Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 12
RUSLATUNNUSKÝLI FRÁBÆR lausn á FJÚKANDI TUNNUM! UPPSETNING EF ÓSKAÐ ER UPPLÝSINGARGEFUR JÓHANN VlÐAR í SÍMA896 5531 Otrúlega búðin Starfsmann vantar í afgreiðslu í sumar. Upplýsingar gefur Inga í síma 694 2663 eóa inga@fong.is. Einnig er hægt aó fá umsóknareyóublöó í Ótrúlegu búóinni. SAGÆ t Bílaleigc i kynnir SENDIBIL I FULLRI STÆRÐ TIL LEIGU HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BILUM m \m leigu PANTIÐ I SIMA 421 3737 Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja: Lýsa vonbrigðum yfir ágreiningi vegna húsnæðismála BS Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja af- hentu á mánudagsmorgun eigendum Brunavarna bréf þar sem þeir lýsa undrun sinni og miklum vonbrigðum yfir þeim ágrein- ingi er virðist vera milli eignaraðila BS og þeim seinagangi er varðar endurbætur og lausnir á framtíðarhúsnæði Brunavarna Suðurnesja. Bréfið er hér að neðan: Eignaraðilar Brunavarna Suðurnesja: Bœjarstjórn Garðs, bœjarstjórn Reykjanesbœjar og bæjarstjórn Voga. Reykjanesbær, 20. mars 2006 Undirritaðir vilja fyrir hönd starfsmanna Bruna- varna Suðurnesja lýsa undrun sinni og miklum vonbrigðum yfir þeim ágreiningi er virðist vera milli eignaraðila BS og þeim seinagangi er varðar endurbætur og lausnir á framtíðarhúsnæði Bruna- varna Suðurnesja. Það er með ólíkindum að fylgj- ast með framgangi þessa máls í margra ára baráttu okkar um að þið uppfyllið reglugerðir sem ykkur eru settar er varðar öryggi starfsmanna, aðbúnað og hollustuhætti á núverandi húsnæði slökkvi- liðsstöðvar BS. ítrekað hefur þetta mál verið rætt hjá stjórn BS þar sem betrumbótum hefur verið lofað af bæði stjórn og stjórnendum. Líkt og áður hefur verið komið að þá er aðstaða starfsmanna algjörlega óviðunandi og af þeim sökum krefjast starfsmenn enn og aftur bóta á máli þessu, svo að aðstaða starfsmanna geti að minnsta kosti talist sambærileg öðrum atvinnuslökkviliðum í landinu. Á starfsmannafundi er haldinn var þann 15.02.2006 í kjallara slökkvistöðvar BS var starfs- mönnurn kynnt með formlegum hætti af slökkvi- liðsstjóra og stjórnarformanni BS, að neðangreind tillaga meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafi verið samþykkt af stjórn BS þann 21.12.2005 og hafi verið lögð fyrir eignaraðila án athuga- semda: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að nú þegar verði hugað að byggingu nýrrar slökkvi- liðsstöðvar fyrir sveitarfélagið, sem auk þess gæti mögulega nýst fyrir hluta af starfsemi Varnarliðs- ins eða önnur sveitarfélög á svæðinu. Staðsetning ofan Iðavalla, við Reykjanesbraut er talin mjög hentug með tilliti til styttingar út- kallstíma og íjölgunar íbúa í nýjum hverfum nær Reykjanesbraut og er Reykjanesbær reiðubúinn að leggja það land undir slökkvistöð.” Þar kom einnig fram tillaga formanns stjórnar BS: Formaður leggur til að honum ásamt Sigmundi slökkviliðsstjóra verði falið að fylgja samþykktri tillögu Reykjanesbæjar unr húsnæðismál B.S., sbr. fundargerð Reykjanesbæjar dags 21. des 2005. Að auki munu sömu aðilar kanna hug nágranna slökkviliðanna um aukið samstarf með tilliti til þessar breytinga, var tillagan samþ.” Líkt og áður hefur komið fram þá var þetta sam- þykkt af stjórn BS og lagt fyrir eignaraðila án athugasemda. Það fylgdi þessum góðu fréttum að miðað við þetta yrði ný slökkvistöð líklega starfrækt í lok árs 2007 eða byrjun 2008. Að mati starfsmanna voru þetta gleðifréttir, sérstaklega þar sem eignaraðilar BS hafl greinilega ætlað að taka þetta mál trausta- taki. í kjölfarið óskuðu stjórnendur slökkvistöðv- arinnar eftir því að mannhaldið kæmi að hönnun og hugmyndavinnu er myndu varða þessa nýju stöð og voru tveir fagnrenn á því sviði kjörnir til verksins. Það varð því mikið áfall og vonbrigði þegar við fengum fréttir af síðasta stjórnarfundi BS þann 16.03.2006 og þeim greinilega viðsnún- ingi er hefur orðið á hluta stjórnar BS í þessum málum. Þessir sömu aðilar voru annarrar skoð- unar á stjórnarfundi þeim er haldinn var þann 21.12.2005 og er þessi viðsnúningur algjörlega óskiljanlegur. Af þessum sökum spyrjum við ein- faldlega hver framtíðaráætlun um húsnæði BS sé? Hvenær má vænta að einhver haldbær og trúanleg niðurstaða komist í málið? Miklar framkvæmdir hafa verið af hálfu bæjar- félaga hér á Suðurnesjum á þessu kjörtímabili, þar sem miklum fjármununr hefur verið eytt í uppbyggingu. Samhliða því hefur svæðið stækkað og orðið mun umfangsmeira heldur en það var áður. Af þeim sökum má ekki gleyma þeim grunn- þörfum sem svæðið þarfnast sem er öryggi íbúa þess. Ef þetta er vanrækt á einn eða annan hátt þá kemur hið svokallaða áhættustig til með að aukast til muna, sem án efa kemur engum til góða og því sem fram líða stundir auka kostnað sveitarfélag- anna. Það starf sem við vinnum er krefjandi og hefst ekki nema með dyggri aðstoð allra þeirra aðila senr að því koma, þá eignaraðilum BS. Að lokum viljum við minna á það að fyrirbyggj- andi aðgerðir eru þær sem skila árangri ekki bara í þessu tilviki, heldur öllum. Reykjanesbœr 20.03.2006 F.h. starfsmanna B.S. Ari Elíasson Trúnaðarmaðnr B.S og formaður deildar B.S innan L.S.S (Landsamband slökkviliðs-og sjúkrafl.manna) Riínar Eyberg Árnasson Formaður F.S.B.S 12 I VfKURFRÉTTIR I 12.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.