Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 28
VIKURFRETTAVIÐTALIÐ
Ávaxtakarfan, Didda og dauði kötturinn og Vodkakúrinn eru vel þekkt leikrit, en þau eru sköpunarverk KfÍStldUgClV MttVÍU SÍgUVÖUVClÓttUV, sem
kölluð er Kikka. Hún býr með eiginmanni sínum og tveimur börnum í gamla bænum í Keflavík, ekur Reykjanesbrautina daglega til að reka fyrirtæki í höfuðborginni,
skrifar sögur, leikrit og kvikmyndahandrit, og skilur ekkert í atvinnumálastefnu bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ. Nýjasta leikverk hennar sem Þorvaldur Bjarni gerir tón-
list við, Hafíð bláa, var frumsýnt fyrir skemmstu og við hittum Kikku af því tilefni.
Af unglingaheimili
í handritagerð
Kikka er fædd á Akureyri, flutti
tii Reykjavíkur um tvítugsald-
urinn og fór í Fóstruskólann.
Eftir námið þar og störf á leik-
skóla, réði hún sig til starfa á
Unglingaheimili Ríkisins. Þar
starfaði hún í 6 ár en þá var
komið að kaflaskilum þegar
þau hjónin ákváð að breyta til
og héldu til Kaupmannahafnar.
Kikka sótti þar ýmis námskeið
í kvikmynda- og handritagerð
og skrifað hið geysivinsæla
verk, Ávaxtakörfuna.
Árið 1992, um það leyti sem
Kikka flutti til Keflavíkur,
lagð hún grunninn af því sem
hún átti síðar eftir að leggja
fyrir sig, með því að senda
inn handrit í samkeppni á
vegum Sjónvarpsins. Handrit
hennar, Fríða frænka, var sent
til Genfar og var eitt af tíu sem
fengu viðurkenningu. Upp frá
því fór hún að skrifa útvarps-
leikrit og skrifaði nokkur slík
næstu árin á eftir. En var þetta
kannski bara eitthvað sem
átti fyrir henni að liggja, úr
því að það gekk svona vel?
„Kannski má segja það. Ég hef
svo sem reynt að vera svona
venjuleg kona í 9 til 5 vinnu, en
hef einhvern veginn alltaf togast
inn í þetta aftur”, svarar Kikka.
Engar áhyggjur af mis-
jöfnum dómum
Hafið bláa, nýjasta sköpun-
arverk Kilcku var frumsýnt
fyrir skemmstu í Austurbæ.
„Viðrögðin eru alveg ágæt, fín
aðsókn en misjafnir dómar.
Við fengum svo sem afleita
dóma á Ávaxtakörfuna fyrir átta
árum, þannig að ég hef engar
áhyggjur. Krakkarnir skemmta
sér mjög vel á sýningunum og
taka þátt í þeim og það skiptir
mestu máli, þau skilja það sem
er að gerast á sviðinu”, segir
Kikka aðspurð um viðbrögðin.
En innheldur Hafið bláa
sterkan boðskap eins og
Ávaxtakarfan gerir?
„Fyrst og fremst er þetta æv-
intýri en þó með boðskap um
hugrekki og hvernig maður
kemur sterkari til baka heim.
Ávaxtakarfan er mjög sérstakt
barnaleikrit að því leyti að
það er hápólitískt og vorum
við gagnrýnd mjög fyrir það á
sínum tíma. Hins vegar fór það
nú svo að þegar fólk hafði horft
á spóluna og hlustað á tónlistina
í 7 ár, að þá var þetta allt í einu
orðið með því betra sem hafði
verið sett á svið fyrir börn á
íslandi. Þá keypti fólk hugmynd-
ina á bak við leikverkið, ekki
síst vegna þess að verkið setti af
stað eineltisumræðuna á sínum
tíma. Mér finnst Haflð bláa vera
meiri saga, þó sumir séu ekki
alveg sammála mér um það”.
í útrás
Vodkakúrinn, annað vinsælt
verk Kikku, fjallar á meinhæð-
inn hátt um megrunarkúra
og átti upphaflega að verða
kómedía með tragísku ívafi.
„Helga Braga og Steinn Ár-
mann voru svo fyndin að þetta
varð bara gamanleikur, þau
tóku nánast allan dramann úr
þessu”, segir Kikka og hlær.
Vodkakúrinn naut mikiila vin-
sælda og nú er unnið að því
hörðum höndum að fara með
hann og Ávaxtakörfuna í útrás.
„Þessi vinna er í ákveðum
farvegi í nokkrum löndum.
Það þarf að staðfæra efnið og
ákveða hvernig hlutirnir eiga að
vera útfærðir. Við erum sallaró-
leg yflr þessu því við vitum að
svona vinna krefst mikillar þol-
inrnæði og þrautsegju. Þetta er
komið í ákveðið samningaferli
og við erurn að ræða við bæði
áhugsama framleiðendur og fjár-
festa. „Ef maður er með góðar
sögur sem búa yfir einhverju
inntaki, þá er fólk tilbúið að
vinna með manni”, segir Kikka.
Mörg járn í eldinum
Kikka er alltaf með einhver járn
í eldinum. Hún segist m.a. vera
að hugsa um að draga upp úr
skúffunni handritið góða, sem
færði henni Genfarverðlaunin
á sínum tíma, og gera eitthvað
úr því. Svo er líka sjónvarps-
þáttaröðin sem hún stofnaði
fyrirtækið í kringum í upphafi
ennþá inni í myndinni. Á
sínum tíma leiddi viðskiptaá-
ætlun í ljós að hún var of dýr, en
tæknin hefur breyst mikið í kvik-
myndagerð þannig að möguleik-
arnir á þeirri þáttaröð eru meiri
núna „Þetta er fjölskylduævin-
týri sem byggir á sagnahefðinni,
þjóðsögunum og elementum
eins og lofti, vatni, jörð og eldi.
Þetta er stórt ævintýri og ég
var búin að sjá það fyrir mér
að það yrði tekið í Höfnunum.
VIKURFRÉTTiR Á NETÍNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
21
VlKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR