Morgunblaðið - 14.01.2017, Síða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017
Tvær fyrstu sýningar ársins verða
opnaðar í dag kl. 15 í Listasafninu á
Akureyri, Ketilhúsi; yfirlitssýning á
verkum Nínu Tryggvadóttur sem
nefnist Litir,
form og fólk og
sýning Freyju
Reynisdóttur,
Sögur. Nína var
meðal frjóustu og
framsæknustu
myndlistarmanna
sinnar kynslóðar
og þátttakandi í
formbyltingunni í
íslenskri mynd-
list á 5. og 6. ára-
tugnum, eins og því er lýst í tilkynn-
ingu frá safninu, vann verk sín
aðallega með olíu á striga en er einn-
ig þekkt fyrir pappírsverk, verk úr
steindu gleri, mósaíkverk og barna-
bækur og var einn af brautryðj-
endum ljóðrænnar abstraktlistar.
Sýningin er unnin í samvinnu við
Listasafn Íslands og er að hluta
byggð á sýningunni Ljóðvarp sem
sett var upp í því safni árið 2015.
Mikilvæg blanda
Sýningarstjóri Lita, forma og
fólks er safnstjóri Listasafnsins á
Akureyri, Hlynur Hallsson, og segir
hann þónokkuð hafa verið um yfir-
litssýningar í safninu hin síðustu ár.
Til stendur að stækka safnið og
breyta því og verða sýningar settar
upp í Ketilhúsinu þar til fram-
kvæmdum lýkur en stefnt er að því
að opna hið betrumbætta safn um
mitt ár 2018. „Þá höfum við meiri
möguleika á því að vera með fjöl-
breyttari sýningar í gangi í einu og
yfirlitssýningar lykillistamanna í
menningarlegu samhengi. Mér
finnst mjög mikilvægt að blanda
þessu saman, að það séu klassískar
sýningar og líka sýningar með ung-
um, núlifandi listamönnum,“ segir
Hlynur. Sýningin fyrir norðan er
minni en sú sem var í Listasafni Ís-
lands, að sögn Hlyns, þar sem Ketil-
húsið er minna, en þó eru þar sýnd
45 verk. „Þau eru að langmestu leyti
byggð á listaverkaeign Listasafns
Íslands, það á rúmlega 80 verk eftir
Nínu en sýningin Ljóðvarp var mik-
ið úr einkaeign og þá sérstaklega frá
Unu Dóru, dóttur Nínu, en flest þau
verk eru aftur komin til New York
þannig að það var ekki auðvelt að
nálgast þau. Þessi sýning er minni
en gefur gott yfirlit yfir verk henn-
ar, þetta eru allt frá skólaverkum frá
því hún var í námi í Kaupmannahöfn
fyrst og síðan í París og New York.
Við skiptum henni dálítið þannig
upp, þarna eru verk frá abstrakttím-
anum, slatti af portrettverkum eftir
hana og við sýnum margar bækur
sem hún gerði sjálf og líka bækur
sem hún myndskreytti. Að stofn-
inum til eru þetta verk frá Listasafni
Íslands en svo fengum við líka hell-
ing lánaðan frá Amtsbókasafninu,“
segir Hlynur.
Áður ósýnd verk
-Eru verk á sýningunni sem hafa
ekki verið sýnd opinberlega áður?
„Já, þau eru nokkur og líka nokk-
ur í einkaeigu. Við auglýstum eftir
verkum og það gáfu sig ekki margir
fram en sem betur fer nokkrir.
Þannig að við fengum nokkur verk,
skissu af glerverki m.a. og verk sem
hefur aldrei verið sýnt áður,“ svarar
Hlynur. Spurður að því hvort eitt-
hvað eigi eftir að koma fólki á óvart í
sýningunni hvað varðar listsköpun
Nínu segist Hlynur viss um það.
Upphenging verkanna sé líka
óvenjuleg, „Pétursborgar-
upphenging“ eins og Hlynur kallar
hana þar sem verkum sé staflað upp,
svo að segja. „Það verða örugglega
einhverjir hissa á því en það er
skemmtilegt að prófa það,“ segir
hann sposkur.
Sameiginlegir þræðir
Freyja Reynisdóttir sýnir á efri
hæð Ketilhússins. Hún er fædd árið
1989, útskrifaðist úr Myndlistaskól-
anum á Akureyri árið 2014 og hefur
starfað og sýnt á Íslandi, Danmörku,
Spáni, Þýskalandi og í Bandaríkj-
unum og vinnur verk sín í ólíka
miðla. Þau fjalla mörg hver um þá
þráhyggju mannsins að skilgreina
allt og alla en einnig um þræðina
sem við eigum sameiginlega, s.s.
upplifanir, minni og samskipti, skv.
tilkynningu. Sýningu Freyju lýkur
26. janúar en sýningunni á verkum
Nínu 26. febrúar. helgisnaer@mbl.is
Merkur brautryðj-
andi abstraktlistar
Að störfum Nína Tryggvadóttir á vinnustofu sinni um miðja síðustu öld.
Sýning á verkum Nínu Tryggvadótt-
ur opnuð í Listasafninu á Akureyri
Hlynur
Hallsson
Bíó Paradís hóf í gær sýningar á
kvikmyndinni Graduation eftir
rúmenska leikstjórann Cristian
Mungiu. Í henni segir af lækni sem
beitir öllum ráðum til þess að koma
dóttur sinni í gegnum lokaprófin og
fjallar Mungiu um óheilbrigt sam-
félag Rúmeníu á nýjan leik, en hann
er þekktastur fyrir kvikmynd sína
4 Months, 3 Weeks and 2 Days, að
því er fram kemur á vef kvik-
myndahússins. Graduation keppti
um Palme d’Or, aðalverðlaun kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes, í
fyrra og hlaut Mungiu verðlaun
fyrir bestu leikstjórn. Með aðal-
hlutverk fara
Adrian Titieni,
Maria-Victoria
Dragus, Rares
Andrici.
Bíó Paradís
stendur svo á
morgun kl. 16
fyrir fjöl-
skyldusýningu á
kvikmyndinni
Labirynth til að heiðra minningu
Davids Bowie sem fer með eitt af
aðalhlutverkum hennar. Frekari
upplýsingar má finna á biop-
aradis.is.
Völundarhús og útskrift í Bíó Paradís
David Bowie
Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum,
nánar tiltekið í Boston árið 1926, og fjallar um
hóp einstaklinga sem lifir og hrærist í heimi
skipulagðrar glæpastarfsemi.
Metacritic 51/1010
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.15, 20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00, 22.20, 22.50
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 20.00
Live By Night
Rogue One:
A Star Wars Story 12
Uppreisnarmenn fara í leið-
angur til að stela teikning-
unum af Helstirninu.
Metacritic 66/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 14.00, 22.25
Sambíóin Álfabakka 14.00,
17.00, 20.00, 22.20, 22.50
Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.10, 20.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 14.00, 17.00, 20.00, 22.50
Sambíóin Akureyri 17.00, 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 17.10
Passengers 12
Aurora og Jim eru farþegar
um borð í geimskipi sem er
að flytja þau til annarra
plánetu þar sem þau munu
hefja nýtt líf. Skyndilega
vakna þau í svefnhylkjunum,
90 árum á undan áætlun.
Metacritic 41/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 17.00, 19.30, 22.30
Háskólabíó 15.30, 18.10, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.50
The Great Wall 16
Hann er einn af mögnuðustu
afrekum mannkynsins. Það
tók 1.700 ár að byggja þenn-
an 8.800 km langa múr.
Metacritic 36/100
IMDb 6,0/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.45
Smárabíó 19.50, 22.45
Borgarbíó Akureyri 22.20
Assassin’s Creed 16
Callum Lynch grípur inn í
sögulega atburði á tímum
spænska rannsóknarrétt-
arins. Hann er afkomandi
hins vígfima Aguilar sem
ásamt félögum sínum barð-
ist gegn óréttlæti.
Metacritic 36/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Keflavík 22.45
Smárabíó 19.50, 22.10
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri 22.20
Monster Trucks 12
Tripp, miðskólanemi, dreym-
ir um að komast í burtu úr
bænum sem hann ólst upp í.
Hann byggir sér Ofur Jeppa
úr ýmsum dóti og gömlum
bílum.
Metacritic 37/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.20, 17.40
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.40, 22.10
Sambíóin Kringlunni 15.20
Sambíóin Akureyri 14.00,
17.40
Sambíóin Keflavík 17.30
Fantastic Beasts and
Where to Find Them
Ævintýri Newt Scamander í
leynilegu samfélagi norna og
galdramanna í New York.
Bönnuð yngri en 9 ára.
Metacritic 66/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Office Christmas
Party 12
Metacritic 42/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Allied
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.50
Patriot’s Day 16
Metacritic 70/100
IMDb 7/10
Myndin segir frá yfirlög-
regluþjóni Boston í kring um
sprengjutilræðið í Boston
Maraþoninu.
Laugarásbíó 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 20.00
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Hjartasteinn
Þetta er örlagarík þroska-
saga sem fjallar um sterka
vináttu tveggja drengja sem
eru að taka sín fyrstu skref
inn í unglingsárin og upp-
götva ástina.
Bannað yngri en 9 ára
Laugarásbíó 17.00
Smárabíó 13.30, 14.00,
16.30, 16.40, 20.00, 22.10
Háskólabíó 15.00, 18.00,
21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00
Why Him? 12
Metacritic 38/100
IMDb 6,5/10
Smárabíó 13.00, 17.30,
20.00, 22.30
Collateral Beauty Metacritic 24/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.50
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Sambíóin Kringlunni 17.40
Syngdu Kóalabjörninn Buster hefur
mikið verið að spreyta sig í
skemmtanageiranum.
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00,
17.00, 20.00
Sambíóin Álfabakka 12.30,
14.30, 15.00, 17.30
Sambíóin Keflavík 15.00
Smárabíó 13.30, 15.10,
17.35
Háskólabíó 15.10
Borgarbíó Akureyri 13.30,
17.50
Vaiana Metacritic 81/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 12.30,
15.00, 17.30
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.40
Sambíóin Kringlunni 13.00,
14.00
Sambíóin Akureyri 14.00
Sambíóin Keflavík 14.50
Tröll Metacritic 45/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 13.00, 15.30
Sjöundi dvergurinn Sambíóin Álfabakka 12.30
Embrace of The
Serpent
Metacritic 82/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.30
Lion Metacritic 68/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 15.00, 18.10
Bíó Paradís 22.30
Eiðurinn 12
Morgunblaðið bbbbb
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 17.45
Captain Fantastic
Metacritic 72/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 20.00
Graduation
Bíó Paradís 17.30, 20.00
Klám í Reykjavík
Bíó Paradís 18.00
The Threepenny
Opera
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna