Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 26
- sjá vefsvæði Víkurfrétta undir aðsent!
Atvinnutækifæri
fyrir matreiðslufólk
Veitingastaðurinn í Blóa Lóninu - heilsulind
óskar eftir að róða matreiðslufólk í
hlutastörf og full störf.
Sumar- og framtíðarstörf í boði.
Umsóknareyðublöð ó rafrænu formi mó
nólgasf á www.bluelagoon.is.
Umsóknareyðublöð eru einnig afhent í
gestamóttöku heilsulindar.
Bláa Lónið - heilsulind er reyklaus vinnustaður.
i■11 wmm
AðaJfundur
Aðalfundur Iðnsveinafélags Suðurnesja verður haJdinn
í húsi félagsins að Tjamargötu 7, Reykjanesbœ,
fimmtudaginn 30. mars nk. ld. 20.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Tillaga að breytingum á Jögum ISFS
Tillaga að breytingum d reglugerð sjúkrasjóðs ISFS
Tillaga að stofnun Menntasjóðs ISFS
Önnur mál
Reikningar félagsins liggja frammi ú skrifstofu félagsins.
Kaffiveitingar
Stjórnin
Sigurður Jónsson skrifar:
„F“ - FYRIR GARÐINN
Nú eru rétt rúmir tveir
mánuðir þangað til
Iandsmenn ganga að
kjörborðinu
tilaðveljafull-
trúa í sveitar-
stjórnir.Und-
irbúningur að
framboðum
er í fullum
gangi ogkosn-
ingabaráttan
að hefjast af fullum krafti. Lík-
legt er að tvö framboð muni
berjast um atkvæðin hér í
Garði og er ekkert nema gott
um það að segja að línur verði
hreinar hvort kjósendur vilji
áfram forystu F-listans, sem
unnið hefur að gífurlegri upp-
byggingu og framförum á síð-
ustu árum eða fá nýja forystu.
Um það munu kosningarnar
snúast í Garðinum.
Rétt er að setja fram til umhugs-
unar. Ef baráttumenn fyrir
sameiningu sveitarfélaga hefðu
haft sitt fram í kosningunum s.l.
haust værum við ekki í þeirri
stöðu nú að velja okkur fulltrúa
í bæjarstjórn. Garðurinn væri
þá aðeins hverfi í Reykjanesbæ
og við værum að velta fyrir
okkur hvaða lista við ættum að
kjósa í Reykjanesbæ. Sem betur
fer náði þetta fólk ekki árangri í
sameiningarkosningunni. Garð-
urinn hélt sínu sjálfstæði og
getur valið sína eigin fulltrúa
til að fara með stjórn sveitarfé-
lagsins.
Ég er einn þeirra 76% kjósenda
í Garði sem valdi sjálfstæði af
því ég hef trú á að Garðurinn
geti starfað sem sjálfstætt sveit-
arfélag og hafi alla burði til að
eflast enn frekar.
Þótt margt hafi vel tekist á síð-
ustu árum er margt enn eftir
ógert. Ég held að svo verði alltaf
í sveitarfélagi sem er í sókn.
Verkefnin eru óþrjótandi. Það er
ekki hægt að gera allt í einu og
ekki má steypa sveitarfélaginu
í of miklar skuldir. Við höfum
einnig haft þá stefnu að það sé
ekki rétt að selja fasteignir sveit-
arfélagsins til að standa undir
kostnaði framkvæmda og þurfa
síðan að greiða leigu.
Framfarir til framtíðar.
Nýlega var samþykkt í Bæjar-
stjórn Garðs þriggja ára áætlun
með atkvæðum fulltrúa F-lista.
Fulltrúar H og I Iista sátu hjá.
Áætlunin er stefnumarkandi
um það hvert menn vilja stefna
næstu árin. Áætlunin ber það
með sér að áfram skal haldið á
braut uppbygginar og framfara.
Gert er ráð fyrir að þjónustu-
stig við íbúana verði aukið enn
frekar frá því sem nú er.
Það hefur verið stefna hér í
Garði að hafa byggingaleyfis-
gjöld lág og hefur það stuðlað að
verulegri fjölgun íbúa á síðustu
árum. Einstaklingar og verk-
takar hafa verið mjög ánægðir
með þessa stefnu.
Á dagskrá næstu þriggja ára
verður lögð höfuðáhersla á eftir-
farandi auk gatnagerðar og um-
hverfismála.
* Uppbygging öldrunarmála.
Búið er að samþykkja tillögu
um að taka upp viðræðir við
Búmenn varðandi þessi mál til
að bæta aðstöðu öldrunarmála
bæði hvað varðar félagsstarf og
aðra þjónustu.
* Gert er ráð fyrir að Gerðaskóli
verði stækkaður í áföngum á
þessum árum.
* Á tímabilinu verður unnið að
bættri aðstöðu fyrir æskulýðs-
starfið í Garði.
Auk þessara þátta er Garður að-
ili að nýju verslunar- og þjón-
ustuhúsi, þar sem bæjarskrif-
stofurnar verða til húsa og vænt-
anlega einnig bæjarbókasafn.
Ennfremur er Garður aðili að
uppbyggingunni að Menningar-
setrinu að Úskálum.
Eins og sést á þessu eru mörg
spennandi verkefni framundan
í Garðinum. Ef litið er til baka
sést að F-listinn hefur staðið vel
við þau fyrirheit sem gefin hafa
verið um framkvæmdir. Kjós-
endur geta því treyst því að F-
listinn mun hlada áfram á sömu
braut uppbyggingar fái hann
umboð til þess.
Signrður Jónsson,
bœjarstjóri Garðs.
Guðný Kristjánsdóttir skrifar:
Frumleiki í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur í
samstarfi við Leikfélag
Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, Vox
Arena frum-
sýndi sl.föstu-
dagskvöld
ritið “ Kefla-
vík, ísland,
Alheimurinn
eða mamma
þín “ í leik-
stjórn Sigurðar Eyberg Jóhann-
essonar sem er Keflvíkingur
og starfaði með félögunum
báðum áður en hann flutti til
London í leiklistarnám.
Leikhópurinn fer alveg nýjar
leiðir í þessari uppfærslu en
ekkert handrit lá fyrir í upphafi
heldur var ákveðið að búa til
nýtt verk þar sem handritshöf-
undar eru leikhópurinn sjálfur
ásamt leikstjóranum. Einn er
sá kostur að vera ekki með fyr-
irfram skrifað leikrit og hann er
sá að útkoman veltur á samsetn-
ingu hvers leikhóps fyrir sig.
Þannig má segja að hópurinn
sníði verkið að sér í stað þess að
vera sniðinn að verkinu. “ Sér-
saumað leikrit “ eins og leikstjór-
inn orðar það í leikskránni.
Leikhópurinn sem sam-
anstendur af ungu fólki sem
flest hefur þó nokkra reynslu
af leikhúsi hefur staðið sig frá-
bærlega. Krakkarnir hafa kastað
sér út í þessa mjög svo krefjandi
vinnu af fullum krafti og búið
til 45 atriði og samið tónlist við
nokkur þeirra. Atriðin eru að
stærstum hluta unnin upp úr
viðtölum sem tekin voru við
fólk hér á svæðinu í upphafi æf-
ingatímabilsins.
Það er ekki ætlun mín að nefna
einstaka leikara úr hópnum en
það er ljóst að við búum yfir
mjög svo hæfileikaríkum leik-
urum. Framsögn var til fyrir-
myndar, búningalausnir vel
unnar, sviðsmyndin frábær og
ljósa/tæknimálin greinilega
í góðum höndum. Eg óska að-
standendum sýningarinnar til
hamingju með frábært framtak
og hvet Suðurnesjamenn til að
kikja í Frumleikhúsið og njóta
leiklistarinnar sem þar er í boði.
Takk fyrir frábæra skemmtun
og gangi ykkur vel.
Guðný Kristjánsdóttir,
leiklistarunnandi.
TIL GREINAHÖFUNDA
Farið er að bera á auknu framboði aðsendra greina til Víkurfrétta. Vegna þessa
hvetjum við greinahöfunda til að stytta mál sitt eins og kostur er. Þá áskilja
Víkurfréttir sér rétt til að birta greinar eingöngu á Netinu, sé ekki pláss í blaðinu.
Síðasti skilafrestur aðsendra greina er til hádegis á mánudögum. Vinsandegast
hafið samband síinleiðis við ritstjórn áður en grein er send til blaðsins.
Síminn er 421 0002. Greinar berist á postur@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
26 I VlKURFRÉTTIR i 12.TÖLU8LAÐ : 27. ÁRGANGUR