Morgunblaðið - 14.01.2017, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 16.4.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017
JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017
VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017
Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017
Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudaginn 15. janúar: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Sunnudaginn 15. janúar kl. 14: Arndís S. Árnadóttir verður með leiðsögn
um ljósmyndasýninguna Kaldal í tíma og rúmi.
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Portrett Kaldals í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Kaldal í tíma og rúmi á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Sunnudaginn 15. janúar kl. 14: Fjölskyldustund
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi,
opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Opnað verður
fyrir umsóknir
í myndlistarsjóð
16. janúar
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
Úthlutað verður tvisvar
úr sjóðnum árið 2017M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Úr fyrri úthlutun verða veittir
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í mars
Umsóknarfrestur er til miðnættis 27. febrúar 2016
Þótt ferill Guðmundar Arn-ars Guðmundssonar, leik-stjóra Hjartasteins, sérétt að hefjast hefur hann
þegar sýnt fram á að hann er mað-
ur mikilla hæfileika. Árið 2013
sendi hann frá sér stuttmyndina
Hvalfjörð, sem segir frá tveimur
bræðrum sem búa í harðneskju-
legri sveit, hinn eldri glímir við
þunglyndi og sá yngri vill helst af
öllu gæta bróður síns en báðir eiga
þeir bágt með að tjá sig einlæglega
með orðum, þráður sem einnig má
greina í þessari nýju kvikmynd.
Myndræn hlið Hvalfjarðar var í alla
staði til fyrirmyndar og sumar sen-
ur framúrskarandi fallegar. Hún
vann til meira en fimmtíu verðlauna
á kvikmyndahátíðum víða um lönd
og hlaut þann gríðarmikla heiður
að vera valin til þátttöku í að-
alkeppni Cannes í flokki stutt-
mynda.
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd
Guðmundar í fullri lengd. Hann er
sannkallaður þúsundþjalasmiður,
en hann leikstýrir, framleiðir og
ritar handritið og að hans sögn
hófst vinna við handritið fyrir tíu
árum. Kvikmyndin gerist eitt ör-
lagaríkt sumar í lífi þeirra Þórs og
Kristjáns, perluvina sem búa í ægi-
fögru sjávarþorpi á Íslandi. Í
mögnuðu upphafsatriði mynd-
arinnar sjáum við vinina tvo ásamt
fleiri strákum slóra á sólbaðaðri
bryggjunni. Skyndilega syndir
fiskitorfa undir bryggjuna og
strákarnir stökkva til og draga
fram veiðarfærin. Þeir ná að draga
nokkra væna fiska á land og þá
breytist þessi værðarlega sumar-
stund skyndilega í villimannslega
slátrun þar sem strákarnir berja á
spriklandi fiskunum, slá þeim utan í
staura og rífa úr þeim tálknin.
Kristján hrækir upp í vesælan mar-
hnút sem ratað hefur á eitt færið og
gerir sig reiðubúinn til að fleygja
honum aftur í sjóinn en það er hiti í
hinum strákunum og þeir hrifsa
marhnútsgreyið, kasta því í jörðina
og stappa á því af öllu afli þar til
Þór skakkar leikinn. Marhnúturinn
er orðinn að slímugu hrúgaldi og
piltarnir sjá að nú hafa þeir gengið
of langt, farið yfir mörkin.
Upphafsatriðið setur tóninn fyrir
þessa uppvaxtarsögu og verkar
sem myndlíking fyrir söguna í
heild. Þór og Kristján þreifa fyrir
sér í leit að réttum félagslegum
mörkum en gjarnan gera slíkar
þreifingar kröfu um að fara yfir
mörkin og láta á þau reyna. Ef þú
stígur út af sporinu, ert öðruvísi en
fólk er flest, máttu eiga á hættu að
vera kraminn til dauða eins og mar-
hnúturinn á bryggjunni. Persónur
myndarinnar standa á tímamótum
þar sem þær þurfa að kynnast nýj-
um tilfinningum og í raun sjálfum
sér upp á nýtt. Allt í einu getur ein
athugasemd eða snerting orðið eitt-
hvað annað en hún átti að vera, það
sem áður hafði enga merkingu er
orðið merkingarbært.
Fjölskyldur drengjanna eru
meingallaðar, hvor með sínu sniði.
Kristján þarf að þola þrúgandi
nærveru föður síns, sem er ofbeld-
isfullur og drykkfelldur og stjórnar
heimilinu með harðri hendi. Þór
upplifir hins vegar að móðirin sé
ekki nægilega til staðar fyrir hann.
Fjölskylda hans nær illa inn að
kjarna sinna vandamála þar sem
allir á heimilinu eru með ofnæmi
fyrir einlægni. Þetta sést vel í
skondnu atriði þar sem Hafdís,
stóra systir Þórs, les frumsamið
ljóð við matarborðið og hinir fjöl-
skyldumeðlimirnir hörfa sam-
stundis í skotgrafir meinhæðn-
innar, ófærir um að taka á
flutningnum af kurteisi.
Það vekur sérstaka eftirtekt
hvað handritið er gott. Samtölin
eru haganlega skrifuð, lágstemmd,
sannfærandi og náttúruleg. Leik-
ararnir gæða textann lífi, standa
sig flestir prýðilega og ber helst að
nefna Baldur og Blæ sem túlka þá
Þór og Kristján, en þeir eru feikna-
sterkir í sínum rullum. Raunar eru
allir krakkarnir með eindæmum
góðir og ljóst er að vel var staðið að
leikaravali fyrir myndina. Persónu-
sköpunin er vönduð og nær höfund-
urinn fram dýpt í persónum Þórs
og Kristjáns. Í upphafi er Þór óör-
uggur, hann telur sig skorta lík-
amlegt atgervi og lætur sig dreyma
um karlmannlegri hárvöxt. Krist-
ján er aftur á móti afslappaðri og
áræðnari. Þegar á líður vex Þóri ás-
megin en Kristján upplifir stig-
magnandi óvissu og efa þegar hann
áttar sig sífellt betur á að tilfinn-
ingar hans í garð Þórs eru gjör-
breyttar og eftir því sem heimilis-
aðstæður hans versna sekkur hann
dýpra og dýpra niður á við. Sam-
band drengjanna kúvendist og þró-
unin sem verður á sambandi þeirra
og þeim sjálfum er einstaklega vel
útfærð og þrælúthugsuð.
Kvikmyndatakan er stórfín, sem
er ekki að furða því á bak við
myndavélina er hinn afbragðsgóði
kvikmyndatökumaður Sturla
Brandt Gøvlen, sem annaðist meðal
annars kvikmyndatöku í Hrútum
og í þýsku myndinni Victoria sem
er tveggja tíma löng en var öll tekin
í einu skoti og er eitt magnaðasta
kvikmyndatökuafrek síðari tíma.
Fjörur og fjallgarðar skarta sínu
fegursta í stórbrotnum víðmyndum
og með notkun á náttúrulýsingu,
vandaðri kvikmyndatöku og klipp-
ingu ná aðstandendur myndarinnar
fram mikilli myndrænni fegurð. At-
riðið þegar Kristján veður út í læk,
dýfir höfðinu ofan í vatnið og öskr-
ar af geðshræringu er dæmi um at-
riði sem kitlar fegurðarskynið al-
veg sérstaklega.
Hjartasteinn hefur þegar sópað
að sér verðlaunum á kvikmynda-
hátíðum víða um lönd. Á tímum
þverþjóðlegu kvikmyndarinnar,
þar sem fjármagn og dreifing lista-
kvikmynda einskorðast ekki við
einn staðbundinn markað, er mark-
miðið að gera bíómynd sem virkar í
senn fyrir heimamenn og fyrir
kvikmyndahátíðargesti í öðrum
löndum. Því markmiði mun Hjarta-
steinn vísast ná, hún hefur að
minnsta kosti náð að sigra nokkur
lönd og mun vafalaust renna vel of-
an í íslenska sýningargesti ef eitt-
hvað var að marka viðbrögðin í
salnum á forsýningarkvöldinu. Í
grunninn er sagan afar alþjóðleg en
viss stemning í henni ætti að tala
sérstaklega til íslenskra áhorfenda
og vekja upp minningar frá björt-
um æskusumrum, eins og þegar
persónurnar ösla mýrlendið í skít-
ugum strigaskóm, virða fyrir sér
fuglshræ og aðra töfragripi í fjör-
unni og súpa á dularfullu glundri í
fyrsta sinn úr ómerktri plastflösku.
Hjartasteinn fjallar um átökin
milli leikgleðinnar og grimmdar-
innar sem einkenna unglingsárin.
Það getur tekið á að tapa sakleys-
inu, að vera lítill og stór á sama
tíma. Stundum vill maður vera lítill
og kúra í fanginu á stóru systur,
stundum þarf maður að vera stór
og manna sig upp í að kyssa þann
sem maður elskar eða í að lemja
stærsta hrekkjusvínið í bænum í
nafni vináttunnar. Uppvaxtarsagan
er vissulega fastmótað frásagnar-
form og geta slíkar sögur auðveld-
lega orðið formúlukenndar en
myndin nær að að sveigja hjá klisj-
unum, sagan er sterk og marg-
slungin og verður aldrei klén. Hún
fjallar um ástarmál barna án þess
að verða hallærisleg og nær af
stakri prýði að fanga æðibunugang
æskunnar, þar sem gleðivíma per-
sónanna víkur jafnskjótt fyrir
þrúgandi óhamingju. Áhorfendur
hrífast með í þetta ferðalag þar sem
þeir eitt augnablik engjast um af
hlátri en það næsta finna þeir
brjóstið sökkva inn á við og berjast
við að kyngja kekkinum í hálsinum.
Myndin er, ásamt Eldfjalli Rúnars
Rúnarssonar, að mínu mati einhver
besta frumraun nýs íslensks leik-
stjóra. Hún er þar að auki yfirhöfuð
einhver sterkasta íslenska kvik-
mynd síðustu ára og algjörlega á
pari með því betra sem er að gerast
í evrópskri kvikmyndagerð um
þessar mundir.
Afbragðsleikur Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með hlutverk Þórs og Kristjáns.
Ber er hver að baki
Háskólabíó, Laugarásbíó
og Smárabíó
Hjartasteinn bbbbm
Leikstjórn: Guðmundur Arnar Guð-
mundsson. Handrit: Guðmundur Arnar
Guðmundsson. Stjórn kvikmyndatöku:
Sturla Brandt Gøvlen. Klipping: Janus
Billeskov Jansen og Anne Østerud.
Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær
Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Jónína Þór-
dís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Katla
Njálsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir.
129 mín. Ísland og Danmörk 2016.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Hallgrímur Stefán Ingólfsson opnar
málverkasýninguna Ship ohoj í Mjólk-
urbúðinni í Listagilinu á Akureyri í
dag kl. 14. Sjórinn er honum hugleik-
inn en myndefni hans eru þó fjöl-
breytileg. Hallgrímur, sem er kennari
við listnámsbraut VMA, hefur teiknað
og málað frá barnæsku og á m.a. að
baki eins árs grafíknám við Konung-
lega danska listaháskólann. Hress Hallgrímur S. Ingólfsson.
Ship ohoj í Mjólkurbúðinni