Víkurfréttir - 23.03.2006, Blaðsíða 16
VARNARLIÐIÐ Á FÖRUM
Bæjarstjórn Sandgerðis bókar í kjölfar fundar með ráðherrum:
Hugað verði sérstaklega að aðstæðum starfsmanna
Varnarliðsins sem eru að nálgast eftirlaunaaldur
Forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra sátu fund
með sveitarstjórn Sand-
gerðisbæjar og Reykjanesbæjar
en á þeim fundi var gerð grein
fyrir stöðu mála er varðar sam-
drátt á flugvallarsvæðinu og
að flest bendi til að starfsmenn
fái uppsagnarbréf um næstu
mánaðarmót.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar
leggur áhersla á neðanritað
í framhaldi af gagnlegum og
góðum fundi.
1. Að skipuð verði samráðs-
nefnd, sjö manna, hið fyrsta á
vegum ríkisins og sveitarfélag-
anna til að takast á við brýn
verkefni á næstu vikum og að
bæjarstjóri verði fulltrúi Sand-
gerðisbæjar.
2. Að óskað verði eftir fundi um
sameiningu Brunavarna Suður-
nesja, slökkviliðs Sandgerðis-
bæjar og slökkviliðs Keflaflug-
vallar hið fyrsta.
Stofnað verði fyrirtæki sem
taki að sér rekstur flugbrauta,
rekstur slökkviliða, snjóruðning-
tækja og viðhald brauta og lend-
ingarbúnaðar.
3. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar
er tilbúin til að hraða uppbygg-
ingu hjúkrunarheimilis í bæjar-
félaginu enda fáist til þess leyfi
og fjármagn frá Heilbrigðisráðu-
neytinu. Um er að ræða aukn-
ingu á störfum í bæjarfélaginu.
4. Að hraðað verði uppbyggingu
á svæði við Lyngsel en svæðið
er hugsað sem „Vin” fyrir fólk
með sérþarfir og að Félags- og
Heilbrigðisráðuneytið taki þátt í
og móti með bæjarfélaginu slíkt
skjól og þar með atvinnuupp-
byggingu á svæðinu.
5. Að hraðað verði skilum
á Rockville svæðinu sem er
hugsað undir atvinnusvæði.
6. Að hraðað verði uppbygginu
á sædýrasafni í Sandgerðisbæ
sem verði til að styrkja ferða-
þjónustu á svæðinu enda er aug-
ljóst að slík uppbygging er at-
vinnuskapandi fyrir svæðið allt.
7. Að Landhelgisgæslan verði
flutt á Suðurnes hið fyrsta og að
allri uppbyggingu verði hraðað
er það mál varðar.
8. Að innanlandsflugið verði
flutt á Suðurnesin.
9. Að ríkisstjórn íslands leggi
áherslu á uppbyggingu á stór-
iðju í Helguvík
10. Að öryggis- og varnamál
landins verði komið í tryggan
og góðan farveg.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar
leggur þunga áherslu á að hugað
verði sérstaklega að aðstæðum
þeirra starfsmanna Varnarliðs-
ins sem eru að nálgast eftirlauna-
aldur.
Bæjarstjórn tekur jafnframt
undir margar góðar ábendingar
og skrifleg skilaboð til ríkistjórn-
arinnar sem lögð voru fram á
fundi í Reykjanesbæ 19. mars.
2006.
BnoiÍBíai! faswaílitsHfö ■ teMteít
-Ályktun stjórnar Samfylkingarinnar í Reykjanesbœ 18. mars 2006
Stjórn Samfylkingarinnar
í Reykjanesbæ harmar
að nú skuli koma til upp-
sagna starfsmanna bandaríska
hersins á Keflavíkurflugvelli
án þess að nokkuð hafi verið
gert til að undirbúa starfslok
þeirra.
Andvaraleysi
sjálfstæðismanna
Fyrir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar bentu frambjóðendur
Samfylkingarinnar á að eitt af
mikilvægustu verkefnum kjör-
tímabilsins væri að undirbúa
viðbrögð vegna verulegrar fækk-
unar í herliðinu á Keflavíkurflug-
velli. Viðbrögð sjálfstæðismanna
voru þau að þetta mætti ekki
ræða enda lýsti oddviti þeirra
Árni Sigfússon því yfir að hann
ætlaði að sjá til þess að ekki yrði
um verulega fækkun að ræða,
þetta tal væri hins vegar sönnun
þess að Samfylkingin í Reykja-
nesbæ ætlaði að reka herinn.
Nú þarf starfsfólk á Keflavíkur-
flugvelli að súpa seyðið af þessu
andvaraleysi ráðamanna Sjálf-
stæðisflokksins. Það vita þó allir
að sveitarstjórnarmenn hafa ekk-
ert með það að gera hvort um
samdrátt eða brottför verður að
ræða hjá Bandaríkjaher hér á
landi. Það er hins vegar skylda
sveitastjórnarmanna að standa
vörð um hagsmuni íbúanna og í
því efni hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjanesbæ brugðist.
Það er hjákátlegt að sjá núver-
andi bæjarstjóra Árna Sigfússon
koma fram í fjölmiðlum og gefa
til kynna að bæjarstjórnin hafi
verið að vinna í þessum málurn.
Hið rétta er að sjálfstæðismenn
hafa komið í veg fyrir slíka
vinnu.
Ekki hlustað á skynsemis-
rödd Samfylkingarinnar
Á vordögum 2003, þegar ljóst
var að Bandaríkjamenn vildu
draga verulega úr starfsemi
sinni, óskuðu bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar eftir því að
sveitarstjórnarmenn á Suður-
nesjum yrðu boðaðir til fundar
ásamt fulltrúum frá forsætis- og
utanríkisráðuneytum hið fyrsta.
Sjálfstæðismenn breyttu tillög-
unni í að halda skuli fund þegar
aðstæður leyfa. Þær aðstæður
hafa ekki enn komið upp að
þeirra mati.
Þegar að bæjarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar í Reykjanesbæ
hafa reynt að ná upp vitrænni
umræðu uni viðbrögð til varnar
því fólki sem vinnur á Keflavík-
urflugvelli þá hafa sjálfstæðis-
menn í meirihluta bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar ekki haft hug á
slíkum umræðum því þar með
gætu þeir verið að auðvelda
hernum að fara.
Á þennan hátt hafa sjálfstæðis-
menn í Reykjanesbæ brugðist
því fólki sem starfar á Keflavík-
urflugvelli.
Nú þegar þeir standa loks
frammi fyrir því að fólk missi
atvinnu sína innan skamms,
þykjast sjálfstæðismenn í
Reykjanesbæ hafa verið að
vinna í þessum málum. Betra
er nú en aldrei og mikilvægt er
að allir sameinist um að verja
hagsmuni starfsfólks Keflavík-
urflugvallar og þeirrar byggðar
sem óneitanlega hefur þróast
með hliðsjón af því að hér hefur
verið herstöð.
Viðræður um viðskilnað
-Samfylkingin leggur áherslu á
að nú þegar verði teknar upp
viðræður við Bandaríkjamenn
um viðskilnað þeirra.
Það þarf að semja um
viðskilnað við fólkið
Starfsfólki á Keflavíkurflug-
velli, sem hefur unnið nánast
alla sína starfsæfi á sérhæfðum
vinnustað og á ekki auðvelt með
að ganga í önnur og ólík störf,
ber að tryggja starfslokasamn-
inga, endurmenntun á launum
eða auðvelda þeim lendinguna
á annan hátt.
Það þarf að semja um við-
skilnað við mannvirkin
Einhver mannvirki er hægt að
yfirtaka og nota áfram í svipaðri
mynd, önnur er hægt að nota
undir aðra starfsemi og þannig
nýta við uppbyggingu á nýrri
framtíð en sum eru ekki nýt-
anleg lengur. Gera skal kröfu
um að Bandaríkjamenn gangi
frá eftir sig, að ónýt mannvirki
verði fjarlægð og gengið verði
frá þeim sárum í náttúrunni
sem þau hafa valdið.
Það þarf að semja um við-
skilnað við landið
Víða er mengun að finna í jörðu,
olía og önnur efni, sprengjur
og skothylki, girðingar og fleira
sem þarf að fjarlægja. Tryggja
þarf að samningar um brottför
hersins feli í sér að landinu sé
skilað í viðunandi ástandi.
Þá er mikilvægt að tekið sé tillit
til þess, að við brotthvarf Varn-
arliðsins verður til umframgeta
(offramboð) á þjónustu vegna
þess að hermenn og aðrir sem
tilheyra Varnarliðinu hafa nýtt
sér margvíslega þjónustu utan
vallarsvæðisins. Þess vegna þarf
að skapa möguleika á að „nýtt”
fólk setjist að, jafnvel tíma-
bundið, í þeirri byggð sem nú er
á Keflavíkurflugvelli. Mikilvægt
er einnig að þess sé gætt að
íbúðir og önnur mannvirki sem
þarna eru í miklum mæli fari
ekki inn á almennan markað,
því það gæti riðið byggingariðn-
aðinum á Suðurnesjum að fullu
og hefði einnig veruleg áhrif á
fasteignaverð á svæðinu.
Sem dæmi um starfsemi sem
hentað getur vel á þessu svæði
má nefna háskólaþorp, þannig
væri hægt að nýta íbúðarhús-
næðið sem vistir, mötuneyti,
íþróttahús o.s.frv. Þetta gæti t.d.
verið útibú frá þeim háskólum
sem starfa hér á landi og e.t.v. í
samstarfi við erlenda háskóla.
Óþrjótandi möguleikar
Möguleikarnir eru óþrjótandi.
Það er því mikilvægt að menn
sameinist nú um samninga um
viðskilnaðinn svo hægt sé að
hefja uppbygginguna sem fyrst.
Stjórn Samfylkingarinnar í
Reykjanesbæ skorar því á alla
sem koma að þessu máli að
taka nú höndum saman í þeim
tilgangi að mæta þeim tíma-
bundnu erfiðleikum sem brott-
för hersins hefur í för með sér,
nægur tími hefur nú þegar farið
forgörðum.
Stjórn
Samfylkingarinnar
í Reykjanesbœ
16
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
VlKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR