,
kynntist ég einnig eftir að hún
háöldruð flutti á ný inn á heimili
dóttur sinnar. Þar fór greind
kona og gjörhugul sem lokið
hafði kennaraprófi um tvítugt
1912. Hún náði því að verða
hundrað ára og litlu munaði að
Nanna fylgdi í fótspor hennar
um langlífi. Við Kristín heim-
sóttum Nönnu síðast á hjúkr-
unarheimilið á Höfn fyrir tveim-
ur árum. Hún naut þar góðrar
umönnunar til hinstu stundar.
Ólafi, sonum og öðrum aðstand-
endum sendum við samúðar-
kveðjur.
Hjörleifur Guttormsson.
Nanna
Sigurðardóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför míns besta vinar
og ástkærs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNASAR ÞÓRARINSSONAR,
Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar og
heimahjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
.
Þórunn Axelsdóttir,
Magnús Rúnar Jónasson, Ágústa Ásgeirsdóttir,
Þórarinn Sveinn Jónasson, Rut Jónsdóttir,
Jónas Þór Jónasson, Særún Rúnarsdóttir,
Sveinn Ólafur Jónasson, Herborg Hjálmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar og tengdamóður,
GUÐBORGAR ELÍASDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
dvalarheimilisins Höfða.
.
Elías Jóhannesson, Dröfn Einarsdóttir,
Pétur Steinar Jóhanness., Magnea G. Sigurðard.,
Dagbjartur Jóhannesson, Elín Gunnarsdóttir,
Ómar Þór Jóhannesson, Anna Eiríksdóttir,
Jóhanna G. Jóhannesd., Logi Arnar Guðjónsson,
Elísabet Jóhannesdóttir,
Hafsteinn Jóhannesson.