Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 29
VIÐTAL: ELLERT GRETARSSON / ELG@VF.IS Það er eitthvað við Hafnir sem gerir þær að einum flottasta tökustað á Islandi, bara birtan þar er einstök”, segir Kikka. Fyrir nokkrum árum stofn- aði Kikka fyritækið IsMedia, sem hún rekur ásamt Völu vinkonu sinni. Þær eiga ásamt Nýsi Hf. rekstrarfélag um Aust- urbæ og annast þær stöllur reksturinn. Þar er mikil og blómleg menningarstarfsemi í gangi og miklar endurbætur eru fyrirhugaðar á húsinu. Stóriðjudraumar Kikka segist hafa haft á sínum tíma mikinn áhuga á því að setja á fót í Reykjanesbæ sterkt menningarfyrirtæki eins og er nú að blómstra í Austurbæ. Er skemmst frá því að segja að hug- myndin hlaut ekki brautargengi hjá bæjaryfirvöldum. Þar á bæ voru menn víst of uppteknir af stóriðudraumum eins og stálpípuverksmiðju og álveri. „Þetta svæði býður upp á marga möguleika ef menn vilja láta af þessari þröngsýni og horfa á eitthvað annað en bara stór- iðju. Þegar herinn fer væri vel hægt að nýta herstöðna undir kvikmyndaver á heimsmæli- kvarða, svipað og þeir hafa gert í Trollháttan, vinbæ Keflavíkur í Svíþóð. Þeir byggðu mikil kvikmyndaver og lögðu í það bæði metnað og peninga, í dag eru þessi kvikmyndaver þeirra einfaldlega kölluð Trollywood. Atvinnulega séð reif þessi bær sig upp úr því að vera ekki neitt í það að vera smábær með eftir- sóttustu kvikmyndaver í norður Evrópu, og þeir eru ekki einu sinni með alþjóðaflugvöll í tún- fætinum eins og við. Við erum með kjöraðstæður til að gera það sama hér og meira og betur, það er allt til staðar, meðal ann- ars mjög vinsamlegt skattaum- hverfi. Og það fólk sem nú vinnur í þjónustu við Herinn gæti allt eins unnið í þjónustu við kvikmyndaver, það er svo einfalt. Við erum á milli tveggja heimsálfa, sem stöðugt eru í samframleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni og ef við bjóðum upp á góð kvikmynda- ver og gott starfsfólk þá er þetta gróðabissness fyrir bæjarfélagið og ekkert annað. En nei, stál- pípuverksmiðja og álver skal það vera. Það er eitthvað að í at- vinnumálahugsuninni hjá þeim sem stjórna þessu bæjarfélagi og þú mátt alveg hafa það eftir mér. Ég meina , við leggjum metnað í að mennta börnin okkar og viljum auðvitað að þau fái störf við sitt hæfi eftir námið og komi þá aftur í sína heima- byggð, og ég hef ekki ennþá hitt foreldri sem segir: Æi, hvað ég vona að hann Gunni minn fái vinnu í þessari stálpípuverk- smiðju þegar hann er búinn með masterinn “, segir Kikka. En eru þessir stóriðjudraumar ekki bara eftii ígóða kómedíu? „Jú, og ég efast ekki um að það sitja einhverjir við að skrifa slíkar kómedíur nákvæmlega í þessum töluðu orðum, en ég sé ekki gleðina eða vitið í stór- iðjunni og veit ekki hverjum hún á að þjóna, þegar það er hægt að gera svo margt annað á þessu frábæra svæði sem Suð- urnesin eru. Mér finnst það t.d. alveg stórmerkilegt hvað menn fagna vel og lengi einhverjum stóriðjudraumum sem ekki eru komnir í höfn, samanber á Húsavík um daginn. Það voru beinar útsendingar í sjónvarp- inu af miklum fagnaðarlátum frá einhverjum bar á Húsavík eins og það væri verið að opna álverið en ekki að það yrði hugs- anlega, kannski, einhventím- ann, ef til vill byggt þarna. Hér uppi á bæjarskrifstofum eru menn búnir að fagna þessari stálpípuverksmiðju með rjóma- tertuáti síðan ég kom heim frá Danmörku fýrir fimm árum og ekkert bólar á henni, sem betur fer kannski, en er ekki nær að fara að skoða í alvöru hvað hægt er að gera við mannvirkin á Miðnesheiði þegar herinn fer, og fara að vinna í því?” BIFREIÐASKOÐUN í alfaraleið við Njarðarbraut 7 Frjáls mæting - engar tímapantanir Opið 8-16 alla virka daga u LL ÉÁ Verið velkomin i Mundu að tölurnar á I skoðunarmiðanum I . ...___ . tákna skoðunarárið! REYKJANESBÆ 1--------------------> Fermingarbörn Til hamingju * , . 31 meoaaginn AFSLATTARMI0I E CD qalleri keflavík Hafnargata 32 - S 421 7300 > Q E P ds AFSLATTARAAIÐI VÍKURFRETTIR FIMMTUOAGURINN 23. MARS 20061 29

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.