Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 22
Blend Davíð Páll Við- arsson er annar verslunareig- enda Blend við Hafn- argötuna. Hann segir fermingarstrákana mikið koma og næla sér í skyrtur eða jakka- föt fyrir ferminguna. „Stelpurnar taka að- allega hvítu og brúnu kjólana og svo eru uppháu leðurstígvélin einnig vinsæl fyrir ferm- ingarnar.” Georg V. Hannah Vordís Heimis- dóttir er starfs- maður í Úra- og skartgripaverslun Georg V. Hannah við Hafnar- götu, á myndinni heldur hún uppi krossum sem hafa verið vinsæl gjöf fyrir stráka. „Þríkross- inn er alltaf vinsæll en hjá stelpunum er silfur líka mikið gefið en nýj- ungin í ár eru armbönd sem hægt er að þræða mismunandi hlekki upp á. Þá eru armbandsúrin alltaf góð gjöf fyrir bæði kynin.” J Ó H A N N „Leysti upp Ióhann Líndal Jóhannsson fermdist fyrir 10 árum í Ytri - Njarðvíkur- kirkju þann 31. mars 1996. Jóhann ð ljúka fyrsta ári af tveimur í masters- námi í reikningshaldi og endurskoðun við Háskólann í Reykjavík og starfar með skólanum hjá Deloitte hf. „Ég var ákveðinn í því að lifa samkvæmt því siðferði sem biblían boðar og ég vildi staðfesta það gagnvart kirkjunni minn. Ég neita því ekki að efnahagslegur ávinn- ingur af fermingarveislum hafi vakið at- hygli mína,” sagði Jóhann léttur í bragði um ferminguna sína. Jóhann fékk þriggja diska stereógræjur í fermingargjöf frá foreldrum sínum og rétt eins og önnur fermingarbörn fékk Jóhann einhverja aura frá veislugestum. „Ég hvet öll fermingarbörn til þess að vera skynsöm með fermingarpeningana og fjárfesta í einhverju uppbyggjandi, eins og til dærnis hlutabréfum eða verðbréfasjóðum og líta helst til þeirra erlendu. Fermingaraldur- inn er besti aldurinn til þess að huga að LlNDAL JÓHA kjötréttinn í framtíðinni.” Jafnan fylgja fermingargjafir fólki langt fram eftir aldri en þótt ferming- argræjurnar hans Jóhanns séu farnar að hiksta þá er eitt og annað sem enn fylgir honum. „Flestar gjafirnar kornu sér mjög vel, sjónvarpið sem ég keypti mér fyrir N N S S O N œsingnum“ fermingarpeningana er alveg eins og nýtt og orðabækurnar sem ég fékk hef ég notað í skólanum.” Undirbúningur fyrir ferm- ingarveislur getur verið strembinn en Jó- hann slapp að mestu við allt púlið. „Áhug- inn var til staðar en ég held að foreldrar mínir hafi ekki treyst mér fyrir neinu, elda- mennska og þrif eru ekki mín sterkasta hlið. Mamma reyndar gleymdi sér í smá- stund þegar veislan var byrjuð og rétti mér sleif til að hræra þennan dýrindis kjötrétt sem bróðir hennar hafði eldað. Mér tókst að leysa upp allt kjötið í æsingnum svo úr varð einhvers konar kjötsósa. Mér fannst hún alveg ágæt með matnum.” 1982 árg- anurinn í Njarðvík ætlar að fagna 10 ára fermingarafmælinu og sá Jóhann sér Ieik á borði í viðtalinu. „ Já, það er fínt að fá að nota tækifærið til þess að koma þeim skilaboðum til árgangsins að nú í dag er verið að vinna að fullu við undirbúningi afmælisins og stefnum við að því að halda það í lok apríl eða jafnvel í maí,” sagði Jó- hann að lokum. Ásgeir Andri Guðmundsson Lórenz Óli Ólason Sandra Lind Þormarsdóttir Linda Sjöfn Jónsdóttir Hvencer fermist þú? Ég fermist 26. mars. Ertþú búinn að kaupa fermingarfötin? Já, allt nema skyrtuna og bindið. Hvað langar þig mest t fermingargjöf? Leikjatölvu. Hvað verða margir í ferm- ingarveislunni þinni? Ég veit það ekki, kannski um 70 manns. Af hverju fermist þú? Því ég trúi á Guð og vill staðfesta skírn mína, líka af því að margir gera þetta. Hvenœr fermist þú? 26. mars. Ert þú búin að kaupa fermingarfötin? Já. Hvað langarþig mest í ferm ingargjöf? Pening, nógu mikinn fyrir fjórhjóli. Hvað verða margir íferm- ingarveislunni þinni? Það verð um 130 - 140 rnanns. Af hverju fermist þú? Því ég trúi á Guð. Hvenœr fermist þú? 2. apríl. Ert þú búin að kaupa fermingarfötin? Já, ég keypti þau í Cosmo í Reykjavík. Hvað langarþig mest í fermingargjöf? Fartölvu. Hvað verða margir íferm- ingarveislunni þinni? Urn 80 manns. Af hverju fermist þú? Út af trúnni. Hvenœr fermist þú? 26. mars. Ert þú búinn að kaupa fermingarfötin? Já. Hvað langar þig mest ífermingargjöf? Peninga, MP3 spilara og bara allt sem fólk vill gefa mér. Hvað verða margir íferm- ingarveislunni þinni? Svona um 70 manns. Af hverju fermist þú? Út af því að ég trúi á og Guð og til að staðfesta skírnina. Elegans Marta Teitsdóttir á El- egans segir að liðir og látlausar greiðslur séu vinsælar fyrir fermingar- stúlkurnar, ekki sé mikið um miklar greiðslur en blóm og skrautspennur séu mikið not- aðar í hárið. „Fólk skoðar Iíka mikið myndaalbúmin sem við erum með hérna á Elegans og grunnhugmyndirnar að ferm- ingarhárgreiðslunum koma oft þaðan.” Það verður mikið um að vera á Elegans næstu daga við að greiða og klippa fermingarbörnin og því ráð að panta tíma í tæka tíð. Landsbankinn Berglind Rut Hauksdóttir er sérfræðinguríeinstaklingsvið- skiptum hjá Landsbankanum í Keflavík en hún segir að Framtíðargrunnurinn sé ein besta sparnaðarleiðin fyrir fermingarbörn. „Einnig eru til aðrar ávöxtunarleiðir t.d. verðbréfasjóðir en Framtíðar- grunnurinn er verðtryggður sparireikningur sem er bund- inn til 18 ára aldurs reiknings- eiganda.” Allir þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 20.000 kr. eða meira, inn á Framtíðargrunn fá 5000 kr. mótframlag frá Landsbank- anum. „1 Framtíðargrunn- inum er viðkomandi svo sjálfkrafa þátttakandi í ferm- ingarlukkupotti Landsbank- ans. I lok júní verða tuttugu heppin fermingarbörn dregin út og eru veglegir vinningar í boði frá Apple - búðinni þar sem fyrsti vinningur er iBook fartölva. Landsbank- inn veitir fermingarbörnum og foreldrum þeirra ráðgjöf varðandi fjármál ef óskað er. 22 VlKURFRÉTTIR i 12. TÖLUBLAÐ 1 27. ÁRGANGUR VIKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.