Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 14
 VARNARLIÐIÐ A FORUM Miðvikudagurinn 15. mars 2006 verður lengi í minn um hafður sem dagurinn sem allt breyttist. f einu vetfangi var einni stærstu stoðinni svipt undan atvinnulífi á Suður- nesjum og allir aðilar neyddir til að hugsa framtíðina upp á nýtt. Um 600 starfsmenn Varnarliðs- ins munu missa lífsviðurværi sitt fyrir lok september, þar af um 430 Suðurnesjamenn og -konur. Auk þess mun brott- hvarfið hafa mikil áhrif á hina 250 sem starfa hjá öðrum að- ilum á Varnarstöðinni svo sem verktökum. Yfirvofandi aðgerðir Það er ekki ofsögum sagt að styr hafi staðið um Varnarliðið und- anfarin ár og þá sérstaklega frá nóvember 2003 þegar rúmlega 100 manns var sagt upp vegna niðurskurðar á fjárframlögum. Síðan þá má segja að stór hluti starfsliðs hafi lifað í óvissu um framtíð sína. Einnig hafa tekjur ríkisins af hernum minnkað um- talsvert, eða úr 11,9 milljörðum árið 2003 niður í 8,2 milljarða á síðasta ári. Enn afdráttalaus- ari samdráttur hefur verið ef horft er til tekna af Varnarlið- inu sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu. Þar hefur hlutfallið lækkað úr 2,5% árið 1990 niður í 0,8% á síðasta ári samkvæmt tölum Seðlabankans. Þá hefur íslenskum starfs- mönnum á varnarstöðinni fækkað úr 1.620 árið 1997 niður í þá 8-900 sem eru í dag hjá Varnarliðinu og öðrum vinnu- veitendum og hermönnum fækkað úr tæplega 5000 í 1200, eða rúm 60% frá lokum kalda stríðsins. Nokkrir starfsmenn sem Vík- urfréttir ræddi við sögðu að margir hefðu undanfarin miss- eri horft með kvíða til hverra mánaðarmóta af ótta við upp- sagnir. Fregnirnar af því að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að draga orrustuþotur og björg- unarþyrlur sínar komu engu að síður flatt uppá íslendinga. Skipti þá engu hvort um hafði verið að ræða almenning eða ráðamenn sem stóðu í þeirri trú að enn ætti eftir að fá niður- stöðu úr viðræðum við banda- rísk stjórnvöld. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagði í samtali við Víkurfréttir þennan afdrifaríka dag að áfallið væri mikið fyrir samfélagið suður með sjó. „Okkur stéttarfélags- mönnum fannst þetta vera eins og andlátsfregn langveiks ætt- ingja sem er hvíldinni feginn, en maður mun samt hugsa til hans með söknuði. Við höfum verið að bíða eftir skýrum svörum í mörg ár og nú má segja að við höfum fengið svarið svo um munar.“ Blendnar tilfinningar Eftir áralanga óvissu er nokkur léttir fyrir hlutaðeigandi aðila að nú sé þrátt fyrir allt búið að taka af öll tvímæli um það sem koma skal. Engu að síður hefur verið erfitt að fá starfsmenn til að tjá skoðanir sínar undir nafni þar sem ekki er enn búið að semja um starfslok. Víkurfréttir hittu fyrir fjóra starfsmenn sem eru í góðum tengslum við starfsfélaga sína. Sögðu þau að ákveðnum hópum starfsfólks hafi verið til- kynnt á mánudag, flmm dögum eftir að tilkynnt var um brott- hvarfið, að enn væri óráðið hvort til uppsagna kæmi. Yfír- menn þeirra sögðu fréttaflutn- ing af uppsögnum vera gróu- sögur. „Þeir sögðu við okkur, orðrétt: „Don’t believe the rumo- urs.“ Það finnst okkur virðingar- leysi við okkur því auðvitað er vitað hvernig fer, en þeir virðast leggja meiri áherslu á að halda okkur góðum svo við göngum ekki út eða gerum eitthvað af okkur. Við höfum sýnt vinnu- veitendum okkar mikla tryggð í áraraðir og munum halda áfram að sinna okkar störfum vel eins og alla tíð. Við viljum fá að yf- irgefa vinnustaðinn okkar með reisn.“ Starfsmönnum þótti einnig verulega að sér vegið þegar Toll- gæslan herti eftirlit við aðalhlið varnarstöðvarinnar og leitaði hátt og lágt í bílum þeirra sem fóru af vellinum. „Við hefðum átt að fá áfallahjálp, en þess í stað var komið fram við okkur eins og glæpamenn." Erfiðara fyrir ákveðna hópa Ljóst þykir að ákveðinn hópur fólks mun eiga erfiðara með að fá atvinnu eftir að þeir ljúka störfum. I því samhengi má geta þess að alls eru 77 starfs- menn Varnarliðsins á aldrinum 60-69 ára, en leiða má líkum að því að sá hópur geti átt í mestum erfiðleikum með að halsa sér völl á nýjum vettvangi. í viðbragðsáætlunum allra hópa sem komið hafa að málinu er lögð mikil áhersla á að hags- muna þeirra sem komnir eru á ákveðinn aldur. Árni Sigfús- son, bæjarstjori Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að starfsfólk um og yfir 60 ára væru þeim ofarlega í huga. „Starfsmenn á þeim aldri eiga að fá aðstoð við að ná starfsloka- samningum og við hjá Reykja- nesbæ ætlum að leggja okkar af mörkum. Við áætlum einnig að skipuleggja atvinnumiðlun í samstarfi við fagfyrirtæki ef þörf verður á og fylgja þeim eftir í atvinnuviðtöl og annað." Heimildarmenn Víkurfrétta, sem eru á miðjum aldri, eru uggandi yfir stöðu sinni. „Það er alls ekki hlaupið að því að fá starf við hæfi,“ segir kona á fimmtugsaldri. „Ég er einstæð móðir og á erfitt með að sækja vinnu inn í Reykjavík og eins er ekki hlaupið að því fyrir mig að vinna vaktavinnu fjölskyld- unnar vegna. Svo er líka þessi gengdarlausa æskudýrkun í gangi hjá fyrirtækjum í dag þar sem reynsla og hæfni eru ekki metin jafn hátt og prófgráða." Önnur kona, á fertugsaldri, segir að þrátt fyrir tal um gott atvinnuástand á Suðurnesjum sjái hún ekki marga möguleika og vil sjá aðgerðir sem allra fyrst. „Það þurfa að koma fleiri hugmyndir en álver í Helguvík. Svarið er heldur ekki að færa stofnanir og fyrirtæki hingað úr bænum því að ef fólkið flytur ekki með fyrirtækjunum missa þau vinnuna og það er ekki lausn að flytja atvinnuleysi á milli landshluta." Að sögn heimildarmanna Víkur- frétta vilja starfsmenn umfram allt að yfirstjórn hersins sýni þeim þá virðingu að leyfa þeim að hætta með reisn. „Við viljum að gerðir séu við okkur starfs- lokasamningar svo við getum skilið sátt við. Uppsagnirnar munu vætanlega taka gildi í lok september og þá er mögulegt að við fáum hærri atvinnuleys- isbætur í þrjá mánuði, en eftir það erum við í lausu lofti. Til að bregðast við því er brýnt að ríkið komi til móts við okkur með aðgerðum." Þar vilja starfs- menn sjá sértækar atvinnuleys- isbætur sem þeir segja að sé það besta sem stjórnvöld geti gert til að hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann. Viðbrögð ríkis og sveitar- félaga Um leið og fréttirnar af yfirvof- andi uppsögnum bárust hófu stjórnir sveitarfélaganna á Suð- urnesjum aðgerðir. Þeir boðuðu forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra á sinn fund og kynntu þeim tillögur sínar í þremur þáttum. I fyrsta lagi var það tillagan um aðgerðir fyrir elstu starfsmenn- ina, þá var sérstök framkvæmda- áætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli. Þar er meðal annars lagt til að starfsemi Landhelgisgæslunar flytji að hluta eða í heild til Suð- urnesja. Eins er lagt til að Al- þjóðadeild lögreglu verði flutt til Keflavíkurflugvallar sem og höfðustöðvar Ratsjárstofnunar, þar verði opnuð miðstöð friðar- gæslu, Útlendingastofnun flutt til Keflavíkurflugvallar og þar komið upp miðstöð varna gegn sýklavopnum, efnavopnum og stórfaröldrum. Að síðustu var farið yfir þau tækifæri sem bjóðast vegna þeirra kosta sem Suðurnes búa yfir. Meðal annars væri hægt að koma upp hraðflutningamið- stöð á Keflavíkurflugvelli og svo eru uppi hugmyndir um að 14 VÍKURFRÉTTIR : 12.TÖLUBLAÐ i 27. ARGANCUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.