Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 10
 GRINDAVIK / FERÐAMAL Saltfisksetur íslands í Grindavík var stofnað haustið 2002 og hefur á þeim stutta tíma náð að marka sér stöðu sem einn af helstu ferða- mannastöðum Reykjaness. A/likill vaxtarbroddur er í ferðamennsku á svæðinu og segir Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins og stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Suður- nesja að möguleikarnir hér á Suðurnesjum séu næróþrjótandi. Texti og myndir: Þorgils Jónsson „Það hefur verið nokkur aukn- ing hjá okkur undanfarið og sem dæmi var síðastliðinn febr- úar okkar besti febrúarmánuður frá upphafi,” segir Óskar, en á síðasta ári sóttu 12000 gestir setrið heim, Fjölbreytt starfsemi er í Saltfisk- setrinu, en fyrir utan sýninguna „Saltfiskur í sögu þjóðar”, sem hefur verið uppi frá upphafi er í setrinu glæsilegur listsýninga- salur þar sem nokkrir frægustu listamenn þjóðarinnar hafa sýnt verk sín. Vinsældirnar hafa heldur ekki látið á sér standa og sækja nú um 400 manns hverja sýningu að jafnaði. Óskar segir sýningarsalinn í mikilli sókn sem slíkan, en hann er nú full- bókaður fram á næsta ár. „Mesta umferðin hjá okkur þessa dagana er í hópferðunum, en þá koma til okkar vinnu- staðir eða félög. Ferðin hefst gjarnan í hellaferð í nágrenninu, hópurinn kemur svo hingað í Saltfisksetrið þar sem er boðið upp á rauðvín og saltfiskbollur eftir sérstakri uppskrift,” segir Óskar, en eftir þá dagskrá er farið á veitingastað í Grindavík til að snæða og eftir það á pöbb- arölt. Áætlanir eru þó uppi um að í nánustu framtíð verði í Saltfisk- setrinu allsherjarferðamanna- miðstöð. Lykillinn að því er í fyrsta lagi að bæta aðstöðu í setrinu, en strax næsta surnar er gert ráð fyrir að opna kaffiteríu sem hefur bráðvantað til að geta annað eftirspurn. „Svo erum við líka að byrja með aðra nýjung en það er svokölluð hljóðleið- sögn. Þá fá erlendir ferðamenn geislaspilara með heyrnartólum með sér sem leiðir þá um sögu- sýninguna og segir frá því sem fyrir augu her á tungumáli áhorf- andans.” Sá ferðamannahópur sem hefur vaxið hvað örast á síð- ustu árum er farþegar skemmti- ferðaskipa, en Óskar hefur lagt mikla áherslu á að fá slíka við- skiptavini á Reykjanes. „Það skiptir öllu máli að markaðs- setja svæðið rétt og bjóða upp á eitthvað einstakt. Við höfum til dærnis verið að vinna í því að koma á fót jeppaferðum um Reykjanesið, en það verður að sjálfsögðu skipulagt með umhverfisvernd í huga,” segir Óskar og er full alvara þar sem hann metur hið ósnortna svæði Reykjaness mikils. Flann hefur gengið um nesið þvert og endi- langt frá því hann var drengur og þekkir þar til betur en flestir. Óskar var einmitt í göngu fyrir skemmstu ásamt ferðahópnum FERLIR þegar hann rak augun í áður óþekktar mannvistarleyfar sem stendur til að rannsaka og aldursgreina. Honum er heitt í hamsi þegar talið berst að umgengni fólks á Reykjanesi, sem hann segir til háborinnar skammar. „Það eru ótrúlega margir útlendingar sem hafa farið um svæðið sem minnast á slíkt. Það er varla eitt skilti sem ekki er útskotið svo að maður minnist ekki á gróð- urskemmdirnar. Jeppaslóðirnar og förin eftir torfæruhjólin eru skelfileg. Það má ekki skilja sem svo að ég vilji láta banna hjólin og jeppana með öllu, en við verðum að vinna saman að því að frnna öllum stað. Það gengur ekki að bjóða fólki að skoða nátt- úru sem er búið að fara svona með.” Möguleikar Reykjaness í ferða- mannaiðnaðinum eru nær óþrjótandi og með bættum sam- göngum telur Óskar að svæðið eigi enn eftir að eflast. „Tilkoma Kynnisferða hér á svæðinu hefur stóraukið tíðni rútuferða frá Reykjavík. Það er að vísu óvíst með framhaldið á því þar sem fyrirtækið er til sölu, en við erum bjartsýn.” Þá hafa Ferðamálasamtökin staðið fyrir rniklu átaki í að merkja gönguleiðir á svæð- inu og er nú búið að stika 5 af u.þ.b. 20 leiðum leiðum. Auk þess er búið að setja upp eitt af 6 stórum gönguleiðaskiltum við Sólarvéið í Grindavík. Vonir Óskars og fleiri ferðaþjón- ustaðila á svæðinu standa til þess að fá nánara samstarf við Bláa lónið, fjölsóttasta og best kynnta ferðamannastað lands- ins. „Það væri mikil lyftistöng fyrir Grindavíksem ferðamanna- stað að kúnninn gæti farið í Bláa lónið og tekið þaðan rútu að Grindavík. Þaðan væri svo farið í hellaferðir, gönguferðir, ferðir með Leiðsögumönnum ses. eða eitthvað slíkt. Þá gæti Þegar þú pantar þér ný gleraugu, fylgir frítt par af sólglerjum með þínum fjærstyrkleika: Notaðu eigh^^^^^^^ umgjörð eða við bjóðum þér nýja á hagstaaðu verði. Styrklelki 0 til -6/0 til +4, sjónskekkja til 1.00 Optical Studio KEFLAVÍK VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 10 VfKURFRÉTTIR i 12.TÖLUBIAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.