Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 25
Aðsent efni: postur@vfis POST t=/ KASSINN Baldvin Nielsen skrifar: Loksins klofnaði 11-0 bandalagið au dapurlegu tíð- indi hafa gengið yfir Reykjanesbæ og nágranna- byggðalög, að herinn sé á förum í haust. 1 frétt á www. vf.is „ Deilt um varnar- mál í bæjar- ráðiReykja- nesbæjar,” segir frá miklum átakafundi hjá bæjarráði Reykjanesbæjar 16. mars sl. Þar gengu bókanir á víxl og hver ásakaði annan um and- varaleysi. í bókun minnihlutans segir m.a: „Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum Varnarliðsins á Keflavíkurflug- veili og skorum á ríkisstjórn íslands að grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem lágmarki þann skaða sem starfsmenn verða fyrir. Nú er lag fyrir ríkisstjórn Islands að íjölga atvinnutækifærum á Suður- nesjum. Við höfum ítrekað bent á að þetta gæti verið yf- irvofandi en því miður hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki séð neina ástæðu til að bregðast við.” í bókun meirihluta segir m.a. „Það er sorglegt að þetta skuli vera framkoma frambjóðenda A-listans þegar ríður á að íbúar Reykjanesbæjar standi saman.” Þau tíðindi virðast því hafa gerst að loksins hafi kiofnað 11-0 bandalagið, einróma samstaða meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn sem stjórnað hefur Reykjanesbæ síðustu íjögur árin. Þetta má glögglega sjá þegar farið er yfir fundirgerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs í heild sinni á vef- slóðinni www.reykjanesbaer.is En í dag býðst kjósendum nýr valkostur, Reykjanesbæj- arlistinn, (Rnb-listinn), sem er í engu skuldbundinn stjórn- málaafli og mun hafa hags- muni íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi. Slagorð framboðsins verða: R - réttsýni, n - nýsköpun, b - breytingar, og munu móta stefnuskrá og málefnavinnu Rnb-listans. Baldvin Nielsen talsmaður Reykja- nesbœjarlistans. samkvœmt skoðanakönnun IMG Gallup HVflR ERT ÞÚ AÐ AUGLÝSfl? AUGLYSINGASIMINN ER 4210000 Björk Guðjónsdóttir skrifar: Leiðtoganámskeið Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir í Reykjanesbæ leiðtoga- n á m s ke i ð fyrir konur á aldrinum 25 ára til 55 ára. Það voru 120 konur sem skráðu sig á námskeiðið og tókuvirkan þátt í því. f Garðabæ og Hafn- arfirði höfðu samskonar leið- toganámskeið verið haldin og aðsóknin á báðum stöðunum farið fram úr björtustu vonum. Við vorum nokkrar konur í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur, sem langaði að gefa konum í Reykjanesbæ kost á að sækja svona námskeið og ákváðum að skipuleggja eitt slíkt. Nám- skeiðið miðaði að því að efla konur sem leiðtoga í sínu lífi, bæði í einkalífi og atvinnulífi. Að fá konur til að stíga út úr hring þægindanna og nýta kraftinn sem býr innra með okkur til að efla okkur sjálfar til frekari dáða. Setja okkur markmið og vinna að því að ná þeim. Við fengum frábærar konur sem fyrirlesara, Dr. Guð- finnu Bjarnadóttur, Dr. Ár- elíu Eydísi Guðmundsdóttur og Huldu Styrmisdóttur, auk þess sem við heyrðum reynslu- sögur nokkurra kvenna þeirra Ragnheiðar Árnadóttur, Ragn- hildar Steinunnar Jónsdóttur, Eyglóar Alexandersdóttur, Sigríðar Kristjánsdóttur og Aðalheiðar Héðinsdóttur. Við erum stoltar af því að allar þessar kraftmiklu konur nema ein, eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í Reykjanesbæ og eiga hér fjölskyldur. Eftir þessi fyrstu tvö kvöld þar sem erindin voru flutt, tók við ræðunámskeið. Lokakvöldið var síðan sl. föstudag, þar sem við borðuðum saman og skemmtu okkur eftir vel heppnað nám- skeið. Áfram konur í sömu viku voru nokkrar ágætis konur sem skipulögðu ráðstefnu í samvinnu við at- vinnuvinnuráðgjafa SSS, sem bar heitið Konur starfsframi og fjölskylda. Ráðstefnan var mjög áhugaverð, mörg frábær erindi flutt og svo var hún einnig mjög vel sótt. Þrátt fyrir að leiðtoganám- skeiðið og ráðstefnan Konur, starfsframi og fjölskyldan væru haldin nánast á sama tíma, kom það ekki í veg fyrir góða aðsókn. Miklu frekar að konum líkaði það bara vel hversu mikið var að gerast áhugavert fýrir konur í bæjarfélaginu. Mikill kraftur Það var afar ánægjulegt að svo mikill áhugi reyndist vera fyrir leiðtoganámskeiðinu. Kraftur- inn í þátttakendum var mikill, enda er löngu vitað að það leyn- ist mikill auður í krafti kvenna. Það sem skiptir svo miklu máli er að þessar 120 konur sem tóku ákvörðun um að koma á námskeiðið tóku þar með fyrsta skrefið út úr þægindahringnum. Nú er bara að halda áfram að efla sjálfa sig og taka þátt í bæta atvinnulífið og gera samfélagið fjölbreytilegra með sterkari þátt- töku kvenna. Það besta fyrir samfélagið okkar er að konur séu virkir þátttakendur í að búa samfélagið þannig úr garði að það verði sífellt betra og metn- aðarfyllra, þannig aukum við lífsgæði okkar, barna okkar, barnabarna og þeirra sem á eftir okkur koma. Við viljum búa í samfélagi þar sem einstaklingar af báðum kynjum hafa jafna möguleika, til að svo megi verða þurfa konur að taka virkan þátt í samfélagsumræðunni og ryðja brautina fyrir komandi kyn- slóðir. Björk Guðjónsdóttir bœjar- fulltrúi ogframbjóðandi Sjálfstœðisflokksins í komandi bœjarstjórnarkosningum. 1 . -v . v •• JW / fj Magnea Guðmundsdóttir skrifar: Horft yfir Fitjar og Ásahverfið. Keflavikurflugvöllur fjær. Ljósm: Oddgeir Karlsson Ferðaþjónusta - markviss uppbygging A; undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að gera Reykjanesbæ að aðlaðandi valkosti fyrir erlenda ferða- j Staðsetning áA \ . Uk Reykjanes- nágrenni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa Lónið - heilsulind er einstök. Flestir ferðamenn sem koma til lands- ins ferðast í gegnum Flugstöð Leifs Eirikssonar og af þeim heimsækja um 70 prósent Bláa Lónið - heilsulind sem í dag er einn vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna. Heildar- fjöldi innlendra og erlendra gesta heilsulindarinnar árið 2005 var 350.977. Erlendum ferðamönnum sem sækja ísland heim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Til gamans má geta þess að þegar talningar hófust árið 1949 heimsóttu 5.312 erlendir gestir Island. Árið 2005 var fjöldinn orðinn 369.431 Heildargjaldeyristekjur ferða- þjónustunnar 2005 voru rúm- lega 39.7 milljarðar. Tölurnar bera þess ótvírætt vitni að ferða- þjónustan gegnir mikilvægu hlutverki í hagkerfi okkar Islend- inga. Náttúra Islands er sá þáttur sem í sögulegu samhengi hefur höfðað hvað mest til erlendra gesta okkar. Niðurstöður kann- ana sem gerðar eru meðal er- lendra ferðamanna sýna að nátt- úra ísland skipar enn mikilvægt hlutverk en ferðamenn horfa þó í auknum mæli til annarra þátta. I vali sínu horfir ferðamaðurinn á allt það sem skemmtilegur bær hefur upp á að bjóða t.d. úrval af veitingastöðum, öflugt menningarlíf og auðveldan að- gang að afþreyingu. Fegrun umhverfisins og fjöl- breyttir afþreyingarmöguleikar skipta hér miklu máli. Frekari uppbygging á svæðinu með til- komu Víkingaheima og Smith- sonian sýningarinnar auk orku- versins og sýningar um orku- verið jörð á Reykjanesi skýtur enn frekari stoðum undir ferða- þjónustu svæðins auk þeirra möguleika sem fyrir eru t.d. hvalaskoðunar. Gott framboð afþreyingar hvetur ferðamenn til að dvelja lengur og hefur það jákvæð áhrif á rekstur hótela, veitingastaða og verslana sem njóta viðskipta ferðamanna. Ljóst er að tækifæri Reykjanes- bæjar á sviði ferðaþjónustu eru mikil og erlendir ferðamenn munu í auknum mæli setja svip sinn á blómlegt bæjarlíf. Magnea Guðmundsdóttir er kynningarstjóri Bláa Lóns- ins hfog erframbjóðandi Sjálfstœðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRETTIR FIMMTUDAGURINN 23. MARS 20061 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.