Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 6
Gervigrasið
óboðlegt?
Gervigrasið í Reykja-
neshöll er ekki boð-
legt lengur og menn
eru farnir að leita annað til
æfinga.
Þetta kom fram í máli Ólafs
Thordersen, bæjarfulltrúa
Samíylkingar, á bæjarstjórnar-
fundi í Reykjanesbæ í síðustu
viku en snörp orðaskipti urðu
um þetta á fundinum.
Ólafur fullyrti að samn-
ingur sá sem bæjarfélagið
gerði um leigu á höllinni
„væri sá vitlausasti sem um
getur“ og spurði hvort það
væri á kostnað bæjarins að
gera nauðsynlegar úrbætur
á ástandi hallarinnar. Kom
fram í svari meirihlutans að
þar sem ekki væri um galla
að ræða heldur viðhald, féili
slíkur kostnaður á sveitarfél-
gið. Gervigrasið væri orðið
6 ára gamalt og enn boðlegt
sem slíkt, enda hefði það átt
að hafa 10 ára endingartíma.
Hins vegar hefði mikil fram-
þróun orðið í framleiðslu
og þróun slíkra efna á und-
anförnum árum og saman-
borið við það mætti álykta
að mörgum fyndist það ekki
boðlegt lengur.
Á síðasta fundi Menningar-
íþrótta- og tómstundaráðs iá
fyrir erindi frá knattspyrnu-
deildum Keflavíkur og Njarð-
víkur varðandi þetta mál og
er óskað eftir því að þessi
mál verði skoðuð. Ráðið sam-
þykkti að aflað yrði upplýs-
inga um nýungar i gervigrasi
og áætluðum kostnaði við
að skipta um það í Reykja-
neshöll. Einnig að kannaðir
verði möguleikar á því að
selja gervigrasið sem fyrir eða
nýta það utanhúss í bæjarfé-
laginu.
m
l
0
Ráðgert er að fram-
kvæmdir við Nesvelli,
miðstöð eldri borgara
á Suðurnesjum, hefjist núna á
vordögum. Skipulagsvinnu er
að mestu lokið en samkvæmt
deiliskipulagi er um að ræða
byggingar upp á 54.200 fer-
metra. Reiknað er með að
heildar byggingarkostnaður
verði á hilinu 10 - 12 millj-
arðar, þannig að hér er um
gríðarstóra framkvæmd að
ræða.
Búið er að skipuleggja íþrótta-
svæðið á milli félagsheimilisins
Stapa og verslun Samkaupa
undir fyrirhugað svæði Nes-
valla og verður íþróttasvæðinu
fundin önnur staðsetning. Fyr-
irhugað er að taka fyrsta áfanga
í notkun haustið 2007. Er þá
talað um hjúkrunarheimilið
ásamt þjónustumiðstöð og hluta
svokallaðra öryggisíbúða. Hjúkr-
unarheimilið verður á þremur
hæðum, alls 90 herbergi eða
7.500 fermetrar í það heila. Þjón-
ustumiðstöðin telur alls 3000
fermetra en ráðgert er að örygg-
isíbúðir verði 83 á 4 hæðum, alls
11.000 fermetrar. Samkvæmt
heimildum blaðsins standa
yfir samningaumleitanir við
heibrigðisyfírvöld vegna rekst-
urs hjúkrunarheimilsins og eru
þær viðræður helsti flöskuháls-
inn í ferlinu þar sem yfirvöld
halda fast um budduna þegar
kemur að því að ræða rekstrar-
kostnað við slíkt heimili.
Reiknað er með að íbúðir í fjöl-
býli verði 222 talsins eða alls
27.700 fermetrar og íbúðir í
raðhúsum verði 48 eða 5000 fer-
metrar. Alls er því um að ræða
54.200 fermetra í það heila sem
þessi framkvæmd nær yfir. Gert
er ráð fyrir ýmiskonar tóm-
stundaaðstöðu og vistlegum úti-
svæðum þar sem m.a. verður
veglegur púttvöllur og upphit-
aðar gönguleiðir. Áætlað er að
byggingarframkvæmdum verði
endanlega lokið árið 2011.
Á þessari afstöðumynd sést yfir Nesvelli, miðstöð eldri borgara. Eins
og sjá má munu fjölmargar byggingar rísa á svæðinu.
Nesvellir í Reykjanesbæ:
Sf Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli - IGS:
FA EKKIINNLENT VINNUAFL
Mjög illa hefur gengið
að fá íslenska starfs-
menn til starfa við
hlaðdeild Flugleiða, þrátt fyrir
ítrekaðar auglýsingar þar að
lútandi og þess vegna leitar fyr-
irtækið nú eftir erlendu vinnu-
afli. Fulltrúar Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur
og nágrennis funduðu í haust
með forsvarsmönnun fyrirtæk-
isins þar sem Flugþjónustan
reifaði óskir sínar um að fá
að ráða erlent vinnuafl og var
þeim þá bent á að hækkun
launa myndi leysa vandann.
Hins vegar vildi fyrirtækið
ekki hvika frá launatöxtum né
taka tillit til launaskriðs, að
sögn Kristjáns Gunnarssonar,
formanns VSFK, þegar hann
var inntur eftir viðbrögðum
vegna þeirrar gagnrýni, sem
fram hefur komið varðandi
ráðningarmál við flugstöðina.
Ragnar Örn Pétursson, for-
maðurStarfsmannafélags Suður-
nesja, gagnrýndi VSFK í grein
í síðasta tölublaði Víkurfrétta,
þar sem hann sagði það athygl-
isvert ef ekkert hefði heyrst frá
félaginu vegna málsins. Oft
hefði þurft minna til en svo að
eitthvað heyrðist frá Kristjáni
Gunnarssyni, formanni félags-
ins.
„Þessi gagnrýni Ragnars Arn-
ars er óskiljanleg, þar sem hann
hefur sjálfur sem formaður stétt-
arfélags, þurft að afgreiða slík
atvinnuleyfi og hann veit að eng-
inn fær áritun nema að miklum
skilyrðum uppfylltum”, sagði
Kristján Gunnarsson í samtali
við Víkurfréttir í dag.
„Það fyrirtæki sem hér um
ræðir, hefur eins og svo mörg
önnur stærri fyrirtæki og stofn-
anir, haldið sig algjörlega við
launataxta samkvæmt kjara-
samningum og ekki tekið tillit
til þess launaskriðs sem varð á
síðasta ári. Þeir eru fyrir löngu
síðan búnir að uppfylla öll skil-
yrði sem Vinnumálastofnun
setur fyrirtækjum um úthlutun
atvinnuleyfa fyrir erlent vinnu-
afl. Þeir hafa auglýst ítrekað hér
á Suðurnesjum eftir fólki. Meira
að segja auglýstu þeir á Reykja-
víkursvæðinu og buðu frían
akstur til Suðurnesja. En þeim
hefur ekki tekist að fá Islend-
inga í þessi störf, því miður og
því sitjum við uppi með þessa
niðurstöðu. Hins vegar er rétt
að fram komi að það hefur ít-
rekað verið gengið eftir því að
fá fyrirtækið til að hækka laun,
en án árangurs. Og það segir sig
sjálft að fólk leitar eftir störfum
þar sem launin eru hærri”, sagði
Kristján Gunnarsson.
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGIEGA!
6
VÍKURFRÉTTIR 12. TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR