Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 30.03.2006, Qupperneq 10
HUGLEIDINGAR UM VARNARMAL ...feginn að vera laus úr óvissu... Ingólfur Karlsson Þegar þau tíðindi bárust okkur Islend- ingum að Varnarlið Bandaríkjamanna vœri að yfirgefa landið hrœrðust í mér blendnar tilfinningar, égfann til léttis, og á sama tíma kvíða. Égfór að rifja upp gamla tíma þar sem ég vann hjá Varnarliðinu í fjöldamörg ár. Allur sá tími sem ég var á launaskrá hjá hernum lifði ég og hrcerðist, dagfrá degi í málefnum hersins, það má segja að ég vissi meira um málefni bandarískra hermanna og yfirmanna þeirra í heima- landi sínu en ég vissi um menn og mál- efni hér á klakanum. Eg var mjög ánægður í minni vinnu, fannst það framandi að vinna fyrir er- lendan her sem íslendingur, og það sem meira var að þeir kostuðu nám mitt í matreiðslu í besta mögulega skóla í þeirra heimalandi sem völ var á. Fyrir það verð ég þeim œvinlega þakk- látur. Þar kom að því einn daginn að ég missti vinnu mína eins og allir þeir íslendingar sem vinna hjá Varnarliðinu núna eru að upplifa þessa dagana. Daginn sem ég fékk uppsagnarbréfið varð ég ekki dapur heldur þvert á móti feginn að vera laus lir þeirri óvissu sem ég hafði lifað við í allmörg ár. Starfsmannahald Varnarliðsins sá um ráðningarsamning minn, hann var ein- faldlega þannig að ég vannfyrst um sinn á 3ja mánaða „basis" og síðan undir lokin á mánaðarsamningi. Það sér það hver heilvita maður að svoleiðis tilhögun er ekki neinum starfs- manni til framdráttar sama hvar hann vinnur, þ.e.a.s að treysta allri sinni inn- komu með þeim hœtti. En svona vildi minn atvinnurekandi haga þessum máíum vegna þess að það hentaði honum betur. Ég vissi til þess að það voru margir aðrir sem voru í sömu málum og ég á þeim tíma, og þeim leið þá vœntanlega eins og mér, ekki vel. Ég vann sem matreiðslumaður í ratsjár- stöðinni á Miðnesheiði (Rockville) í 7 ár. Henni varfljótlega lokað eftir að ég hætti þar störfum og allir þeir Islendingar sem þar unnu allt sitt œvistarf misstu vinnu sína og fengu engan starfslokasamning frekar en þeir íslendingar mutiufá núna þegar aðalherstöðinni verður lokað. Égfinn því til með öllu því fólki sem nú missir vitinu sína og er uggandi yfir framtíðinni. Ég stóð frammi fyrir því að tapa minni vinnu við það að elda mat ofan í banda- ríska hermenn, reyndar buðu þeir mér það að halda áfram að elda fyrir þá í framandi landi en ég afþakkaði það boð á þeim forsendum að ég vildifrekar elda ofan í mína samlanda og það hefur reynst mér mjög vel hingað til. Ég vil því segja við allt það fólk sem nú tapar sinni vinnu, ekki örvœnta því nóga vinnu er aðfá á íslandi um þessar mundir. íslendingar eru duglegasta þjóð í heimi og hafa verið það alltfrá ómuna tíð. Mörg hundruð árum áður en Varnar- liðið kotn til íslands vorum við sjálfbœr þjóð og vil ég minnafólk á að það vorum við sem fundum Ameríku og komum þeirri þjóð út úr moldarkofum þeirra, en ekki öfugt. Áfram ísland. Ingólfur Karlsson SUMARSTORF HJA IGS 2006 Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) vill ráða fólk til afleysingastarfa á tímabilinu apríl-september. Um er að ræða störf í flest öllum deildum fyrirtækisins þ.e. flugeldhúsi, fraktmiðstöð, hlaðdeild, veitingadeild, frílager og ræstingu. í sumum tilfellum er um að ræða hlutastörf og öðrum deildaskiptar ráðningar í 100% störf. Einnig verða eingöngu kvöldvaktir í boði í ákveðnum deildum. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi og árvekni. Unnið er á breytilegum vöktum og vaktaskrá birt fyrir 1 mánuð í senn. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið, og í sumum tilfellum standast próf, áður en til ráðningar kemur. Boðið verður upp á sætaferðir frá fyrirfram ákveðnum stöðum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Vogum og Grindavík Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: Hlaðdeild Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. Flugeldhús Lágmarksaldur 18 ár. Veitingadeild Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta og mikil þjónustulund. Hleðsluþjónusta Lágmarksaldur 20 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. Frílager Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta. Fraktmiðstöð Lágmarksaldur 19 ár, vinnuvélaréttindi, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. Ræsting flugvéla Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. 2. hæð í Frakmiðstöð IGS, bygging 11, 235 Keflavíkurflugvelli. Einnig er hægt að sækja um störf á vefsíðu IGS, www.igs.is. MATREIÐSLUMAÐUR Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf (IGS) vill ráða matreiðslumann í veitingadeild í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Leitað er að góðum og jákvæðum liðsmanni í öflugan hóp. Staðan er laus og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur: Réttindi og reynsla Góð íslensku- og enskukunnátta Góð þekking á birgðakerfum og birgðastýringu Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun mannahalds Útsjónarsemi og heiðarleiki. Umsóknir berist starfsmannaþjónustu IGS, Fraktmiðstöð IGS, byggingu 11, 235 Keflavíkurflugvelli, fýrir 7. apríl 2006. Hægt að senda ferliskrá á: svala@igs.is. Einnig veitir rekstrarstjóri veitingadeildar upplýsingar í síma 425 0322 og yfirmatreiðslumaður í síma 895 6652 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • IESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 10 JVÍKURFRÉTTIR 13.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.