Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 13
Sjúkraflutningamaður Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir sjúkraflutningamanni til starfa við bakvaktir í Grindavík. Menntunar- og hæfniskrðfur: • Framhaldsnám - 60 einingar. • Meirapróf. Upplýsingar um starfið veitir Gunnar M. Baldursson umsjónarmaður í síma 897-9583. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu stofnunarinnar að Mánagötu 9,230 Reykjanesbæ. Laun eru samkvæmt samkomulagi ríkisins og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Einnig er hægt að sækja um starfið á heimasiðu stofnunarinnar www.hss.is eða með tölvupósti til Hlyns Jóhannssonar starfsmannastjóra, hlynurj@hss.is. HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Umsóknarfresturertil 6.apríl 2006 SKÚLAVEGI 6 • 230 REYKJANESBÆ • WWW.HSS.IS • HSS@HSS.IS Kristín og sá litli ásamt Steinu Þóreyju Ragnars- dóttur, Ijósmóöur, Eiriki Reynissyni, sjúkraflutninga- manni og dóttur hans. Kristín Snonadóttirfæddi barn ísjúkrabíl á 140 km. hraða á Reykjanesbrautinni þegar þar var komið við sögu og þrátt fyrir að sjúkrabíllinn hafi farið greitt yfir á Brautinni lét litli maðurinn ekki bíða eftir sér. „Hann fæddist svo á Reykja- nesbrautinni, beint á rnóti ál- verinu í Straumsvík. Hann var mjög hress þegar við komum upp á sjúkrahús, með smá gulu að vísu, en við fengum að fara suður strax aftur.” Drengurinn var 48 sm á lengd og 11 merkur við fæðingu en braggast mjög vel og er afar vær að sögn móðurinnar stoltu. Ferðin var ekki bara eftirminni- leg fyrir Kristínu því sjúkraflutn- ingamennirnir Eiríkur Reynis- son og Ármann Árnason muna vart, þrátt fyrir mikla reynslu eftir að hafa lent í svipuðu til- viki. „Það er ekki á hverjum degi sem barn fæðist á 140 krn hraða á Brautinni,” segir Eiríkur. Kristín bætir því við að lokum og brosir að hún voni að dreng- urinn verði ekki að flýta sér svo mikið í umferðinni þegar hann kemst til vits og ára. Alltaf fylgir mikil ham- ingja því þegar börn koma í heiminn en sum eru að flýta sér meira en önnur. Myndarlegur drengur frá Reykjanesbæ var svo sann- arlega á hraðferð þegar hann leit dagsins ljós þann 10. mars sl. Víkurfréttir litu inn á endur- fundi mæðginanna og þeirra sem aðstoðuðu þau þennan ánægjulega dag. Kristín Snorradóttir lá á fæðing- ardeild HSS þar sem hún átti von á sínu fyrsta barni, en fæð- ingin gekk ekki nægilega hratt fyrir sig að mati ljósmóður sem ákvað að flytja hana til Reykja- víkur. Ekki var um alvarlegan vanda að ræða en best þótti að taka af öll tvímæli. Þá fóru hlutirnar að gerast segir Kristín í samtali við Víkurfréttir. „Þegar sjúkraflutningamenn voru að lyfta mér um borð í sjúkrabílinn gerist það svo að ég missi legvatnið. Þá var samt ákveðið að fara inneftir. Mér þótti slæmt að mamma gat ekki komið með mér í sjúkrabílnum, en Steina ljósmóðir var með mér og var alveg frábær. Ég var einmitt búin að vonast til þess alla meðgönguna að hún myndi vera með mér og það rættist.” Framvindan var svo ógnarhröð mw/é 0 mmm HVAR ERT ÞU AÐ AUGLYSA? STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á $UÐURNESJUM VfKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURINN 23. MARS 20061 1J

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.